Danir lögðu Svía og Haaland skoraði þrjú Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 19:05 Christian Eriksen skoraði sigurmark Dana í kvöld. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danmörk lagði Svíþjóð 2-1 í vináttulandsleik þjóðanna á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Þá vann Noregur 3-0 sigur á Kósovó. Danmörk er á leið á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Eru Danir í C-riðli með Englendingum, Slóvenum og Serbum. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Danmörk við Svíþjóð á heimavelli í kvöld og vann 2-1 sigur. Heimamenn byrjuðu frábærlega en miðjumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg, leikmaður Tottenham Hotspur, kom þeim yfir strax á annarri mínútu. Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, hafði tekið hornspyrnu sem var hreinsuð en rataði aftur til Eriksen sem gaf fyrir og Højbjerg var réttur maður á réttum stað. Danir voru þó ekki lengi í paradís en Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar eftir að boltinn féll til hans í teignum. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar fyrri hálfleik lauk. 1-1 ved pause.Der har der været mange gode, danske chancer. Og i anden halvleg jagter holdet sejren i Parken. Kom så Danmark 🇩🇰📸 @fbbillederdk #herrelandsholdet pic.twitter.com/a9Qw5Yg8PV— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) June 5, 2024 Danir vildu fá vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn en eftir að dómari leiksins fór í skjáinn og skoðaði atvikið gaumgæfilega ákvað hann að dæma ekkert. Skömmu síðar kom hins vegar sigurmarkið, Eriksen skoraði þá með frábæru skoti framhjá varnarlausum Robin Olsen í marki Svíþjóðar. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölurnar á Parken. Í Noregi tóku heimamenn á móti Kósovó. Segja má að sá leikur hafi aldrei verið spennandi en Erling Braut Haaland, framherji Englandsmeistara Manchester City, skoraði þrennu í 3-0 sigri Noregs. Erling Braut Håland hefur nú skorað 30 mörk í 32 A-landsleikjum fyrir Noreg.EPA-EFE/Fredrik Varfjell Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira
Danmörk er á leið á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Eru Danir í C-riðli með Englendingum, Slóvenum og Serbum. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Danmörk við Svíþjóð á heimavelli í kvöld og vann 2-1 sigur. Heimamenn byrjuðu frábærlega en miðjumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg, leikmaður Tottenham Hotspur, kom þeim yfir strax á annarri mínútu. Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, hafði tekið hornspyrnu sem var hreinsuð en rataði aftur til Eriksen sem gaf fyrir og Højbjerg var réttur maður á réttum stað. Danir voru þó ekki lengi í paradís en Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar eftir að boltinn féll til hans í teignum. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar fyrri hálfleik lauk. 1-1 ved pause.Der har der været mange gode, danske chancer. Og i anden halvleg jagter holdet sejren i Parken. Kom så Danmark 🇩🇰📸 @fbbillederdk #herrelandsholdet pic.twitter.com/a9Qw5Yg8PV— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) June 5, 2024 Danir vildu fá vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn en eftir að dómari leiksins fór í skjáinn og skoðaði atvikið gaumgæfilega ákvað hann að dæma ekkert. Skömmu síðar kom hins vegar sigurmarkið, Eriksen skoraði þá með frábæru skoti framhjá varnarlausum Robin Olsen í marki Svíþjóðar. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölurnar á Parken. Í Noregi tóku heimamenn á móti Kósovó. Segja má að sá leikur hafi aldrei verið spennandi en Erling Braut Haaland, framherji Englandsmeistara Manchester City, skoraði þrennu í 3-0 sigri Noregs. Erling Braut Håland hefur nú skorað 30 mörk í 32 A-landsleikjum fyrir Noreg.EPA-EFE/Fredrik Varfjell
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira