Reglur um samskipti við fjölmiðla ekki tilraun til þöggunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júní 2024 15:00 Andri Ólafsson samskiptastjóri segir nýjar reglur um samskipti starfsfólks við fjölmiðla ekki vera tilraun til þöggunar. Aðsend Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna gerir athugasemdir við nýjar reglur um samskipti starfsmanna Landspítalans við fjölmiðla. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, vísar athugasemdum hans á bug og segir reglurnar löngu tímabærar. Tilgangurinn með þeim sé að skýra verklag á mikilvægu starfssviði Landspítalans, nefnilega upplýsingagjöf. Theódór birti reglurnar á síðu sinni á Facebook í gær og ýjar að því að þær jaðri við tilraun til þöggunar. Með færslunni fylgdi mynd af honum þar sem krotað var yfir munninn til að líkjast einhvers konar múlbandi. Hann segist hvetja lækna til þess að tjá sig sem fyrr um fagleg málefni er varða öryggi og hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Reglurnar kveða á um að starfsfólk Landspítala megi koma fram undir merkjum Landspítala þegar það ræðir opinberlega um störf sín á spítalanum en að sé það til viðtals vegna annarra starfa eða af öðrum ástæðum sé það ekki heimilt nema með leyfi samskiptateymisins. Þá er einnig mælst til þess að starfsfólk tjái sig ekki með beinum hætti um málefni spítalans eða einstakra starfseininga hans nema í samráði við næsta yfirmann eða, eftir atviku, við samskiptateymi. Þá er átt við málefni eins og aðbúnað, rekstur, mönnun og fleira slíkt. Hvetur starfsfólk til að taka þátt í umræðu Andri segir þó ekkert í nýju reglunum takmarka tjáningafrelsi lækna né annarra starfsmanna heldur hvetji Landspítalinn beinlínis starfsfólk til að taka virkan þátt í opinberri umræðu. Hins vegar sé nauðsynlegt að skýr rammi sé utan um samskipti starfsfólks við fjölmiðla, fyrst og fremst til að auðvelda því lífið. „Á hverri viku veitir starfsfólk spítalans nokkra tugi viðtala í fjölmiðlum. Þær upplýsingar sem við veitum til fjölmiðla eru svo gríðarlega miklar að það er hálfævintýralegt. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé einhvers konar rammi utan um öll þessi samskipti. Þessi rammi snýst bara um það að fólk beri saman bækur áður en það tjái sig opinberlega, til að það sé örugglega með réttar upplýsingar og sé ekki með úreltar upplýsingar. Þetta snýst ekki um annað en það,“ segir Andri í samtali við fréttastofu. Andri segir umfang fjölmiðlasamskipta á Landspítalanum meira en gengur og gerist hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og að starfsfólk spítalans veiti gríðarlega mörg viðtöl. „Fólk hefur verið að tjá sig mjög réttilega og fengið athugasemdir við eitthvað sem var fullkomlega réttlætanlegt að tjá sig um. Stundum hefur fólk svo verið að tjá sig án þess að hafa réttar upplýsingar,“ segir Andri. Víðtækt samráð við gerð reglanna Hann segir reglurnar hafa verið í undirbúningi í meira en ár og að víðtækt samráð hafi verið við starfsfólk spítalans í gegnum allt ferlið. Því skjóti þessar athugasemdir Theódórs skökku við. „Það var mjög víðtækt samráð um þessar leiðbeiningar. Allt starfsfólk fékk þessar leiðbeiningar kynntar og þá gátu allir kynnt sér efni leiðbeininganna fyrirfram. Þetta er búið að vera meira en ár í undirbúningi og í rauninni orðið löngu tímabært,“ segir Andri. „Ef koma fram einhverjar ábendingar um að eitthvað mætti betur fara í þessum leiðbeiningum þá er alveg sjálfsagt að skoða það, endurskoða og uppfæra. Við munum skoða allar ábendingar með opnum hug,“ segir Andri að lokum. Ekki náðist í Theódór Skúla Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar. Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Theódór birti reglurnar á síðu sinni á Facebook í gær og ýjar að því að þær jaðri við tilraun til þöggunar. Með færslunni fylgdi mynd af honum þar sem krotað var yfir munninn til að líkjast einhvers konar múlbandi. Hann segist hvetja lækna til þess að tjá sig sem fyrr um fagleg málefni er varða öryggi og hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Reglurnar kveða á um að starfsfólk Landspítala megi koma fram undir merkjum Landspítala þegar það ræðir opinberlega um störf sín á spítalanum en að sé það til viðtals vegna annarra starfa eða af öðrum ástæðum sé það ekki heimilt nema með leyfi samskiptateymisins. Þá er einnig mælst til þess að starfsfólk tjái sig ekki með beinum hætti um málefni spítalans eða einstakra starfseininga hans nema í samráði við næsta yfirmann eða, eftir atviku, við samskiptateymi. Þá er átt við málefni eins og aðbúnað, rekstur, mönnun og fleira slíkt. Hvetur starfsfólk til að taka þátt í umræðu Andri segir þó ekkert í nýju reglunum takmarka tjáningafrelsi lækna né annarra starfsmanna heldur hvetji Landspítalinn beinlínis starfsfólk til að taka virkan þátt í opinberri umræðu. Hins vegar sé nauðsynlegt að skýr rammi sé utan um samskipti starfsfólks við fjölmiðla, fyrst og fremst til að auðvelda því lífið. „Á hverri viku veitir starfsfólk spítalans nokkra tugi viðtala í fjölmiðlum. Þær upplýsingar sem við veitum til fjölmiðla eru svo gríðarlega miklar að það er hálfævintýralegt. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé einhvers konar rammi utan um öll þessi samskipti. Þessi rammi snýst bara um það að fólk beri saman bækur áður en það tjái sig opinberlega, til að það sé örugglega með réttar upplýsingar og sé ekki með úreltar upplýsingar. Þetta snýst ekki um annað en það,“ segir Andri í samtali við fréttastofu. Andri segir umfang fjölmiðlasamskipta á Landspítalanum meira en gengur og gerist hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og að starfsfólk spítalans veiti gríðarlega mörg viðtöl. „Fólk hefur verið að tjá sig mjög réttilega og fengið athugasemdir við eitthvað sem var fullkomlega réttlætanlegt að tjá sig um. Stundum hefur fólk svo verið að tjá sig án þess að hafa réttar upplýsingar,“ segir Andri. Víðtækt samráð við gerð reglanna Hann segir reglurnar hafa verið í undirbúningi í meira en ár og að víðtækt samráð hafi verið við starfsfólk spítalans í gegnum allt ferlið. Því skjóti þessar athugasemdir Theódórs skökku við. „Það var mjög víðtækt samráð um þessar leiðbeiningar. Allt starfsfólk fékk þessar leiðbeiningar kynntar og þá gátu allir kynnt sér efni leiðbeininganna fyrirfram. Þetta er búið að vera meira en ár í undirbúningi og í rauninni orðið löngu tímabært,“ segir Andri. „Ef koma fram einhverjar ábendingar um að eitthvað mætti betur fara í þessum leiðbeiningum þá er alveg sjálfsagt að skoða það, endurskoða og uppfæra. Við munum skoða allar ábendingar með opnum hug,“ segir Andri að lokum. Ekki náðist í Theódór Skúla Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar.
Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira