Séreign er ekki það sama og séreign Björn Berg Gunnarsson skrifar 9. júní 2024 08:01 Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. „Hvers vegna sögðuð þið þá ekki að Evrópumótið í fótbolta væri að hefjast?“ - Nú af því að fótbolti er íþrótt! Hættum að kalla viðbótarlífeyrissparnað séreign Ég átta mig á að fótbolti er íþrótt, rétt eins og að viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar, en er þá ekki kjörið að kalla hann viðbótarlífeyrissparnað svo allir viti hvað um er rætt? Séreignarsparnaður er hugtak sem nær yfir ýmsar tegundir lífeyris. Ein þeirra er viðbótarlífeyrissparnaður, valfrjáls viðbót við lífeyrissöfnun okkar sem fylgja heilmikil fríðindi á borð við mótframlag frá vinnuveitanda. Fleiri tegundir eru þó til og þær geta í grundavallaratriðum verið ólíkar viðbótarlífeyri. Nýtt og vinsælt dæmi er tilgreind séreign, sem fylgt hefur kjarasamningum undanfarin misseri. Ólíkt viðbótarlífeyri getur tilgreindri séreign verið safnað um leið og greitt er skylduiðgjald í lífeyrissjóð, úttekt hennar skerðir greiðslur almannatrygginga og almennt er ekki hægt að nálgast hana með jafn sveigjanlegum hætti. 67 ára getum við sótt hana alla en milli 62 og 67 ára er hún yfirleitt greidd út mánaðarlega. Munurinn skiptir máli Þessi eðlismunur tveggja tegunda séreignar hefur mikil áhrif á lífeyristöku og því viljum við auðvitað þekkja muninn. En við erum rétt að byrja. Auk þessa má til dæmis nefna fjálsa séreign úr skyldusparnaði og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, sem að mestu líkist viðbótarlífeyrissparnaði við úttekt en hefur áhrif á greiðslur almannatrygginga. Loks er það bundna séreignin, sem bundin er við tiltekið greiðsluflæði, oft fram á níræðisaldur. Lærum á sparnaðinn okkar Séreign er því ekki bara séreign. Þetta er flókið og óþægilegt, en svona er þetta og við þurfum að þekkja okkar lífeyri. Þar sem ekkert heildaryfirlit er til yfir séreignarsparnað Íslendinga þurfum við að leita hann uppi og kynna okkur hvaða reglur gilda um þann sparnað sem við eigum. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, heldur nauðsynlegt að vita. Við verðum að hafa á hreinu hvers kyns lífeyri við söfnum, hversu háar fjárhæðir hafa og munu safnast, hvaða valkostir eru í boði við úttekt síðar meir og hvaða áhrif slík úttekt kemur til með að hafa. Við þurfum að velja Séreignarsparnaður er að verða sífellt stærra hlutfall lífeyris okkar og oft er honum safnað með skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þar getur þó verið mikill munur milli lífeyrissjóða og jafnvel leiða sem valdar eru í þeim lífeyrissjóðum. Sumir bjóða okkur eingöngu upp á valið milli þess að safna að hluta tilgreindri séreign eða alfarið samtryggingu en aðrir geta ráðstafað töluverðum hluta iðgjalds í einhverja aðra tegund séreignar. Við getum öll valið eitthvað og haft áhrif á okkar lífeyrissöfnun en við verðum þá að skilja um hvað valið snýst. Vísa má í eldri grein hér á Vísi um kosti þess og galla að skrá sig í tilgreinda séreign. Reynum að einfalda flókið kerfi Þegar við köllum viðbótarlífeyrissparnað í sífellu séreign og aðrar tegundir séreignar sömuleiðis, bjóðum við upp á kostnaðarsaman misskilning hjá notendum kerfis sem nógu flókið er nú fyrir. Mikið væri unnið með því að auðvelda fólki að skilja lífeyririnn sinn og gott fyrsta skref væri að tala með skýrari hætti. Höfundur er fyrirlesari og fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. „Hvers vegna sögðuð þið þá ekki að Evrópumótið í fótbolta væri að hefjast?“ - Nú af því að fótbolti er íþrótt! Hættum að kalla viðbótarlífeyrissparnað séreign Ég átta mig á að fótbolti er íþrótt, rétt eins og að viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar, en er þá ekki kjörið að kalla hann viðbótarlífeyrissparnað svo allir viti hvað um er rætt? Séreignarsparnaður er hugtak sem nær yfir ýmsar tegundir lífeyris. Ein þeirra er viðbótarlífeyrissparnaður, valfrjáls viðbót við lífeyrissöfnun okkar sem fylgja heilmikil fríðindi á borð við mótframlag frá vinnuveitanda. Fleiri tegundir eru þó til og þær geta í grundavallaratriðum verið ólíkar viðbótarlífeyri. Nýtt og vinsælt dæmi er tilgreind séreign, sem fylgt hefur kjarasamningum undanfarin misseri. Ólíkt viðbótarlífeyri getur tilgreindri séreign verið safnað um leið og greitt er skylduiðgjald í lífeyrissjóð, úttekt hennar skerðir greiðslur almannatrygginga og almennt er ekki hægt að nálgast hana með jafn sveigjanlegum hætti. 67 ára getum við sótt hana alla en milli 62 og 67 ára er hún yfirleitt greidd út mánaðarlega. Munurinn skiptir máli Þessi eðlismunur tveggja tegunda séreignar hefur mikil áhrif á lífeyristöku og því viljum við auðvitað þekkja muninn. En við erum rétt að byrja. Auk þessa má til dæmis nefna fjálsa séreign úr skyldusparnaði og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, sem að mestu líkist viðbótarlífeyrissparnaði við úttekt en hefur áhrif á greiðslur almannatrygginga. Loks er það bundna séreignin, sem bundin er við tiltekið greiðsluflæði, oft fram á níræðisaldur. Lærum á sparnaðinn okkar Séreign er því ekki bara séreign. Þetta er flókið og óþægilegt, en svona er þetta og við þurfum að þekkja okkar lífeyri. Þar sem ekkert heildaryfirlit er til yfir séreignarsparnað Íslendinga þurfum við að leita hann uppi og kynna okkur hvaða reglur gilda um þann sparnað sem við eigum. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, heldur nauðsynlegt að vita. Við verðum að hafa á hreinu hvers kyns lífeyri við söfnum, hversu háar fjárhæðir hafa og munu safnast, hvaða valkostir eru í boði við úttekt síðar meir og hvaða áhrif slík úttekt kemur til með að hafa. Við þurfum að velja Séreignarsparnaður er að verða sífellt stærra hlutfall lífeyris okkar og oft er honum safnað með skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þar getur þó verið mikill munur milli lífeyrissjóða og jafnvel leiða sem valdar eru í þeim lífeyrissjóðum. Sumir bjóða okkur eingöngu upp á valið milli þess að safna að hluta tilgreindri séreign eða alfarið samtryggingu en aðrir geta ráðstafað töluverðum hluta iðgjalds í einhverja aðra tegund séreignar. Við getum öll valið eitthvað og haft áhrif á okkar lífeyrissöfnun en við verðum þá að skilja um hvað valið snýst. Vísa má í eldri grein hér á Vísi um kosti þess og galla að skrá sig í tilgreinda séreign. Reynum að einfalda flókið kerfi Þegar við köllum viðbótarlífeyrissparnað í sífellu séreign og aðrar tegundir séreignar sömuleiðis, bjóðum við upp á kostnaðarsaman misskilning hjá notendum kerfis sem nógu flókið er nú fyrir. Mikið væri unnið með því að auðvelda fólki að skilja lífeyririnn sinn og gott fyrsta skref væri að tala með skýrari hætti. Höfundur er fyrirlesari og fjármálaráðgjafi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun