Ísland vann frækinn sigur á Wembley á dögunum en náði ekki upp sama krafti og áræðni í kvöld. Því fór sem fór en mikil stemning var fyrir leik og ekki var hún minni eftir 4-0 stórsigur kvöldsins. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr leik kvöldsins.














Holland lagði Ísland 4-0 í vináttuleik en um var að síðasta leik Hollands áður en liðið heldur á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi.
Ísland vann frækinn sigur á Wembley á dögunum en náði ekki upp sama krafti og áræðni í kvöld. Því fór sem fór en mikil stemning var fyrir leik og ekki var hún minni eftir 4-0 stórsigur kvöldsins. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr leik kvöldsins.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn.
„Það var mikið af þreyttum löppum þarna úti. Virkilega erfitt að spila á móti tveimur góðum landsliðum á svona stuttum tíma, aðeins þrír dagar á milli leikja,“ sagði Åge Hareide eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam í kvöld.
„Þetta var vissulega mjög erfitt,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir 4-0 tap gegn Hollendingum í kvöld.
„Þetta var erfitt í kvöld, þeir eru drullu góðir. Fannst við inn í leiknum í langan tíma,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam.
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það ekki góða tilfinningu að þurfa að sækja boltann fjórum sinnum í eigið net í einum og sama leiknum.