Elísabet kastaði 70,47 metra og bætti Íslandsmet sitt frá því í lok mars um 0,14 metra. Hún hefur bætt Íslandsmetið þrisvar sinnum á þessu tímabili.
Ekki nóg með að Elísabet hafi bætt Íslandsmetið í gær heldur tryggði kastið henni sigur á mótinu.
Elísabet heldur nú til Rómar þar sem hún tekur þátt á EM. Hún keppir í sleggjukastskeppninni á sunnudaginn ásamt Guðrúnu Karítas Hallgrímsdóttur.