Þrír í enska hópnum voru í Nice: „Það var sjokk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 15:30 Arnór Ingvi (t.v.) verður í hópnum í kvöld. Hann fagnaði vel, líkt og aðrir, í Nice 2016. Getty Þrír standa eftir úr leikmannahópi enska landsliðsins frá frægu tapi liðsins fyrir Íslandi í Nice á EM 2016. Aðrir muna vel eftir tapinu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Þetta fræga tap Englands, sem gjarnan var líkt við tap fyrir Coventry, enda íbúafjöldi svipaður í ensku borginni á við Ísland, er einnig á meðal fræknari sigra Íslands. Ef ekki sá fræknasti. Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, spilaði leikinn sem markaði endalok stjóratíðar Roy Hodgson með enska liðið. Kyle Walker spilaði leikinn sömuleiðis og þá var John Stones allan tímann á varamannabekknum. Þetta eru einu þrír leikmenn enska liðsins sem eru á leið á EM í Þýskalandi í sumar. Southgate man vel til þess að hafa horft á leikinn í Nice og átt erfitt kvöld.Vísir/Ívar „Þetta var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta,“ sagði Southgate í samtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld um leikinn 2016. „Það var sjokk,“ sagði Declan Rice, leikmaður enska liðsins, en báðir muna til þess að hafa séð martröð Englands í Nice. Miklar breytingar hafa orðið frá því að Gareth Southgate tók við liðinu af Hodgson í kjölfar þessa taps. Þá hefur Southgate einnig tekið óvæntar og umdeildar ákvarðanir í liðsvali fyrir komandi mót. Raheem Sterling var í leikmannahópnum í Nice og hefur síðan tekið þátt á HM 2018 og 2022 auk EM 2020, en hann var ekki einu sinni í 32 manna æfingahóp Englands fyrir komandi Evrópumót. James Maddison og Jack Grealish heltust úr lestinni í gær og eru ekki í 26 manna hópnum sem heldur til Þýskalands. Líkt og hjá Englendingum eru þrír Íslendingar í leikmannahópnum fyrir leik kvöldsins á Wembley. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason spiluðu leikinn og Sverrir Ingi Ingason sat á varamannabekknum í Nice. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur í opinni dagskrá beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Þetta fræga tap Englands, sem gjarnan var líkt við tap fyrir Coventry, enda íbúafjöldi svipaður í ensku borginni á við Ísland, er einnig á meðal fræknari sigra Íslands. Ef ekki sá fræknasti. Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, spilaði leikinn sem markaði endalok stjóratíðar Roy Hodgson með enska liðið. Kyle Walker spilaði leikinn sömuleiðis og þá var John Stones allan tímann á varamannabekknum. Þetta eru einu þrír leikmenn enska liðsins sem eru á leið á EM í Þýskalandi í sumar. Southgate man vel til þess að hafa horft á leikinn í Nice og átt erfitt kvöld.Vísir/Ívar „Þetta var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta,“ sagði Southgate í samtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld um leikinn 2016. „Það var sjokk,“ sagði Declan Rice, leikmaður enska liðsins, en báðir muna til þess að hafa séð martröð Englands í Nice. Miklar breytingar hafa orðið frá því að Gareth Southgate tók við liðinu af Hodgson í kjölfar þessa taps. Þá hefur Southgate einnig tekið óvæntar og umdeildar ákvarðanir í liðsvali fyrir komandi mót. Raheem Sterling var í leikmannahópnum í Nice og hefur síðan tekið þátt á HM 2018 og 2022 auk EM 2020, en hann var ekki einu sinni í 32 manna æfingahóp Englands fyrir komandi Evrópumót. James Maddison og Jack Grealish heltust úr lestinni í gær og eru ekki í 26 manna hópnum sem heldur til Þýskalands. Líkt og hjá Englendingum eru þrír Íslendingar í leikmannahópnum fyrir leik kvöldsins á Wembley. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason spiluðu leikinn og Sverrir Ingi Ingason sat á varamannabekknum í Nice. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur í opinni dagskrá beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31