Langar að taka eitt ár í viðbót í Katar: „Ekki hættur með landsliðinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2024 14:02 Aron Einar á æfingum með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er ekki hættur með landsliðinu en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er bara að reyna koma mér í gang,“ segir knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. Í þættinum valdi hann ellefu bestu samherja sína frá félagsliðaferlinum og stillti upp í byrjunarlið skipað af bestu leikmönnum sem hann spilaði með frá tíma sínum í Þór, AZ Alkmaar, Coventry, Cardiff og Al-Arabi. Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði sem hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum. Hann kvaddi Al-Arabi á dögunum eftir fimm ára dvöl í Katar. Hann stefnir aftur á móti að því að spila eitt ár til viðbótar í Katar og vonast til að finna sér nýtt lið þar í landi. Aron er 35 ára og mun enda ferilinn hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri eins og hann hefur talað um í mörg ár. „Ef ég næ að koma mér af stað þá er ég í stöðugu sambandi við Åge [Hareide]. Mér líst mjög vel á Åge og hann kemur virkilega vel inn í þetta. Hann er í rauninni bara að bíða eftir því að ég verði leikfær til að geta valið mig. Ég ætla bara að reyna koma mér í gang í sumar og reyna æfa eins og almennilegur fótboltamaður og ekki bara í ræktinni eins og ég hef verið að gera síðasta árið. Svo kemur þetta bara í ljós. Við værum til í að vera eitt ár í viðbót í Katar og koma svo heim og klára ferilinn með Þór. Ef það gerist í sumar, þá er það bara þannig. Ef ekki þá er það allt í lagi. Ég er ekki að stressa mig. Ég er 35 ára og er ekki að stressa mig mikið á þessu eins og staðan er í dag,“ segir Aron. Hér að neðan má hlusta á allan þáttinn en Aron ræðir um framtíðina undir lok hans. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Í þættinum valdi hann ellefu bestu samherja sína frá félagsliðaferlinum og stillti upp í byrjunarlið skipað af bestu leikmönnum sem hann spilaði með frá tíma sínum í Þór, AZ Alkmaar, Coventry, Cardiff og Al-Arabi. Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði sem hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum. Hann kvaddi Al-Arabi á dögunum eftir fimm ára dvöl í Katar. Hann stefnir aftur á móti að því að spila eitt ár til viðbótar í Katar og vonast til að finna sér nýtt lið þar í landi. Aron er 35 ára og mun enda ferilinn hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri eins og hann hefur talað um í mörg ár. „Ef ég næ að koma mér af stað þá er ég í stöðugu sambandi við Åge [Hareide]. Mér líst mjög vel á Åge og hann kemur virkilega vel inn í þetta. Hann er í rauninni bara að bíða eftir því að ég verði leikfær til að geta valið mig. Ég ætla bara að reyna koma mér í gang í sumar og reyna æfa eins og almennilegur fótboltamaður og ekki bara í ræktinni eins og ég hef verið að gera síðasta árið. Svo kemur þetta bara í ljós. Við værum til í að vera eitt ár í viðbót í Katar og koma svo heim og klára ferilinn með Þór. Ef það gerist í sumar, þá er það bara þannig. Ef ekki þá er það allt í lagi. Ég er ekki að stressa mig. Ég er 35 ára og er ekki að stressa mig mikið á þessu eins og staðan er í dag,“ segir Aron. Hér að neðan má hlusta á allan þáttinn en Aron ræðir um framtíðina undir lok hans.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira