„Við erum búnir. Það voru einhverjar glæður í skorsteini og við erum búin að slökkva og erum að pakka saman. Tveir af fjórum slökkvibílum eru farnir af vettvangi og hinir eru að pakka saman,“ segir Lárus Steindór Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki var þörf á því að reykræsta veitingastaðinn og voru engar skemmdir.
„Þeir sprautuðu vatni upp í skorsteininn og það dugði til.“

Lárus segir að þegar slíkar tilkynningar berist þá sé allt tiltækt lið sent á staðinn.
„Við fáum tilkynningu um að það sé eldur á veitingastaðnum og þá er allt tiltækt lið sent á staðinn. Það fóru allir bílar á staðinn en það var bara mannskapur í vinnu af tveimur af fjórum bílum.“
Fréttin hefur verið uppfærð.