„Hver sofnaði á verðinum?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2024 14:01 Ingibjörg Reynisdóttir (inni í hringnum) í góðra vina hópi í stúkunni í Laugardalslaug á sólrikum degi einhvern tímann í kringum árið 1987. Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar. Sú var tíðin að gamla stúkan í Laugardalslaug var þéttsetin á góðviðrisdögum. En nú er öldin aldeilis önnur. Stúkan er úr smiðju Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara borgarinnar, og var tekin í notkun árið 1968. Ingibjörg Reynisdóttir er fædd og uppalin í Laugardalnum, býr þar enn og er ein þeirra fjölmörgu sem sleiktu sólina stíft í stúkunni á sínum tíma. Á meðfylgjandi mynd sést Ingibjörg einmitt í góðra vina hópi í stúkunni á sólríkum degi einhvern tímann í kringum 1987. „Þetta var ótrúlegt, ef þú komst of seint þá fékkstu varla sæti. Og hér voru vinirnir og kunningjarnir, við vinkonurnar í einu horninu og kannski skotnar í strákunum þarna, þetta var svona vandræðalegt,“ segir Ingibjörg kímin, þar sem fréttamaður hefur mælt sér mót við hana í stúkunni sjálfri. Farið var í skoðunarferð um stúkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Vaknar upp við vondan draum Viðhaldi á stúkunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi í gegnum árin og talsvert er síðan henni var lokað. Svört skýrsla um ástand stúkunnar var lögð fyrir borgarráð í fyrradag, þar sem mannvirkið er jafnvel metið hættulegt vegna skemmda. „Svo bara vaknar maður upp við vondan draum að hún sé bara ónýt og maður spyr sig: Hvað gerðist þarna? Hver sofnaði á verðinum? Hver ber ábyrgð á þessu? Þetta er algjör synd því þessi stúka er hjarta hverfisins, karakter hverfisins,“ segir Ingibjörg. Það blasir við að stúkan er mjög illa farin eins og segir í skýrslunni. Steypuskemmdir, rakaskemmdir, frostskemmdir, ryð; allt bar þetta fyrir augu fréttamanns sem skoðaði stúkuna ásamt tökumanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta mannvirki verður aldrei hægt að gera við á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslunni. Þó er tekið sérstaklega fram að stúkan muni „ekki hrynja að svo stöddu“ en ljóst þykir að áfram muni hrynja úr stúkunni, eins og fréttamaður sannreyndi í vettvangsferð sinni. Óvissa um framtíð stúkunnar Hönnunarsamkeppni um Laugardalslaugarsvæðið er í undirbúningi, þess vegna var skýrsla unnin um ástand stúkunnar, og framtíð hennar veltur því á niðurstöðum þeirrar keppni. Framhaldið er semsagt í algjörri óvissu. Ingibjörg áréttar að auk hins menningar- og sagnfræðilega gildis verji stúkan laugargesti til dæmis fyrir norðangarra. Hún vonar að allt kapp verði lagt á að forða því að stúkan verði rifin. „Persónulega fyrir mig væri það bara skelfilegt. Og ég veit að vinir mínir og þeir sem hafa alist hérna upp og verið hérna og stundað sundlaugina í gegnum árin þeim fyndist mikill sjónarsviptir af þessu.“ Sundlaugar Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira
Sú var tíðin að gamla stúkan í Laugardalslaug var þéttsetin á góðviðrisdögum. En nú er öldin aldeilis önnur. Stúkan er úr smiðju Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara borgarinnar, og var tekin í notkun árið 1968. Ingibjörg Reynisdóttir er fædd og uppalin í Laugardalnum, býr þar enn og er ein þeirra fjölmörgu sem sleiktu sólina stíft í stúkunni á sínum tíma. Á meðfylgjandi mynd sést Ingibjörg einmitt í góðra vina hópi í stúkunni á sólríkum degi einhvern tímann í kringum 1987. „Þetta var ótrúlegt, ef þú komst of seint þá fékkstu varla sæti. Og hér voru vinirnir og kunningjarnir, við vinkonurnar í einu horninu og kannski skotnar í strákunum þarna, þetta var svona vandræðalegt,“ segir Ingibjörg kímin, þar sem fréttamaður hefur mælt sér mót við hana í stúkunni sjálfri. Farið var í skoðunarferð um stúkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Vaknar upp við vondan draum Viðhaldi á stúkunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi í gegnum árin og talsvert er síðan henni var lokað. Svört skýrsla um ástand stúkunnar var lögð fyrir borgarráð í fyrradag, þar sem mannvirkið er jafnvel metið hættulegt vegna skemmda. „Svo bara vaknar maður upp við vondan draum að hún sé bara ónýt og maður spyr sig: Hvað gerðist þarna? Hver sofnaði á verðinum? Hver ber ábyrgð á þessu? Þetta er algjör synd því þessi stúka er hjarta hverfisins, karakter hverfisins,“ segir Ingibjörg. Það blasir við að stúkan er mjög illa farin eins og segir í skýrslunni. Steypuskemmdir, rakaskemmdir, frostskemmdir, ryð; allt bar þetta fyrir augu fréttamanns sem skoðaði stúkuna ásamt tökumanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta mannvirki verður aldrei hægt að gera við á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslunni. Þó er tekið sérstaklega fram að stúkan muni „ekki hrynja að svo stöddu“ en ljóst þykir að áfram muni hrynja úr stúkunni, eins og fréttamaður sannreyndi í vettvangsferð sinni. Óvissa um framtíð stúkunnar Hönnunarsamkeppni um Laugardalslaugarsvæðið er í undirbúningi, þess vegna var skýrsla unnin um ástand stúkunnar, og framtíð hennar veltur því á niðurstöðum þeirrar keppni. Framhaldið er semsagt í algjörri óvissu. Ingibjörg áréttar að auk hins menningar- og sagnfræðilega gildis verji stúkan laugargesti til dæmis fyrir norðangarra. Hún vonar að allt kapp verði lagt á að forða því að stúkan verði rifin. „Persónulega fyrir mig væri það bara skelfilegt. Og ég veit að vinir mínir og þeir sem hafa alist hérna upp og verið hérna og stundað sundlaugina í gegnum árin þeim fyndist mikill sjónarsviptir af þessu.“
Sundlaugar Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira
Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01