Hvað á ég að gera við barnið mitt? Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir skrifar 6. júní 2024 14:01 Ég hef haft áhyggjur af dagvistun frá því ég fékk staðfestingu á því að ég væri ólétt. Frá því áður en við maðurinn minn fórum að segja fólki í kringum okkur að von væri á barni þá hefur blundað í mér kvíði varðandi leikskólamál í Reykjavík. Vitiði hvað það er fáránlegt að þurfa að líða svona? Barnið okkar er fætt 10. mars 2023. Við erum þess vegna tíu dögum frá því að vera svo heppinn að detta inn á þann innritunaraldur sem Reykjavíkurborg treystir sér til að vinna með núna í úthlutun leikskólaplássa. Börn þurfa að vera orðin 18 mánaða 1. september til að eiga minnsta möguleika á að fá leikskólavist. Barnið okkar verður 18. mánaða 10. september. Við sendum inn umsókn um leikskóla 27. mars 2023, með 17 daga gamalt barn, því ég, í gegnum móðu svefnsleysis og hormónaþoku nýbakaðrar móður og varla búin að læra kennitölu barnsins utan að, var með það á hreinu að þetta þyrfti að gerast fljótt, við mættum engan tíma missa, senda inn umsókn um leikskólapláss strax! Svo kom reyndar á daginn að það skiptir engu máli hvenær umsókn er send inn, þetta hefur allt með kennitöluna að gera. En kennitalan okkar er ekki nógu góð, það munar jú þarna þessum tíu dögum. Ferlið og upplýsingagjöf í tengslum við að sækja um leikskólapláss er svo ógagnsætt, mér líður eins og það sé þarna eitthvað kerfi sem ég bara næ ekki að hakka, ég missti alveg af tímanum í skóla þegar kennt var hvernig ætti að koma barni inn á leikskóla. Leikskólamál og hvernig er staðið að ferli um dagvistun barna í Reykjavík eru einhver sá fáránlegasti farsi sem ég veit um. Gallinn er sá að farsi á yfirleitt að vera fyndinn en það er akkúrat ekki neitt fyndið við stöðuna eins og hún er. Þvílíkur streituvaldur sem það er að vita ekki neitt hvernig við foreldrarnir förum að því að stunda fulla vinnu næsta haust þegar allt sem heitir fæðingarorlof, sumarfrí og þess háttar púsl er búið. Það er algerlega súrrealískt að eins einfaldur hlutur og það að geta ekki gengið að því vissu að barnið manns geti fengið dagvistun við ákveðinn aldur, ef þess er óskað, sé þess valdandi að ég sé með kvíðahnút í maganum og verð taugastrekkt þegar ég hugsa um hvað við eigum að gera við barnið okkar næsta haust? Ég trúði því raunverulega þegar því var lofað um árið að öll börn hvers foreldrar sæktust eftir leikskólaplássi við 12 mánaða aldur fengju pláss fyrir barnið sitt. Ég trúði því raunverulega að þetta væri á dagskrá og það hafði áhrif á hvernig ég kaus á sínum tíma. Mér finnst atkvæði mínu ekki hafa verið vel varið. Svo kom nú aldeilis fín lausn fyrr í vor. Leikskólareiknir! Fyrirgefið, en sú (eflaust fokdýra) stafræna lausn gerði ekkert nema flækja málin. Ég þurfti að margspyrja í kringum mig til að skilja hvernig leikskólareiknirinn virkaði og reiknirinn gerði lítið annað en að segja manni með síbreytilegum tölum hversu ótrúlega vonlaust það yrði að fá pláss fyrir barnið á leikskóla næsta haust. Svo voru auðvitað hreyfingar á tölum endalaust í reikninum og ekkert að marka tölur á því leikskólavali sem við gerðum því næsta dag stóð eitthvað allt annað, því aðrir foreldrar voru auðvitað að reyna að besta kerfið og finna út hvar á stór-Reykjavíkursvæðinu væri mögulega séns á því að barnið kæmist kannski inn. Eftirgrennslan hjá leikskólainnritun hjá Reykjavíkurborg, athugið að ég þurfti sjálf að hafa samband og spyrja þegar stóru úthlutun var lokið, ekki er haft samband við okkur að fyrra bragði til upplýsa um stöðu umsóknar, leiddi í ljós að „Það er ólíklegt að hægt verði að lækka úthlutunar aldurinn á almennum leikskólum fyrir komandi skóla ár.“ Ólíklegt. Ekki útilokað, heldur ólíklegt. Okkur var ennfremur bent á dagforeldra og einkarekna leikskóla í Reykjavík. Það eru engin laus pláss hjá neinu dagforeldri í Reykjavík, ekki eitt einasta. Ekki skrítið þar sem dagforeldrakerfið hrundi við loforð borgarinnar um leikskólavist barna við 12 mánaða aldur. Sjálfstæðir leikskólar taka sumir hverjir ekki lengur við umsóknum á biðlista hjá sér því þeir eru komnir með svo langa biðlista nú þegar. Ég fékk áfall. Það er oft talað um að ganga í gegnum fimm skref eftir missi sem geta verið þessi: Afneitun: Til dæmis sjokk, doði, vantrú, ringulreið. -Ég trúði þessu ekki. Ha? Getur það raunverulega verið að okkur standi engin dagvistun til boða? Getur það raunverulega verið að barnið mitt komist ekki inn á leikskóla í haust? Reiði: Til dæmis sektarkennd eða ásökun gaghvart öðrum sem kennt er um missinn. -Hvað er að hjá borgarstjórn? Hvernig er hægt að vera svona ógeðslega léleg í að reka borg? Gerir borgarstjórn sér enga grein fyrir þeim afleiddu áhrifum á samfélagið sem það hefur ef barn fær ekki leikskólapláss? Streita foreldra, samtal við vinnuveitendur um heimavinnu ef hægt er, örþreyttir foreldrar að biðla til sinna foreldra sem komin eru á eftirlaun um pass, reyna að fá einhvern annan til að koma og vera með barnið dagpart eða bara einhver lausn einhvern veginn? Depurð: Til dæmis þreyta, vonleysi, hjálparleysi. Upplifun af því að missa framtíðarsýn eða finna fyrir einangrun eða einmanaleika. -Ég þurfti að gráta í gær yfir því hvað ég upplifði mikið vonleysi í þessum aðstæðum. Var að vinna og þurfti bara að skæla smá fyrir framan tölvuna. Út af umsókn um leikskólapláss. Er þetta eðlilegt? Uppgjör eða endurmat: Hugsanir eins og „ef ég bara hefði gert eitthvað öðruvísi“ -Ef við hefðum sett leikskóla á Kjalarnesi í fyrsta val í leikskólaumsókn þá hefðum við kannski átt séns á plássi, sé ég núna. Mögulega. Kannski. Ég veit það samt ekki. En mér finnst eins ég hefði einhvern veginn átt að vita og gera betur. Sátt: Það þýðir ekki að við séum ánægð með stöðuna en þetta stig snýst um að sætta sig við aðstæðurnar og vera tilbúinn að halda áfram eftir missinn -Hingað er ég alls ekki komin en við foreldrarnir erum orðin frekar örvæntingarfull og erum mjög mikið að reyna að finna út úr því hvernig við leysum næsta árið, þ.e. þangað til barnið okkar kemst (vonandi) inn á leikskóla haustið 2025. Tillögur að lausnum sem ég hef fengið frá fólki í kringum mig þegar ég hef rætt þessi mál, algerlega í öngum mínum, eru: Fara að vinna á leikskóla. Fá mér au- pair. Flytja í annað sveitafélag. Þetta eru alvöru tillögur frá vel meinandi fólki en ég er nú þegar í vinnu sem mér líkar bara býsna vel við, maðurinn minn líka nota bene, og hvar á au-pair að búa þegar við erum búin að selja húsið til að flytja í annað sveitafélag til að fá mögulega pláss á leikskóla og á ég þá að byrja að vinna á leikskóla þar? Því fer fjarri að við maðurinn minn séum einu foreldrarnir í þessari stöðu en foreldrar ungra barna eru því miður ekki sterkasti þrýstihópurinn á þau sem ráða. Við foreldrar ungra barna erum þegar þreytt. Við eigum yndisleg, fjörug lítil börn sem eru frábær og borgarstjórn er að gera okkur tilvist þeirra miklu erfiðari en hún þarf að vera með því að styðja ekki betur við okkur foreldra í dagvistunarmálum en hún gerir. Næsta laugardag 8. júní býður borgarstjórn Reykjavíkur til opins borgaraþings. Markmið borgaraþingsins er að skapa vettvang sem hvetji til opinnar umræðu og skoðanaskipta um þjónustu við börn á aldrinum 0-6 ára. Á borgaraþinginu verður unnið í umræðum á borðum, sérstaklega verður hvatt til umræðna um eftirfarandi atriði sem tengjast þjónustu við börn og barnafjölskyldur: 1. Barnvænt borgarumhverfi 2. Fjölbreyttar fjölskyldugerðir og þjónusta við þær 3. Dagvistun - leikskólar og dagforeldrar 4. Umönnunarbil á milli fæðingarorlofs og dagvistunar 5. Farsæld barna og aðgengi að velferðarþjónustu Spurningar sem bornar verða upp í umræðum á borðum eru eftirfarandi: 1. Hvað er jákvætt við þjónustuna og kerfið okkar í dag sem þarf að vernda og ýta enn frekar undir? 2. Hvernig er hægt að koma betur til móts við börn og barnafjölskyldur með nýjum leiðum eða breyttri nálgun í þjónustu? Ég ætla að sjálfstögðu að mæta, því ég hef svo ofboðslega mikinn frítíma og auka orku sem foreldri 15 mánaða orkubolta, og leggja mitt til málanna. Reyndar get ég sparað Reykjavíkurborg einhvern tíma og fyrirhöfn með því að svara þessum tveimur spurningum fyrir alveg strax. 1. Hvað er jákvætt við þjónustuna og kerfið okkar í dag sem þarf að vernda og ýta enn frekar undir? - Þjónustan og kerfið í kringum dagvistun virkar ekki. Samkvæmt minni reynslu er því ekkert í augnablikinu sem þarf að vernda eða ýta frekar undir. Þið eruð ekki að stuðla að farsæld barna með því að hafa foreldra þeirra undirlagða af streitu og áhyggjum af því hvar í veröldinni barnið þeirra eigi að vera svo þeir geti stundað vinnu. 2. Hvernig er hægt að koma betur til móts við börn og barnafjölskyldur með nýjum leiðum eða breyttri nálgun í þjónustu? -Skipuleggið ykkur betur. Í alvöru. Hagstofan getur látið ykkur í té fjöldra fædda barna á hvaða tímabili fyrir sig og örugglega hægt að sjá hvar þau búa. Það á ekki að koma á óvart hversu mörg börn þurfa leikskólapláss hvert haustið. -Bjóðið fólki leikskólapláss í því hverfi sem fólk óskar eftir svo foreldrar eða aðrir forráðamenn þurfi ekki að keyra borgina þvera og endilanga og auka með því umferðarþunga og stuðla að erfiðari samgöngum. -Sjáið til þess að störf leikskólakennara séu betur launuð og starfsumhverfi þeirra sé sem á best verður kosið. Ef þið ætlið að manna stöður, sem er að sjálfsögðu grunnforsenda fyrir því að geta haldið úti faglegu starfi á þessu mikilvæga fyrsta skólastigi, þá ættuð þið að byrja þar, að mínu mati. Í alvöru, Reykjavíkurborg, af hverju standið þið ekki betur að þessum málum? Hvað á ég svo að gera við barnið mitt? Höfundur er deildarfulltrúi og verkefnastjóri listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hef haft áhyggjur af dagvistun frá því ég fékk staðfestingu á því að ég væri ólétt. Frá því áður en við maðurinn minn fórum að segja fólki í kringum okkur að von væri á barni þá hefur blundað í mér kvíði varðandi leikskólamál í Reykjavík. Vitiði hvað það er fáránlegt að þurfa að líða svona? Barnið okkar er fætt 10. mars 2023. Við erum þess vegna tíu dögum frá því að vera svo heppinn að detta inn á þann innritunaraldur sem Reykjavíkurborg treystir sér til að vinna með núna í úthlutun leikskólaplássa. Börn þurfa að vera orðin 18 mánaða 1. september til að eiga minnsta möguleika á að fá leikskólavist. Barnið okkar verður 18. mánaða 10. september. Við sendum inn umsókn um leikskóla 27. mars 2023, með 17 daga gamalt barn, því ég, í gegnum móðu svefnsleysis og hormónaþoku nýbakaðrar móður og varla búin að læra kennitölu barnsins utan að, var með það á hreinu að þetta þyrfti að gerast fljótt, við mættum engan tíma missa, senda inn umsókn um leikskólapláss strax! Svo kom reyndar á daginn að það skiptir engu máli hvenær umsókn er send inn, þetta hefur allt með kennitöluna að gera. En kennitalan okkar er ekki nógu góð, það munar jú þarna þessum tíu dögum. Ferlið og upplýsingagjöf í tengslum við að sækja um leikskólapláss er svo ógagnsætt, mér líður eins og það sé þarna eitthvað kerfi sem ég bara næ ekki að hakka, ég missti alveg af tímanum í skóla þegar kennt var hvernig ætti að koma barni inn á leikskóla. Leikskólamál og hvernig er staðið að ferli um dagvistun barna í Reykjavík eru einhver sá fáránlegasti farsi sem ég veit um. Gallinn er sá að farsi á yfirleitt að vera fyndinn en það er akkúrat ekki neitt fyndið við stöðuna eins og hún er. Þvílíkur streituvaldur sem það er að vita ekki neitt hvernig við foreldrarnir förum að því að stunda fulla vinnu næsta haust þegar allt sem heitir fæðingarorlof, sumarfrí og þess háttar púsl er búið. Það er algerlega súrrealískt að eins einfaldur hlutur og það að geta ekki gengið að því vissu að barnið manns geti fengið dagvistun við ákveðinn aldur, ef þess er óskað, sé þess valdandi að ég sé með kvíðahnút í maganum og verð taugastrekkt þegar ég hugsa um hvað við eigum að gera við barnið okkar næsta haust? Ég trúði því raunverulega þegar því var lofað um árið að öll börn hvers foreldrar sæktust eftir leikskólaplássi við 12 mánaða aldur fengju pláss fyrir barnið sitt. Ég trúði því raunverulega að þetta væri á dagskrá og það hafði áhrif á hvernig ég kaus á sínum tíma. Mér finnst atkvæði mínu ekki hafa verið vel varið. Svo kom nú aldeilis fín lausn fyrr í vor. Leikskólareiknir! Fyrirgefið, en sú (eflaust fokdýra) stafræna lausn gerði ekkert nema flækja málin. Ég þurfti að margspyrja í kringum mig til að skilja hvernig leikskólareiknirinn virkaði og reiknirinn gerði lítið annað en að segja manni með síbreytilegum tölum hversu ótrúlega vonlaust það yrði að fá pláss fyrir barnið á leikskóla næsta haust. Svo voru auðvitað hreyfingar á tölum endalaust í reikninum og ekkert að marka tölur á því leikskólavali sem við gerðum því næsta dag stóð eitthvað allt annað, því aðrir foreldrar voru auðvitað að reyna að besta kerfið og finna út hvar á stór-Reykjavíkursvæðinu væri mögulega séns á því að barnið kæmist kannski inn. Eftirgrennslan hjá leikskólainnritun hjá Reykjavíkurborg, athugið að ég þurfti sjálf að hafa samband og spyrja þegar stóru úthlutun var lokið, ekki er haft samband við okkur að fyrra bragði til upplýsa um stöðu umsóknar, leiddi í ljós að „Það er ólíklegt að hægt verði að lækka úthlutunar aldurinn á almennum leikskólum fyrir komandi skóla ár.“ Ólíklegt. Ekki útilokað, heldur ólíklegt. Okkur var ennfremur bent á dagforeldra og einkarekna leikskóla í Reykjavík. Það eru engin laus pláss hjá neinu dagforeldri í Reykjavík, ekki eitt einasta. Ekki skrítið þar sem dagforeldrakerfið hrundi við loforð borgarinnar um leikskólavist barna við 12 mánaða aldur. Sjálfstæðir leikskólar taka sumir hverjir ekki lengur við umsóknum á biðlista hjá sér því þeir eru komnir með svo langa biðlista nú þegar. Ég fékk áfall. Það er oft talað um að ganga í gegnum fimm skref eftir missi sem geta verið þessi: Afneitun: Til dæmis sjokk, doði, vantrú, ringulreið. -Ég trúði þessu ekki. Ha? Getur það raunverulega verið að okkur standi engin dagvistun til boða? Getur það raunverulega verið að barnið mitt komist ekki inn á leikskóla í haust? Reiði: Til dæmis sektarkennd eða ásökun gaghvart öðrum sem kennt er um missinn. -Hvað er að hjá borgarstjórn? Hvernig er hægt að vera svona ógeðslega léleg í að reka borg? Gerir borgarstjórn sér enga grein fyrir þeim afleiddu áhrifum á samfélagið sem það hefur ef barn fær ekki leikskólapláss? Streita foreldra, samtal við vinnuveitendur um heimavinnu ef hægt er, örþreyttir foreldrar að biðla til sinna foreldra sem komin eru á eftirlaun um pass, reyna að fá einhvern annan til að koma og vera með barnið dagpart eða bara einhver lausn einhvern veginn? Depurð: Til dæmis þreyta, vonleysi, hjálparleysi. Upplifun af því að missa framtíðarsýn eða finna fyrir einangrun eða einmanaleika. -Ég þurfti að gráta í gær yfir því hvað ég upplifði mikið vonleysi í þessum aðstæðum. Var að vinna og þurfti bara að skæla smá fyrir framan tölvuna. Út af umsókn um leikskólapláss. Er þetta eðlilegt? Uppgjör eða endurmat: Hugsanir eins og „ef ég bara hefði gert eitthvað öðruvísi“ -Ef við hefðum sett leikskóla á Kjalarnesi í fyrsta val í leikskólaumsókn þá hefðum við kannski átt séns á plássi, sé ég núna. Mögulega. Kannski. Ég veit það samt ekki. En mér finnst eins ég hefði einhvern veginn átt að vita og gera betur. Sátt: Það þýðir ekki að við séum ánægð með stöðuna en þetta stig snýst um að sætta sig við aðstæðurnar og vera tilbúinn að halda áfram eftir missinn -Hingað er ég alls ekki komin en við foreldrarnir erum orðin frekar örvæntingarfull og erum mjög mikið að reyna að finna út úr því hvernig við leysum næsta árið, þ.e. þangað til barnið okkar kemst (vonandi) inn á leikskóla haustið 2025. Tillögur að lausnum sem ég hef fengið frá fólki í kringum mig þegar ég hef rætt þessi mál, algerlega í öngum mínum, eru: Fara að vinna á leikskóla. Fá mér au- pair. Flytja í annað sveitafélag. Þetta eru alvöru tillögur frá vel meinandi fólki en ég er nú þegar í vinnu sem mér líkar bara býsna vel við, maðurinn minn líka nota bene, og hvar á au-pair að búa þegar við erum búin að selja húsið til að flytja í annað sveitafélag til að fá mögulega pláss á leikskóla og á ég þá að byrja að vinna á leikskóla þar? Því fer fjarri að við maðurinn minn séum einu foreldrarnir í þessari stöðu en foreldrar ungra barna eru því miður ekki sterkasti þrýstihópurinn á þau sem ráða. Við foreldrar ungra barna erum þegar þreytt. Við eigum yndisleg, fjörug lítil börn sem eru frábær og borgarstjórn er að gera okkur tilvist þeirra miklu erfiðari en hún þarf að vera með því að styðja ekki betur við okkur foreldra í dagvistunarmálum en hún gerir. Næsta laugardag 8. júní býður borgarstjórn Reykjavíkur til opins borgaraþings. Markmið borgaraþingsins er að skapa vettvang sem hvetji til opinnar umræðu og skoðanaskipta um þjónustu við börn á aldrinum 0-6 ára. Á borgaraþinginu verður unnið í umræðum á borðum, sérstaklega verður hvatt til umræðna um eftirfarandi atriði sem tengjast þjónustu við börn og barnafjölskyldur: 1. Barnvænt borgarumhverfi 2. Fjölbreyttar fjölskyldugerðir og þjónusta við þær 3. Dagvistun - leikskólar og dagforeldrar 4. Umönnunarbil á milli fæðingarorlofs og dagvistunar 5. Farsæld barna og aðgengi að velferðarþjónustu Spurningar sem bornar verða upp í umræðum á borðum eru eftirfarandi: 1. Hvað er jákvætt við þjónustuna og kerfið okkar í dag sem þarf að vernda og ýta enn frekar undir? 2. Hvernig er hægt að koma betur til móts við börn og barnafjölskyldur með nýjum leiðum eða breyttri nálgun í þjónustu? Ég ætla að sjálfstögðu að mæta, því ég hef svo ofboðslega mikinn frítíma og auka orku sem foreldri 15 mánaða orkubolta, og leggja mitt til málanna. Reyndar get ég sparað Reykjavíkurborg einhvern tíma og fyrirhöfn með því að svara þessum tveimur spurningum fyrir alveg strax. 1. Hvað er jákvætt við þjónustuna og kerfið okkar í dag sem þarf að vernda og ýta enn frekar undir? - Þjónustan og kerfið í kringum dagvistun virkar ekki. Samkvæmt minni reynslu er því ekkert í augnablikinu sem þarf að vernda eða ýta frekar undir. Þið eruð ekki að stuðla að farsæld barna með því að hafa foreldra þeirra undirlagða af streitu og áhyggjum af því hvar í veröldinni barnið þeirra eigi að vera svo þeir geti stundað vinnu. 2. Hvernig er hægt að koma betur til móts við börn og barnafjölskyldur með nýjum leiðum eða breyttri nálgun í þjónustu? -Skipuleggið ykkur betur. Í alvöru. Hagstofan getur látið ykkur í té fjöldra fædda barna á hvaða tímabili fyrir sig og örugglega hægt að sjá hvar þau búa. Það á ekki að koma á óvart hversu mörg börn þurfa leikskólapláss hvert haustið. -Bjóðið fólki leikskólapláss í því hverfi sem fólk óskar eftir svo foreldrar eða aðrir forráðamenn þurfi ekki að keyra borgina þvera og endilanga og auka með því umferðarþunga og stuðla að erfiðari samgöngum. -Sjáið til þess að störf leikskólakennara séu betur launuð og starfsumhverfi þeirra sé sem á best verður kosið. Ef þið ætlið að manna stöður, sem er að sjálfsögðu grunnforsenda fyrir því að geta haldið úti faglegu starfi á þessu mikilvæga fyrsta skólastigi, þá ættuð þið að byrja þar, að mínu mati. Í alvöru, Reykjavíkurborg, af hverju standið þið ekki betur að þessum málum? Hvað á ég svo að gera við barnið mitt? Höfundur er deildarfulltrúi og verkefnastjóri listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar