„Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júní 2024 11:29 Jóhann Árni var aðstoðarþjálfari Grindvíkinga í vetur. vísir/anton brink Jóhann Árni Ólafsson mun þjálfa Hött í Subway-deild karla á næsta tímabili. Fjölskyldan missti heimilið sitt í Grindavík og nú er stefnan tekin austur. Jóhann bjó áður í Grindavík og starfaði þar fyrir íþróttafélagið. Það sama má segja um eiginkonu hans Petrúnellu Skúladóttur. Fjölskyldan varð að yfirgefa bæinn á sínum tíma og atvinnuöryggið farið. Jóhann verður þjálfari Hattar við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar en hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni sem stýrði Hetti með Viðari í þrjú ár. Á síðasta tímabili komst liðið í fyrsta sinn í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val, 3-1. „Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum í Grindavík, vinnur og fjölskylda og allt saman. Það var því tilvalið að prófa eitthvað alveg nýtt og fara í eitthvað ævintýri. Við fjölskyldan töluðum svolítið um það að ef ekki núna, hvenær þá?,“ segir Jóhann Árni og heldur áfram. Eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum „Það er mikill uppgangur í körfunni fyrir austan og það er mjög spennandi að geta tekið þátt í þeirri uppbyggingu.“ Jóhann var aðstoðarþjálfari Grindavíkur á síðasta tímabili. Liðið komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir Val í oddaleik, 3-2. „Ég held að þetta verði eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum hjá okkur öllum sem tóku þátt í þessu. Allt sem gekk á og allt sem var ekkert tengt körfubolta. Og að reyna eitthvað að púsla körfubolta inn í þetta allt saman, það verður ótrúlega eftirminnilegt þó að við höfum ekki náð lokatakmarkinu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Jóhann sem var í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Subway-deild karla Grindavík Höttur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Fjölskyldan missti heimilið sitt í Grindavík og nú er stefnan tekin austur. Jóhann bjó áður í Grindavík og starfaði þar fyrir íþróttafélagið. Það sama má segja um eiginkonu hans Petrúnellu Skúladóttur. Fjölskyldan varð að yfirgefa bæinn á sínum tíma og atvinnuöryggið farið. Jóhann verður þjálfari Hattar við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar en hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni sem stýrði Hetti með Viðari í þrjú ár. Á síðasta tímabili komst liðið í fyrsta sinn í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val, 3-1. „Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum í Grindavík, vinnur og fjölskylda og allt saman. Það var því tilvalið að prófa eitthvað alveg nýtt og fara í eitthvað ævintýri. Við fjölskyldan töluðum svolítið um það að ef ekki núna, hvenær þá?,“ segir Jóhann Árni og heldur áfram. Eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum „Það er mikill uppgangur í körfunni fyrir austan og það er mjög spennandi að geta tekið þátt í þeirri uppbyggingu.“ Jóhann var aðstoðarþjálfari Grindavíkur á síðasta tímabili. Liðið komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir Val í oddaleik, 3-2. „Ég held að þetta verði eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum hjá okkur öllum sem tóku þátt í þessu. Allt sem gekk á og allt sem var ekkert tengt körfubolta. Og að reyna eitthvað að púsla körfubolta inn í þetta allt saman, það verður ótrúlega eftirminnilegt þó að við höfum ekki náð lokatakmarkinu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Jóhann sem var í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Subway-deild karla Grindavík Höttur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira