Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 10:11 Palestínumenn kanna húsarústir eftir sprengjuárás Ísraela í Nuseirat-flóttamannabúðunum á laugardag. Fjórir gíslar voru frelsaðir í árásinni en Hamas segja að á þriðja hundruð manns hafi fallið. AP/Jehad Alshrafi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. Ísraelsher réðst inn í Nuseirat-flóttamannabúðirnar á Gasa með sprengjuregni á laugardag. Honum tókst að frelsa fjóra gísla sem vígamenn Hamas tóku höndum á tónlistarhátíð í hryðjuverkaárás samtakanna í Ísrael 7. október. Heilbrigðisyfirvöld Hamas á Gasa segja að 274 Palestínumenn hafi fallið í árásinni á Nuseirat, þar á meðal tugir barna og kvenna. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, lýsti yfir áhyggjum af því að hvort að aðgerðir Ísraelshers hefðu verið í samræmi við tilefnið, hvort herinn hefði gert greinarmun á vígamönnum og óbreyttum borgurum og hvort hann hefði brotið varúðarreglu í hernaði sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Að sama skapi hefðu vopnaðir hópar Palestínumanna stefnt óbreyttum borgurum og gíslum í lífshættu með því að halda gíslunum í þéttbýli. „Allar þessar aðgerðir beggja aðila kunna að teljast stríðsglæpir,“ sagði Laurence. Harmaði Laurence að óbreyttir borgarar hefðu enn og aftur lent á milli steins og sleggju í átökum Ísraelshers og vopnaðra sveita Palestínumanna, bæði á laugardag og í stríðinu í heild sinni sem hefur geisað í meira en átta mánuði. Fagnaðarefni væri að gíslar hefðu verið leystir úr prísund. Krafðist Laurence þess að allir gíslarnir yrðu frelsaðir strax. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27 Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Ísraelsher réðst inn í Nuseirat-flóttamannabúðirnar á Gasa með sprengjuregni á laugardag. Honum tókst að frelsa fjóra gísla sem vígamenn Hamas tóku höndum á tónlistarhátíð í hryðjuverkaárás samtakanna í Ísrael 7. október. Heilbrigðisyfirvöld Hamas á Gasa segja að 274 Palestínumenn hafi fallið í árásinni á Nuseirat, þar á meðal tugir barna og kvenna. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, lýsti yfir áhyggjum af því að hvort að aðgerðir Ísraelshers hefðu verið í samræmi við tilefnið, hvort herinn hefði gert greinarmun á vígamönnum og óbreyttum borgurum og hvort hann hefði brotið varúðarreglu í hernaði sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Að sama skapi hefðu vopnaðir hópar Palestínumanna stefnt óbreyttum borgurum og gíslum í lífshættu með því að halda gíslunum í þéttbýli. „Allar þessar aðgerðir beggja aðila kunna að teljast stríðsglæpir,“ sagði Laurence. Harmaði Laurence að óbreyttir borgarar hefðu enn og aftur lent á milli steins og sleggju í átökum Ísraelshers og vopnaðra sveita Palestínumanna, bæði á laugardag og í stríðinu í heild sinni sem hefur geisað í meira en átta mánuði. Fagnaðarefni væri að gíslar hefðu verið leystir úr prísund. Krafðist Laurence þess að allir gíslarnir yrðu frelsaðir strax.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27 Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27
Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52