Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2024 13:10 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. Nokkur ár eru liðin síðan nokkrir íslenskri kaupsýslumenn hófu netverslun með áfengi. Síðan þá hefur ágreiningur verið uppi um lögmæti umræddrar áfengissölu. Sumir segja hana vera skýrt brot á íslenskri áfengislöggjöf á meðan aðrir segja að salan sé heimil á grundvelli EES-samningsins. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd vill skera úr um lögmæti sölunnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður nefndarinnar. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu áfengis. Við fengum dómsmálaráðherra á okkar fund en frumkvæðisathugunin krefst þess að við fáum fleiri gesti og öflum gagna þannig að þetta var fyrsta skrefið í morgun“ Þórunn var spurð hvers vegna nefndin hefði farið af stað með athugunina. „Það eru ítrekaðar ábendingar um að netsala áfengis fari fram í lagalegu tómarúmi. Einhverjir hafa orðað það þannig. Við viljum auðvitað ganga úr skugga um að hér fari allt fram eins og það á að vera en það eru margar hliðar á þessu máli og það liggur fyrir að það hafa verið kynnt í samráðsgátt frumvörp frá ráðherra dómsmála um að skýra umgjörð og lagalega umgjörð netsölunnar. Þetta er það sem við erum að kanna. Við höfum fengið ábendingar meðal annars frá forvarnarsamtökum og öðrum sem hafa áhyggjur af áhrifum áfengissölu á lýðheilsu þannig að þetta er allt saman undir í þessari könnun.“ Hvenær gætum við vænst þess að fá einhvers konar niðurstöðu? „Það er ekki gott að segja. Þingið verður komið í sumarhlé eftir einar tvær vikur og ég geri allt eins ráð fyrir því að við tökum þráðinn upp aftur að því loknu þannig að við vinnum þetta áfram inn í nýjan þingvetur.“ Áfengi og tóbak Alþingi Netverslun með áfengi Verslun Tengdar fréttir Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01 Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45 Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Nokkur ár eru liðin síðan nokkrir íslenskri kaupsýslumenn hófu netverslun með áfengi. Síðan þá hefur ágreiningur verið uppi um lögmæti umræddrar áfengissölu. Sumir segja hana vera skýrt brot á íslenskri áfengislöggjöf á meðan aðrir segja að salan sé heimil á grundvelli EES-samningsins. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd vill skera úr um lögmæti sölunnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður nefndarinnar. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu áfengis. Við fengum dómsmálaráðherra á okkar fund en frumkvæðisathugunin krefst þess að við fáum fleiri gesti og öflum gagna þannig að þetta var fyrsta skrefið í morgun“ Þórunn var spurð hvers vegna nefndin hefði farið af stað með athugunina. „Það eru ítrekaðar ábendingar um að netsala áfengis fari fram í lagalegu tómarúmi. Einhverjir hafa orðað það þannig. Við viljum auðvitað ganga úr skugga um að hér fari allt fram eins og það á að vera en það eru margar hliðar á þessu máli og það liggur fyrir að það hafa verið kynnt í samráðsgátt frumvörp frá ráðherra dómsmála um að skýra umgjörð og lagalega umgjörð netsölunnar. Þetta er það sem við erum að kanna. Við höfum fengið ábendingar meðal annars frá forvarnarsamtökum og öðrum sem hafa áhyggjur af áhrifum áfengissölu á lýðheilsu þannig að þetta er allt saman undir í þessari könnun.“ Hvenær gætum við vænst þess að fá einhvers konar niðurstöðu? „Það er ekki gott að segja. Þingið verður komið í sumarhlé eftir einar tvær vikur og ég geri allt eins ráð fyrir því að við tökum þráðinn upp aftur að því loknu þannig að við vinnum þetta áfram inn í nýjan þingvetur.“
Áfengi og tóbak Alþingi Netverslun með áfengi Verslun Tengdar fréttir Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01 Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45 Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01
Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15
Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00