Sextán umsagnir bárust Bjarkeyju sem liggur undir feldi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 11:31 Framtíð hvalveiða á Íslandi er í höndum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur. Vísir/Einar Matvælaráðherra liggur enn undir feldi með ákvörðun sína um leyfisveitingu til hvalveiða. Umsagnarfresti lauk á miðnætti og sextán umsagnir bárust. Í skriflegu svari ráðuneytis er umsagnafjöldinn staðfestur. Ekki hefur náðst í Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í dag. Annasamt er á þingi hjá henni að sögn aðstoðarmanns hennar Bjarka Hjörleifssonar. Í síðustu viku tjáði Bjarkey fréttastofu að hún hafi ekki viljandi beðið fram yfir kosningar með ákvörðun sína. Ákvörðun „kunni að liggja fyrir í næstu viku“ sem nú er hálfnuð. Þá, þann 28. maí, var loks kallað eftir umsögnum stofnana og hagaðila. Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun eru þær stofnanir sem skiluðu umsögnum. Þá skiluðu sveitarfélögin Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit umsögnum sömuleiðis. Þeir hagaðilar sem skiluðu umsögn eru eftirfarandi: Samtök ferðaþjónustunnar Hvalaskoðunarsamtök Íslands Dýraverndarsamband Íslands Samtök um dýravelferð á Íslandi Náttúruverndarsamtök Íslands Landvernd Félag kvikmyndagerðarmanna Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Verkalýðsfélag Akraness Félag skipstjórnarmanna Félag vélstjóra og málmtæknimanna Hvalavinir „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar í samtali við fréttastofu í lok maímánaðar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Bjarkey kvaðst ósammála því, hún vilji gefa sér tíma í að fara yfir umsókn Hvals hf. þar sem veiðarnar standi á tímamótum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30 Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Í skriflegu svari ráðuneytis er umsagnafjöldinn staðfestur. Ekki hefur náðst í Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í dag. Annasamt er á þingi hjá henni að sögn aðstoðarmanns hennar Bjarka Hjörleifssonar. Í síðustu viku tjáði Bjarkey fréttastofu að hún hafi ekki viljandi beðið fram yfir kosningar með ákvörðun sína. Ákvörðun „kunni að liggja fyrir í næstu viku“ sem nú er hálfnuð. Þá, þann 28. maí, var loks kallað eftir umsögnum stofnana og hagaðila. Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun eru þær stofnanir sem skiluðu umsögnum. Þá skiluðu sveitarfélögin Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit umsögnum sömuleiðis. Þeir hagaðilar sem skiluðu umsögn eru eftirfarandi: Samtök ferðaþjónustunnar Hvalaskoðunarsamtök Íslands Dýraverndarsamband Íslands Samtök um dýravelferð á Íslandi Náttúruverndarsamtök Íslands Landvernd Félag kvikmyndagerðarmanna Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Verkalýðsfélag Akraness Félag skipstjórnarmanna Félag vélstjóra og málmtæknimanna Hvalavinir „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar í samtali við fréttastofu í lok maímánaðar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Bjarkey kvaðst ósammála því, hún vilji gefa sér tíma í að fara yfir umsókn Hvals hf. þar sem veiðarnar standi á tímamótum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30 Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
„Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30
Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30