Þingmenn opnið augun og finnið kjarkinn Jón Hjaltason skrifar 5. júní 2024 12:31 Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. Því blasir við enn einn ráðherrafundurinn þar sem hver stappar stálinu í annan og lofar auknum stuðningi við að drepa Rússa. Og svo hvíslar þar hver í annars eyru óhróðri um Pútin, að hann fari um Evrópu myrðandi mann og annan, sé svikahundur, gott ef ekki veikur á geði, sem sagt maður sem alls ekki er semjandi við. Og til að toppa vitleysuna þá eigum við að trúa því að hann hyggist leggja undir sig sífellt fleiri lönd í Evrópu. Úkraína sé aðeins byrjunin. Ég segi ykkur það satt að þessi fundur í Sviss verður ekkert annað en stríðsráðstefna. Íslenskir þingmenn, ég heiti á ykkur, opnið augun. Þótt við séum með stríðsmann á stóli utanríkisráðherra verðið þið engu að síður að setja hag barna okkar og barnabarna ofar stuðningi við helstefnu ráðherrans. Ofar stuðningi við ríkisstjórn sem dansar eftir nótum ráðamanna í Evrópu sem þrjóskast í stórhættulegri villu sinni um að stríðið verði að vinnast á vígvellinum. Það sem blasir við öllum viti bornum mönnum er samningaborð. Þingmenn góðir, takið á ykkur rögg. Látið af stríðsáróðrinum. Stefnið ekki framtíð barna okkar í voða með skaðræðistali um sigur á vígvelli. Efnum til raunverulegrar friðarráðstefnu og bjóðum Rússum. Látum (fyrstu) fjóra milljarðana renna til slíkrar ráðstefnu. Þannig verður þeim best varið. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. Því blasir við enn einn ráðherrafundurinn þar sem hver stappar stálinu í annan og lofar auknum stuðningi við að drepa Rússa. Og svo hvíslar þar hver í annars eyru óhróðri um Pútin, að hann fari um Evrópu myrðandi mann og annan, sé svikahundur, gott ef ekki veikur á geði, sem sagt maður sem alls ekki er semjandi við. Og til að toppa vitleysuna þá eigum við að trúa því að hann hyggist leggja undir sig sífellt fleiri lönd í Evrópu. Úkraína sé aðeins byrjunin. Ég segi ykkur það satt að þessi fundur í Sviss verður ekkert annað en stríðsráðstefna. Íslenskir þingmenn, ég heiti á ykkur, opnið augun. Þótt við séum með stríðsmann á stóli utanríkisráðherra verðið þið engu að síður að setja hag barna okkar og barnabarna ofar stuðningi við helstefnu ráðherrans. Ofar stuðningi við ríkisstjórn sem dansar eftir nótum ráðamanna í Evrópu sem þrjóskast í stórhættulegri villu sinni um að stríðið verði að vinnast á vígvellinum. Það sem blasir við öllum viti bornum mönnum er samningaborð. Þingmenn góðir, takið á ykkur rögg. Látið af stríðsáróðrinum. Stefnið ekki framtíð barna okkar í voða með skaðræðistali um sigur á vígvelli. Efnum til raunverulegrar friðarráðstefnu og bjóðum Rússum. Látum (fyrstu) fjóra milljarðana renna til slíkrar ráðstefnu. Þannig verður þeim best varið. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar