Brennó, pönnukökubakstur og stígvélakast á landsmóti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2024 12:30 Mikil og góð stemning er á landsmótinu. Helgi Þór Gunnarsson Stígvélakast, brennó, pönnukökubakstur og frisbígolf eru meðal fjölmargra keppnisgreina á landsmóti 50 plús, sem fer nú fram um helgina í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum. Mikið líf er á staðnum og mikil stemning á meðal keppenda og áhorfenda. Um fjögurra daga landsmót er að ræða, sem hófst á fimmtudaginn og lýkur á morgun sunnudag. Það er Ungmennafélagið Þróttur, sem er 100 manna félag, ásamt Ungmennafélagi Íslands, sem standa að mótinu. Komið í mark og því fagnað á viðeigandi hátt.Helgi Þór Gunnarsson Petra Ruth Rúnarsdóttir er formaður Ungmennafélagsins Þróttar. „Við erum bara mjög ánægð og þakklát og þetta er búið að vera markmið síðan 2019 að halda svona landsmót. Upphaflega ætluðum við að halda mótið 2022 á afmælisárinu okkar þegar við vorum 90 ára en vegna Covid þurftum við að fresta því þannig að við eru mjög ánægð með að þetta sé loksins komið núna“, segir Petra. Petra Ruth Rúnarsdóttir, sem er formaður Ungmennafélagsins Þróttar.Helgi Þór Gunnarsson Setningarathöfn mótsins fór fram síðdegis í gær og svo var heilmikil dagskrá í gærkvöldi, meðal annars tvennir heimatónleikar. Og það er heilmikið um að vera í dag á landsmótinu. „Já, við byrjuðum morguninn á sundi klukkan 10:00. Svo verður pílukast og bridge fram eftir degi. Og svo verður pönnukökubakstur núna klukkan 14:00, frisbígolf, frjálsíþróttir og matar- og skemmtikvöld, þannig að það er bara pökkuð dagskrá í dag“, bætir Petra við. Línudans er hluti af dagskrá mótsins.Helgi Þór Gunnarsson Landsmótinu lýkur svo á morgun, sunnudag. Og svo morgundagurinn, sunnudagur, er það síðasti dagurinn eða hvað ? Heimamenn eru duglegir að taka þátt í móinu. Hér eru þau Júlía og Helgi, sem voru meðal annars með heimatónleika í garðinum sínum í gærkvöldi.Helgi Þór Gunnarsson „Já, það er síðasti dagurinn og mótsslit klukkan 14.00 og á morgun erum við með skák og pútt og svo erum við með stígvélakast og göngufótbolta og brennó, sem er opinn grein, sem allir mega taka þátt í,“ segir Petra sem hvetur fólk til að koma í Vogana um helgina og fylgjast með glæsilegu landsmóti 50 plús. Hér má sjá allt það helsta um landsmótið Ómar Bragi Stefánsson verkefnisstjóri landsmóta hjá Ungmennafélagi Íslands, sem er mjög ánægður með landsmótið í Vogunum.Helgi Þór Gunnarsson. Fylgst með á landsmótinu.Helgi Þór Gunnarsson Línudanshópur úr Reykjanesbæ.Helgi Þór Gunnarsson Vogar Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Um fjögurra daga landsmót er að ræða, sem hófst á fimmtudaginn og lýkur á morgun sunnudag. Það er Ungmennafélagið Þróttur, sem er 100 manna félag, ásamt Ungmennafélagi Íslands, sem standa að mótinu. Komið í mark og því fagnað á viðeigandi hátt.Helgi Þór Gunnarsson Petra Ruth Rúnarsdóttir er formaður Ungmennafélagsins Þróttar. „Við erum bara mjög ánægð og þakklát og þetta er búið að vera markmið síðan 2019 að halda svona landsmót. Upphaflega ætluðum við að halda mótið 2022 á afmælisárinu okkar þegar við vorum 90 ára en vegna Covid þurftum við að fresta því þannig að við eru mjög ánægð með að þetta sé loksins komið núna“, segir Petra. Petra Ruth Rúnarsdóttir, sem er formaður Ungmennafélagsins Þróttar.Helgi Þór Gunnarsson Setningarathöfn mótsins fór fram síðdegis í gær og svo var heilmikil dagskrá í gærkvöldi, meðal annars tvennir heimatónleikar. Og það er heilmikið um að vera í dag á landsmótinu. „Já, við byrjuðum morguninn á sundi klukkan 10:00. Svo verður pílukast og bridge fram eftir degi. Og svo verður pönnukökubakstur núna klukkan 14:00, frisbígolf, frjálsíþróttir og matar- og skemmtikvöld, þannig að það er bara pökkuð dagskrá í dag“, bætir Petra við. Línudans er hluti af dagskrá mótsins.Helgi Þór Gunnarsson Landsmótinu lýkur svo á morgun, sunnudag. Og svo morgundagurinn, sunnudagur, er það síðasti dagurinn eða hvað ? Heimamenn eru duglegir að taka þátt í móinu. Hér eru þau Júlía og Helgi, sem voru meðal annars með heimatónleika í garðinum sínum í gærkvöldi.Helgi Þór Gunnarsson „Já, það er síðasti dagurinn og mótsslit klukkan 14.00 og á morgun erum við með skák og pútt og svo erum við með stígvélakast og göngufótbolta og brennó, sem er opinn grein, sem allir mega taka þátt í,“ segir Petra sem hvetur fólk til að koma í Vogana um helgina og fylgjast með glæsilegu landsmóti 50 plús. Hér má sjá allt það helsta um landsmótið Ómar Bragi Stefánsson verkefnisstjóri landsmóta hjá Ungmennafélagi Íslands, sem er mjög ánægður með landsmótið í Vogunum.Helgi Þór Gunnarsson. Fylgst með á landsmótinu.Helgi Þór Gunnarsson Línudanshópur úr Reykjanesbæ.Helgi Þór Gunnarsson
Vogar Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira