Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 23:33 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins (PVV), greiðir atkvæði í Evrópuþingskosningunum í Hollandi. Flokkur hans fékk engan þingmann fyrir fimm árum en virðist ætla að fá sjö, einum færri en bandalag vinstrimanna og græningja. AP/Peter Dejong Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kjósa til 720 sæta á Evrópuþinginu á næstu dögum, flest þeirra á sunnudag. Fátækt, lýðheilsa, efnahagsmál og öryggismál eru sögð brenna helst á evrópskum kjósendum að þessu sinni. Þjóðernis- og popúlískum flokkum af fjarhægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið verulega ásmegin á þinginu á undanförnum árum. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra eigi eftir að skreppa saman í kosningunum nú. Þrátt fyrir að útgönguspár í Hollandi bendi til þess að bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna vinni flest Evrópuþingsæti landsins bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Skilaboð sem að minnsta kosti margir hollenskir kjósendur sendu í dag voru að þeir vilji öðruvísi Evrópusamband og að þeir vilji sterkari þjóðríki. Ekki meiri valdatilfærsla til Evrópu, heldur andstæðan,“ sagði sigurreifur Wilders. Endanleg úrslit frá Hollandi verða ekki birt fyrr en kosningunum er lokið alls staðar á sunnudag. Evrópska vinstrið sagt við slæma heilsu Ef marka má kannanir gætu flokkar af ysta hægri jaðrinum bætt við sig meira en tuttugu þingsætum frá síðustu kosningum árið 2019. Það gerist þrátt fyrir klofning í þingflokki þeirra þar sem Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagsflokkur Matteo Salvini á Ítalíu úthýstu Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) vegna ummæla oddvita flokksins um SS-sveitir nasista. Búist er við að ítölsku og frönsku flokkarnir bæti vel við sig og AfD gæti jafnvel náð næstflestum þingsætum Þýskalands, fleiri en stjórnarflokkur Olafs Scholz, kanslara, að sögn Politico. Á sama tíma eru vinstri- og vinstrimiðflokkar í Evrópu sagðir í úlfakreppu. Þeir eru aðeins við völd í fjórum aðildarríkjum sambandsins og hafa staðið sig illa í kosningum undanfarið. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Marc Lazar, frönskum prófessor í stjórnmálasögu, að evrópska vinstrið sé við „slæma heilsu“. „Í langan tíma höfum við ekki séð mikla leiðtoga af vinstri vængnum eins og Tony Blair, Gerhard Schröder eða Francois Mitterand. Þegar við hugsum um forystu í Evrópu hugsum við um Orban, Meloni, Le Pen,“ segir Lazar og vísar til leiðtoga fjarhægri og popúlískra flokka í Ungverjalandi, Ítalíu og Frakklandi. Evrópusambandið Holland Tengdar fréttir Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kjósa til 720 sæta á Evrópuþinginu á næstu dögum, flest þeirra á sunnudag. Fátækt, lýðheilsa, efnahagsmál og öryggismál eru sögð brenna helst á evrópskum kjósendum að þessu sinni. Þjóðernis- og popúlískum flokkum af fjarhægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið verulega ásmegin á þinginu á undanförnum árum. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra eigi eftir að skreppa saman í kosningunum nú. Þrátt fyrir að útgönguspár í Hollandi bendi til þess að bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna vinni flest Evrópuþingsæti landsins bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Skilaboð sem að minnsta kosti margir hollenskir kjósendur sendu í dag voru að þeir vilji öðruvísi Evrópusamband og að þeir vilji sterkari þjóðríki. Ekki meiri valdatilfærsla til Evrópu, heldur andstæðan,“ sagði sigurreifur Wilders. Endanleg úrslit frá Hollandi verða ekki birt fyrr en kosningunum er lokið alls staðar á sunnudag. Evrópska vinstrið sagt við slæma heilsu Ef marka má kannanir gætu flokkar af ysta hægri jaðrinum bætt við sig meira en tuttugu þingsætum frá síðustu kosningum árið 2019. Það gerist þrátt fyrir klofning í þingflokki þeirra þar sem Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagsflokkur Matteo Salvini á Ítalíu úthýstu Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) vegna ummæla oddvita flokksins um SS-sveitir nasista. Búist er við að ítölsku og frönsku flokkarnir bæti vel við sig og AfD gæti jafnvel náð næstflestum þingsætum Þýskalands, fleiri en stjórnarflokkur Olafs Scholz, kanslara, að sögn Politico. Á sama tíma eru vinstri- og vinstrimiðflokkar í Evrópu sagðir í úlfakreppu. Þeir eru aðeins við völd í fjórum aðildarríkjum sambandsins og hafa staðið sig illa í kosningum undanfarið. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Marc Lazar, frönskum prófessor í stjórnmálasögu, að evrópska vinstrið sé við „slæma heilsu“. „Í langan tíma höfum við ekki séð mikla leiðtoga af vinstri vængnum eins og Tony Blair, Gerhard Schröder eða Francois Mitterand. Þegar við hugsum um forystu í Evrópu hugsum við um Orban, Meloni, Le Pen,“ segir Lazar og vísar til leiðtoga fjarhægri og popúlískra flokka í Ungverjalandi, Ítalíu og Frakklandi.
Evrópusambandið Holland Tengdar fréttir Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39