Sextán umsagnir bárust Bjarkeyju sem liggur undir feldi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 11:31 Framtíð hvalveiða á Íslandi er í höndum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur. Vísir/Einar Matvælaráðherra liggur enn undir feldi með ákvörðun sína um leyfisveitingu til hvalveiða. Umsagnarfresti lauk á miðnætti og sextán umsagnir bárust. Í skriflegu svari ráðuneytis er umsagnafjöldinn staðfestur. Ekki hefur náðst í Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í dag. Annasamt er á þingi hjá henni að sögn aðstoðarmanns hennar Bjarka Hjörleifssonar. Í síðustu viku tjáði Bjarkey fréttastofu að hún hafi ekki viljandi beðið fram yfir kosningar með ákvörðun sína. Ákvörðun „kunni að liggja fyrir í næstu viku“ sem nú er hálfnuð. Þá, þann 28. maí, var loks kallað eftir umsögnum stofnana og hagaðila. Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun eru þær stofnanir sem skiluðu umsögnum. Þá skiluðu sveitarfélögin Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit umsögnum sömuleiðis. Þeir hagaðilar sem skiluðu umsögn eru eftirfarandi: Samtök ferðaþjónustunnar Hvalaskoðunarsamtök Íslands Dýraverndarsamband Íslands Samtök um dýravelferð á Íslandi Náttúruverndarsamtök Íslands Landvernd Félag kvikmyndagerðarmanna Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Verkalýðsfélag Akraness Félag skipstjórnarmanna Félag vélstjóra og málmtæknimanna Hvalavinir „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar í samtali við fréttastofu í lok maímánaðar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Bjarkey kvaðst ósammála því, hún vilji gefa sér tíma í að fara yfir umsókn Hvals hf. þar sem veiðarnar standi á tímamótum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30 Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Í skriflegu svari ráðuneytis er umsagnafjöldinn staðfestur. Ekki hefur náðst í Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í dag. Annasamt er á þingi hjá henni að sögn aðstoðarmanns hennar Bjarka Hjörleifssonar. Í síðustu viku tjáði Bjarkey fréttastofu að hún hafi ekki viljandi beðið fram yfir kosningar með ákvörðun sína. Ákvörðun „kunni að liggja fyrir í næstu viku“ sem nú er hálfnuð. Þá, þann 28. maí, var loks kallað eftir umsögnum stofnana og hagaðila. Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun eru þær stofnanir sem skiluðu umsögnum. Þá skiluðu sveitarfélögin Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit umsögnum sömuleiðis. Þeir hagaðilar sem skiluðu umsögn eru eftirfarandi: Samtök ferðaþjónustunnar Hvalaskoðunarsamtök Íslands Dýraverndarsamband Íslands Samtök um dýravelferð á Íslandi Náttúruverndarsamtök Íslands Landvernd Félag kvikmyndagerðarmanna Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Verkalýðsfélag Akraness Félag skipstjórnarmanna Félag vélstjóra og málmtæknimanna Hvalavinir „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar í samtali við fréttastofu í lok maímánaðar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Bjarkey kvaðst ósammála því, hún vilji gefa sér tíma í að fara yfir umsókn Hvals hf. þar sem veiðarnar standi á tímamótum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30 Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
„Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30
Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30