„Frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 21:38 Jóhann Berg Guðmundsson í góðra manna hópi í leik kvöldsins. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson var léttur í bragði eftir sigur 1-0 Íslands gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann segir svona frammistöðu geta skilað Íslandi aftur á stórmót. „Frábær frammistaða hjá okkur, nákvæmlega það sem við vildum. Vissum auðvitað að þeir yrðu mikið með boltann, með frábæra leikmenn en við erum að byggja eitthvað hérna. Gríðarlega svekkjandi [að hafa ekki komist á EM] en með svona frammistöðu erum við að fara ennþá nær því að komast á stórmót. Frábær byrjun að koma á Wembley og vinna,“ sagði Jóhann eftir leik í samtali við Val Pál Eiríksson. Leikur kvöldsins var auðvitað bara æfingaleikur en engu að síður geta svona úrslit og frammistöður fleytt liðinu langt. „Við gleymum því ekki að þetta er æfingaleikur. Við þurfum að taka þessa frammistöðu inn í keppnisleikina. Við sýndum það í dag að við getum spilað frábæran fótbolta og varist gríðarlega vel líka. Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera.“ Þetta eru tveir leikir sem Jóhann hefur spilað við England á sínum ferli. Hann hefur unnið þá báða en bjóst alls ekki við því. „Nei alls ekki. Algjörlega frábært. Draumur okkar allra að spila á móti Englandi á velli eins og Wembley. Að koma hingað og vinna er auðvitað mjög sætt. Tveir leikir og tveir sigrar á móti þeim, það er ekki svo slæmt.“ Jóhann hefur leikið á Englandi mest allan sinn ferill og kallar landið sitt annað heimili. Strax eftir leik fóru skilaboð að berast frá fyrrum liðsfélögum hans í Burnley. „Það er auðvitað byrjað og þeir samgleðjast mér mikið. Mikið af ensku fólki sem sendi mér skilaboð. Það er frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið.“ Klippa: Jóhann Berg eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
„Frábær frammistaða hjá okkur, nákvæmlega það sem við vildum. Vissum auðvitað að þeir yrðu mikið með boltann, með frábæra leikmenn en við erum að byggja eitthvað hérna. Gríðarlega svekkjandi [að hafa ekki komist á EM] en með svona frammistöðu erum við að fara ennþá nær því að komast á stórmót. Frábær byrjun að koma á Wembley og vinna,“ sagði Jóhann eftir leik í samtali við Val Pál Eiríksson. Leikur kvöldsins var auðvitað bara æfingaleikur en engu að síður geta svona úrslit og frammistöður fleytt liðinu langt. „Við gleymum því ekki að þetta er æfingaleikur. Við þurfum að taka þessa frammistöðu inn í keppnisleikina. Við sýndum það í dag að við getum spilað frábæran fótbolta og varist gríðarlega vel líka. Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera.“ Þetta eru tveir leikir sem Jóhann hefur spilað við England á sínum ferli. Hann hefur unnið þá báða en bjóst alls ekki við því. „Nei alls ekki. Algjörlega frábært. Draumur okkar allra að spila á móti Englandi á velli eins og Wembley. Að koma hingað og vinna er auðvitað mjög sætt. Tveir leikir og tveir sigrar á móti þeim, það er ekki svo slæmt.“ Jóhann hefur leikið á Englandi mest allan sinn ferill og kallar landið sitt annað heimili. Strax eftir leik fóru skilaboð að berast frá fyrrum liðsfélögum hans í Burnley. „Það er auðvitað byrjað og þeir samgleðjast mér mikið. Mikið af ensku fólki sem sendi mér skilaboð. Það er frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið.“ Klippa: Jóhann Berg eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira