Yfirlýsing Hagsmunasamtaka brotaþola og Öfga Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir og Guðný S. Bjarnadóttir skrifa 4. júní 2024 19:00 Í ljósi nýs sýknudóms sem féll þann 3. júní sl. viljum við hjá Hagsmunasamtökum brotaþola og Félagasamtökunum Öfgum vekja athygli á að umræddur dómur er birtingarmynd þeirra hindrana sem þolendur mæta þegar þau kæra. Við viljum taka það fram að við erum ekki að tala fyrir hönd þolanda né aðstandenda í umræddu máli, heldur einungis að gagnrýna framgöngu réttarkerfisins. Hvernig kemst réttarkerfið að þeirri niðurstöðu að sýkna meintan geranda þegar vitnisburður þolanda er á öllum stigum metinn trúverðugur? Hvernig kemst réttarkerfið að þeirri niðurstöðu að sakborningur sé talinn trúverðugur og stöðugur í framburði þegar hvergi er reynt á hans framburð. Hann kemst upp með að gefa bara eina skýrslu, tjá sig ekkert frekar og vísa einungis í þessa einu skýrslu í meðferð málsins fyrir dómi. Í skýrslunni kemur fram að hann neiti fyrir brotið á sama tíma og hann gengst við aðstæðum sem brotaþoli lýsir. Þegar dómur er lesinn má sjá að framburður annarra vitna fær meira vægi en framburður brotaþola sem er lykil vitni í eigin máli og ávallt metin trúverðug af ákæruvaldinu. Vitnisburður móður er talinn óstöðugur og ótrúverðugur vegna smáatriða sem skipta ekki máli með tilliti til hvort meint brot hafi átt sér stað eða ekki. Vitnisburður móður er einnig notaður til þess að draga úr trúverðugri frásögn brotaþola. Það ætti ekki að skipta máli hver sótti brotaþola, hversu margar nætur brotaþoli gisti eða hversu oft brotaþoli fór upp í sumarbústað með meintum geranda. Það er óumdeilt að hann var með brotaþola upp í sumarbústað og brotaþoli segir að hann hafi brotið á sér. Ósamræmi í frásögnum yfir langt tímabil er ekki sönnun um ósannindi, sér í lagi þegar um er að ræða atvik tengd áföllum. Það er einnig ámælisvert hvernig reynt er að draga úr trúverðugleika brotaþola með því að draga fram heimilisaðstæður á þeim tíma, á sama tíma eru heimilisaðstæður sakbornings aldrei dregnar fram. Yfir hverjum er raunverulega verið að rétta? Er það móðir brotaþola og brotaþoli eða sakborningur? Það er vert að taka fram að sakborningar mega ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi, en brotaþolar og vitni verða að segja satt. Neitun sakbornings er oft eina vörnin og virðist í mörgum tilfellum vera nóg. Túlkun framburða brotaþola og móður speglast í túlkun dómara á orðum þeirra og þá er ekki hægt að líta framhjá orðspori þeirra sem dæmdu í umræddu máli þar sem túlkun getur leitt til sýknu. Jónas Jóhannsson hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín sem dómari og þar má nefna pleðurbuxna málið, þar sem hann segir eftirfarandi: „að frásögn ákærða í heild er skýrari og nákvæmari en frásögn brotaþola, þess að ekkert liggur fyrir um gerð og útlit leðurbuxna sem brotaþoli íklæddist um nóttina.“ Þykir þessi setning í niðurlagi þessa dóms sýna að dómari gefur smáatriðum sem hefur ekkert með brotið sjálft að gera meira vægi en frásögn brotaþola. Meðdómari Jónasar, Guðrún Oddsdóttir klínískur sálfræðingur, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ófagleg vinnubrögð í málefnum barna. Guðrún var tilkynnt til embætti landlæknis af tíu konum vegna starfa sinna árið 2022 en einhverra hluta vegna metin hæf til að sitja sem meðdómari í umræddu máli. Hvar stoppar hlutlægnin og hvar hefjast geðþóttaákvarðanir þegar álíka einstaklingar eiga í hlut? Þessi sýknudómur endurspeglar raunveruleika þolenda í kynferðisbrotamálum þar sem neitun sakbornings vegur ávallt þyngra en frásögn þolenda. Réttarkerfið reynir eftir fremsta megni að komast að þeirri niðurstöðu að brot hafi ekki átt sér stað frekar en að sinna skyldum sínum til að upplýsa mál svo hið sanna og rétta komi í ljós. Þar sem saksóknari þarf að gæta hlutleysis hefur brotaþoli engan málsvara innan kerfisins og engann sem sækir málið fyrir hans hönd. Sakborningar eru ekki krafnir um svör eða útskýringar og þar sem þeir þurfa ekki að segja satt að þá hlýtur sönnunarbyrði ákæruvaldsins að falla úr gildi og eftir stendur aðeins orð gegn orði. Réttarkerfið er illa í stakk búið til að takast á við kynferðisbrot sem oftast eru framin á bakvið luktar dyr. Það er ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns þegar staða þeirra innan kerfisins er bágborin með einungis um 3.48% sakfellingarhlutfalli. Brotaþolar sem greina frá reynslu sinni virðist sjaldan trúað og framburður þeirra dreginn í efa. Hvar er réttlæti þolenda? Þegar réttarkerfið stendur ekki með þolendum, heldur beinlínis vinnur gegn þeim, þá er mikilvægt að við gerum það. Við trúum þér. Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Í ljósi nýs sýknudóms sem féll þann 3. júní sl. viljum við hjá Hagsmunasamtökum brotaþola og Félagasamtökunum Öfgum vekja athygli á að umræddur dómur er birtingarmynd þeirra hindrana sem þolendur mæta þegar þau kæra. Við viljum taka það fram að við erum ekki að tala fyrir hönd þolanda né aðstandenda í umræddu máli, heldur einungis að gagnrýna framgöngu réttarkerfisins. Hvernig kemst réttarkerfið að þeirri niðurstöðu að sýkna meintan geranda þegar vitnisburður þolanda er á öllum stigum metinn trúverðugur? Hvernig kemst réttarkerfið að þeirri niðurstöðu að sakborningur sé talinn trúverðugur og stöðugur í framburði þegar hvergi er reynt á hans framburð. Hann kemst upp með að gefa bara eina skýrslu, tjá sig ekkert frekar og vísa einungis í þessa einu skýrslu í meðferð málsins fyrir dómi. Í skýrslunni kemur fram að hann neiti fyrir brotið á sama tíma og hann gengst við aðstæðum sem brotaþoli lýsir. Þegar dómur er lesinn má sjá að framburður annarra vitna fær meira vægi en framburður brotaþola sem er lykil vitni í eigin máli og ávallt metin trúverðug af ákæruvaldinu. Vitnisburður móður er talinn óstöðugur og ótrúverðugur vegna smáatriða sem skipta ekki máli með tilliti til hvort meint brot hafi átt sér stað eða ekki. Vitnisburður móður er einnig notaður til þess að draga úr trúverðugri frásögn brotaþola. Það ætti ekki að skipta máli hver sótti brotaþola, hversu margar nætur brotaþoli gisti eða hversu oft brotaþoli fór upp í sumarbústað með meintum geranda. Það er óumdeilt að hann var með brotaþola upp í sumarbústað og brotaþoli segir að hann hafi brotið á sér. Ósamræmi í frásögnum yfir langt tímabil er ekki sönnun um ósannindi, sér í lagi þegar um er að ræða atvik tengd áföllum. Það er einnig ámælisvert hvernig reynt er að draga úr trúverðugleika brotaþola með því að draga fram heimilisaðstæður á þeim tíma, á sama tíma eru heimilisaðstæður sakbornings aldrei dregnar fram. Yfir hverjum er raunverulega verið að rétta? Er það móðir brotaþola og brotaþoli eða sakborningur? Það er vert að taka fram að sakborningar mega ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi, en brotaþolar og vitni verða að segja satt. Neitun sakbornings er oft eina vörnin og virðist í mörgum tilfellum vera nóg. Túlkun framburða brotaþola og móður speglast í túlkun dómara á orðum þeirra og þá er ekki hægt að líta framhjá orðspori þeirra sem dæmdu í umræddu máli þar sem túlkun getur leitt til sýknu. Jónas Jóhannsson hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín sem dómari og þar má nefna pleðurbuxna málið, þar sem hann segir eftirfarandi: „að frásögn ákærða í heild er skýrari og nákvæmari en frásögn brotaþola, þess að ekkert liggur fyrir um gerð og útlit leðurbuxna sem brotaþoli íklæddist um nóttina.“ Þykir þessi setning í niðurlagi þessa dóms sýna að dómari gefur smáatriðum sem hefur ekkert með brotið sjálft að gera meira vægi en frásögn brotaþola. Meðdómari Jónasar, Guðrún Oddsdóttir klínískur sálfræðingur, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ófagleg vinnubrögð í málefnum barna. Guðrún var tilkynnt til embætti landlæknis af tíu konum vegna starfa sinna árið 2022 en einhverra hluta vegna metin hæf til að sitja sem meðdómari í umræddu máli. Hvar stoppar hlutlægnin og hvar hefjast geðþóttaákvarðanir þegar álíka einstaklingar eiga í hlut? Þessi sýknudómur endurspeglar raunveruleika þolenda í kynferðisbrotamálum þar sem neitun sakbornings vegur ávallt þyngra en frásögn þolenda. Réttarkerfið reynir eftir fremsta megni að komast að þeirri niðurstöðu að brot hafi ekki átt sér stað frekar en að sinna skyldum sínum til að upplýsa mál svo hið sanna og rétta komi í ljós. Þar sem saksóknari þarf að gæta hlutleysis hefur brotaþoli engan málsvara innan kerfisins og engann sem sækir málið fyrir hans hönd. Sakborningar eru ekki krafnir um svör eða útskýringar og þar sem þeir þurfa ekki að segja satt að þá hlýtur sönnunarbyrði ákæruvaldsins að falla úr gildi og eftir stendur aðeins orð gegn orði. Réttarkerfið er illa í stakk búið til að takast á við kynferðisbrot sem oftast eru framin á bakvið luktar dyr. Það er ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns þegar staða þeirra innan kerfisins er bágborin með einungis um 3.48% sakfellingarhlutfalli. Brotaþolar sem greina frá reynslu sinni virðist sjaldan trúað og framburður þeirra dreginn í efa. Hvar er réttlæti þolenda? Þegar réttarkerfið stendur ekki með þolendum, heldur beinlínis vinnur gegn þeim, þá er mikilvægt að við gerum það. Við trúum þér. Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar