Bókahilla er ekki bókasafn Unnar Geir Unnarsson skrifar 5. júní 2024 11:01 Bókahilla er ekki bókasafn, bókasafn er samfélag. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eykur lífsgæði. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni stuðlar að bættri lýðheilsu. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eru sjálfsögð mannréttindi. Almenningsbókasöfnin eru hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaganna, en það er ekki nóg til að hlífa þeim frá niðurskurðarhnífnum. Í Fjarðabyggð stendur til að færa almenningsbókasöfnin undir stjórn skólastjóra grunnskólanna og þannig vængstífa þau með öllu. Í Reykjavík munu bókasöfnin loka í sumar til að bregðast við hagræðingarkröfu borgarinnar og í öðrum sveitarfélögum er bókasöfnum gert að segja upp fólki eða hagræða í rekstri á annan hátt. Fyrir utan að vera lögbundin þjónusta eru almenningsbókasöfn þátttökugátt, menningarhús og áfangastaður í dagsins önn. Hlutverk almenningsbókasafna á Íslandi hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum einangrunar og einmanaleika. Bókasöfnin auka áhuga á lestri, ýta undir samfélagsþátttöku allra, stuðla að jafnrétti og veita öllum tækifæri til að nálgast upplýsingar og afþreyingu. Almenningsbókasöfn bæta samfélagið með menningarstarfi, með því að veita upplýsingar og innblástur og með því að bjóða upp á rými og skjól til að skapa, taka þátt og fræðast. Menningarstarf og listir auðga samfélagið, auka samkeppnishæfni þess og hafa áhrif þegar fólk velur sér búsetu. Almenningsbókasöfnin í dag standa fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á allt frá bókum til saumavéla, frá plokktöngum til vínylskera og frá hljómborðum til kökuforma. Notendur bókasafnanna geta nýtt sér hljóðupptökuver, lærdómsaðstöðu og sótt tónleika, námskeið og margt fleira. Í minni sveitarfélögum eru almenningsbókasöfnin jafnvel eina menningarmiðstöðin þar sem öll eru alltaf velkomin án þess að þurfa að greiða fyrir. Til að almenningsbókasöfnin geti gengt þessu mikilvæga samfélagslega hlutverki þarf að hlúa að þeim. Víða þarf að draga seglin saman og hagræða en það má ekki verða til þess að skerða tækifæri fólks eða lífsgæði þeirra; hlúa þarf að samfélaginu og muna hver raunveruleg verðmæti þess eru. Höfundur er deildarstjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Bókahilla er ekki bókasafn, bókasafn er samfélag. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eykur lífsgæði. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni stuðlar að bættri lýðheilsu. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eru sjálfsögð mannréttindi. Almenningsbókasöfnin eru hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaganna, en það er ekki nóg til að hlífa þeim frá niðurskurðarhnífnum. Í Fjarðabyggð stendur til að færa almenningsbókasöfnin undir stjórn skólastjóra grunnskólanna og þannig vængstífa þau með öllu. Í Reykjavík munu bókasöfnin loka í sumar til að bregðast við hagræðingarkröfu borgarinnar og í öðrum sveitarfélögum er bókasöfnum gert að segja upp fólki eða hagræða í rekstri á annan hátt. Fyrir utan að vera lögbundin þjónusta eru almenningsbókasöfn þátttökugátt, menningarhús og áfangastaður í dagsins önn. Hlutverk almenningsbókasafna á Íslandi hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum einangrunar og einmanaleika. Bókasöfnin auka áhuga á lestri, ýta undir samfélagsþátttöku allra, stuðla að jafnrétti og veita öllum tækifæri til að nálgast upplýsingar og afþreyingu. Almenningsbókasöfn bæta samfélagið með menningarstarfi, með því að veita upplýsingar og innblástur og með því að bjóða upp á rými og skjól til að skapa, taka þátt og fræðast. Menningarstarf og listir auðga samfélagið, auka samkeppnishæfni þess og hafa áhrif þegar fólk velur sér búsetu. Almenningsbókasöfnin í dag standa fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á allt frá bókum til saumavéla, frá plokktöngum til vínylskera og frá hljómborðum til kökuforma. Notendur bókasafnanna geta nýtt sér hljóðupptökuver, lærdómsaðstöðu og sótt tónleika, námskeið og margt fleira. Í minni sveitarfélögum eru almenningsbókasöfnin jafnvel eina menningarmiðstöðin þar sem öll eru alltaf velkomin án þess að þurfa að greiða fyrir. Til að almenningsbókasöfnin geti gengt þessu mikilvæga samfélagslega hlutverki þarf að hlúa að þeim. Víða þarf að draga seglin saman og hagræða en það má ekki verða til þess að skerða tækifæri fólks eða lífsgæði þeirra; hlúa þarf að samfélaginu og muna hver raunveruleg verðmæti þess eru. Höfundur er deildarstjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun