Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 16:58 Sprengjum rigndi yfir borgina Nuseirat í aðdraganda björgunaraðgerðar Ísraelshers. AP/Jena Alshrafi Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. Guardian greinir frá því að sprengjum hafi ringt yfir markað í nágrenni við al-Awda-moskuna í Nuseirat í aðdraganda frelsunaraðgerðarinnar. Al-Aqsa-sjúkrahúsið er eina starfhæfa sjúkrahúsið í nágrenninu og það aðeins að hluta til. En það hafði ekki tök á að hlúa að svo mörgum særðum. Gefið var út neyðarboð og nágrannar beðnir um að gefa blóð við fyrsta tækifæri. Mahmoud Abbas Palestínuforseti lýsti árásunum sem blóðbaði og hefur kallað eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni fórnarlömb á víð og dreif um eyðilegar rústirnar, þeirra á meðal konur og börn. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hrósaði sveitinni sem framkvæmdi björgunaraðgerðina upp í hástert og sagði þétt hafa verið setið um þá. Gagnskothríð og þétt borgarumhverfið hafi gert þeim erfitt fyrir. Hann kallaði aðgerðina eina mestu hetjudáð sem hann hefði orðið vitni að á sínum langa ferli í hernum. Að minnsta kosti einn ísraelskur hermaður lét lífið í átökunum. Allir gíslarnir voru heilir á húfi og ómeiddir þegar þeim var bjargað úr haldi Hamas og hafa þau sameinast fjölskyldum sínum á nýjan leik í kjölfar læknisskoðunar á sjúkrahúsi í Tel Avív. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Guardian greinir frá því að sprengjum hafi ringt yfir markað í nágrenni við al-Awda-moskuna í Nuseirat í aðdraganda frelsunaraðgerðarinnar. Al-Aqsa-sjúkrahúsið er eina starfhæfa sjúkrahúsið í nágrenninu og það aðeins að hluta til. En það hafði ekki tök á að hlúa að svo mörgum særðum. Gefið var út neyðarboð og nágrannar beðnir um að gefa blóð við fyrsta tækifæri. Mahmoud Abbas Palestínuforseti lýsti árásunum sem blóðbaði og hefur kallað eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni fórnarlömb á víð og dreif um eyðilegar rústirnar, þeirra á meðal konur og börn. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hrósaði sveitinni sem framkvæmdi björgunaraðgerðina upp í hástert og sagði þétt hafa verið setið um þá. Gagnskothríð og þétt borgarumhverfið hafi gert þeim erfitt fyrir. Hann kallaði aðgerðina eina mestu hetjudáð sem hann hefði orðið vitni að á sínum langa ferli í hernum. Að minnsta kosti einn ísraelskur hermaður lét lífið í átökunum. Allir gíslarnir voru heilir á húfi og ómeiddir þegar þeim var bjargað úr haldi Hamas og hafa þau sameinast fjölskyldum sínum á nýjan leik í kjölfar læknisskoðunar á sjúkrahúsi í Tel Avív.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira