Langar að taka eitt ár í viðbót í Katar: „Ekki hættur með landsliðinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2024 14:02 Aron Einar á æfingum með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er ekki hættur með landsliðinu en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er bara að reyna koma mér í gang,“ segir knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. Í þættinum valdi hann ellefu bestu samherja sína frá félagsliðaferlinum og stillti upp í byrjunarlið skipað af bestu leikmönnum sem hann spilaði með frá tíma sínum í Þór, AZ Alkmaar, Coventry, Cardiff og Al-Arabi. Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði sem hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum. Hann kvaddi Al-Arabi á dögunum eftir fimm ára dvöl í Katar. Hann stefnir aftur á móti að því að spila eitt ár til viðbótar í Katar og vonast til að finna sér nýtt lið þar í landi. Aron er 35 ára og mun enda ferilinn hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri eins og hann hefur talað um í mörg ár. „Ef ég næ að koma mér af stað þá er ég í stöðugu sambandi við Åge [Hareide]. Mér líst mjög vel á Åge og hann kemur virkilega vel inn í þetta. Hann er í rauninni bara að bíða eftir því að ég verði leikfær til að geta valið mig. Ég ætla bara að reyna koma mér í gang í sumar og reyna æfa eins og almennilegur fótboltamaður og ekki bara í ræktinni eins og ég hef verið að gera síðasta árið. Svo kemur þetta bara í ljós. Við værum til í að vera eitt ár í viðbót í Katar og koma svo heim og klára ferilinn með Þór. Ef það gerist í sumar, þá er það bara þannig. Ef ekki þá er það allt í lagi. Ég er ekki að stressa mig. Ég er 35 ára og er ekki að stressa mig mikið á þessu eins og staðan er í dag,“ segir Aron. Hér að neðan má hlusta á allan þáttinn en Aron ræðir um framtíðina undir lok hans. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Sjá meira
Í þættinum valdi hann ellefu bestu samherja sína frá félagsliðaferlinum og stillti upp í byrjunarlið skipað af bestu leikmönnum sem hann spilaði með frá tíma sínum í Þór, AZ Alkmaar, Coventry, Cardiff og Al-Arabi. Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði sem hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum. Hann kvaddi Al-Arabi á dögunum eftir fimm ára dvöl í Katar. Hann stefnir aftur á móti að því að spila eitt ár til viðbótar í Katar og vonast til að finna sér nýtt lið þar í landi. Aron er 35 ára og mun enda ferilinn hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri eins og hann hefur talað um í mörg ár. „Ef ég næ að koma mér af stað þá er ég í stöðugu sambandi við Åge [Hareide]. Mér líst mjög vel á Åge og hann kemur virkilega vel inn í þetta. Hann er í rauninni bara að bíða eftir því að ég verði leikfær til að geta valið mig. Ég ætla bara að reyna koma mér í gang í sumar og reyna æfa eins og almennilegur fótboltamaður og ekki bara í ræktinni eins og ég hef verið að gera síðasta árið. Svo kemur þetta bara í ljós. Við værum til í að vera eitt ár í viðbót í Katar og koma svo heim og klára ferilinn með Þór. Ef það gerist í sumar, þá er það bara þannig. Ef ekki þá er það allt í lagi. Ég er ekki að stressa mig. Ég er 35 ára og er ekki að stressa mig mikið á þessu eins og staðan er í dag,“ segir Aron. Hér að neðan má hlusta á allan þáttinn en Aron ræðir um framtíðina undir lok hans.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Sjá meira