Fleiri karlar en konur sóttu um nám í HR Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2024 15:56 Háskólinn í Reykjavík er nú eini háskólinn á landinu sem er fjármagnaður að hluta til með skólagjöldum. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í Háskólanum í Reykjavík en fyrir haustönn þessa árs. Heildarfjöldi umsókna, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4400 en var um 4200 síðasta vor. Um 53 prósent umsækenda voru karlar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HR. Umsóknarfrestur um grunnnám rann út í flestum háskólum landsins í gær. Fram kemur að umsóknarfrestur um meistaranám í HR hafi runnið út 30. apríl en opið sé fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni til 15. júní. Því séu líkur á að heildartala umsókna hækki enn. Fjöldi umsókna í grunnnám, meistaranám og doktorsnám séu á pari við síðasta ár, en þá hafi til dæmis umsóknum í grunnnám fjölgað mikið. Þá kemur fram að umsóknum um skiptinám og nám í Háskólagrunni fjölgi í ár. Það séu ívið fleiri karlar á meðal umsækjenda eða um 53 prósent. Flestar umsóknir bárust um nám við viðskipta- og hagfræðideild og fjölgar umsóknum þar á milli ára um tæp fjögur prósent. Næstflestar umsóknir bárust um nám við verkfræðideild þar sem umsóknum fjölgar um tæp sextán prósent á milli ára. Þá fjölgaði umsóknum um nám við iðn- og tæknifræðideild um rúm tíu prósent. „Það er mjög gleðilegt fyrir okkur í HR að sjá umsóknum fjölga eftir krefjandi vetur og ekki síst í ljósi þess að við erum nú eini háskólinn á Íslandi sem er fjármagnaður að hluta með skólagjöldum. Ég lít svo á að þetta sé einn besti vitnisburðurinn um það góða starf sem fer hér fram þar sem við leggjum allt okkar í að veita nemendum framúrskarandi menntun ásamt góðri og persónulegri þjónustu við bestu mögulegu aðstæður, þar sem allt er undir einu þaki,“ er haft eftir Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík. Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HR. Umsóknarfrestur um grunnnám rann út í flestum háskólum landsins í gær. Fram kemur að umsóknarfrestur um meistaranám í HR hafi runnið út 30. apríl en opið sé fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni til 15. júní. Því séu líkur á að heildartala umsókna hækki enn. Fjöldi umsókna í grunnnám, meistaranám og doktorsnám séu á pari við síðasta ár, en þá hafi til dæmis umsóknum í grunnnám fjölgað mikið. Þá kemur fram að umsóknum um skiptinám og nám í Háskólagrunni fjölgi í ár. Það séu ívið fleiri karlar á meðal umsækjenda eða um 53 prósent. Flestar umsóknir bárust um nám við viðskipta- og hagfræðideild og fjölgar umsóknum þar á milli ára um tæp fjögur prósent. Næstflestar umsóknir bárust um nám við verkfræðideild þar sem umsóknum fjölgar um tæp sextán prósent á milli ára. Þá fjölgaði umsóknum um nám við iðn- og tæknifræðideild um rúm tíu prósent. „Það er mjög gleðilegt fyrir okkur í HR að sjá umsóknum fjölga eftir krefjandi vetur og ekki síst í ljósi þess að við erum nú eini háskólinn á Íslandi sem er fjármagnaður að hluta með skólagjöldum. Ég lít svo á að þetta sé einn besti vitnisburðurinn um það góða starf sem fer hér fram þar sem við leggjum allt okkar í að veita nemendum framúrskarandi menntun ásamt góðri og persónulegri þjónustu við bestu mögulegu aðstæður, þar sem allt er undir einu þaki,“ er haft eftir Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík.
Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira