Vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar: „Ég hef ekki heyrt múkk“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 10:31 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson hefur ekkert heyrt frá núverandi landsliðsþjálfara Íslands síðan að sá tók við þjálfun liðsins. Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar. Jón Daði á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu en hefur ekki fengið kallið í landsliðið í rúm tvö ár. Norðmaðurinn Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins í apríl í fyrra. Jón Daði hefur ekki enn heyrt frá honum „Ég ber fulla virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og þeir leikmenn sem eru þarna núna í landsliðinu eiga það skilið að vera í hópnum,“ segir Jón Daði. „Eina sem ég hefði viljað eru smá samskipti. Það er ekki mikið sem ég bið um. Bara til að sjá hvar maður stendur í þessu öllu saman. Maður er að lesa fréttir og annað þar sem að maður er að heyra hann segja frá því að hann hafi heyrt í leikmönnum reglulega. Þar spyr hann þá hvernig gangi hjá þeim og annað. Ég hef ekki heyrt múkk. Það er bara eins og það er. Jón Daði hefur verið á mála hjá enska C-deildar liðinu Bolton Wanderers undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann út eftir nýafstaðið tímabil. Jón er því núna að ákveða næsta skref á sínum atvinnumannaferli. @OfficialBWFC Ekki það að það þurfi að gera eitthvað svoleiðis. En að mínu mati er þetta bara ákveðinn hlutur tengdur virðingu. Fyrir leikmenn sem hafa til að mynda verið lengi í þessu. Það hefði verið fínt að fá smá spjall eða eitthvað. Ég er ekki að segja að ég eigi þetta eitthvað meira skilið en aðrir.“ Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar fyrir sig. „Ég er alltaf með augun opin varðandi það hvaða leikmenn eru valdir í landsliðið hverju sinni. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að jú landsliðsferillinn minn er langur en ef þú horfir á tölfræðina markalega séð þá er hún kannski ekki frábær. Maður var í ákveðnu hlutverki, kannski öðruvísi hlutverki hjá landsliðinu heldur en félagsliðinu. Maður var öðruvísi leikmaður á þeim tíma. Kannski vegna þess að við vorum svo mikið teymi á þeim tíma í landsliðinu. Ég gegndi bara mínu hlutverki. Var bassaleikarinn í teyminu. Lét lítið fyrir mér fara. Var bara í ákveðnu hlutverki og naut mín alveg í botn í þennan landsliðstíma. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og allt það. Þetta snýst hins vegar ekki um mig. Heldur þá leikmenn sem eru þar nú þegar. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru þarna í KSÍ. Leikmönnum, þjálfurum og þeim ákvörðunum sem eru þar teknar.“ Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Jón Daði á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu en hefur ekki fengið kallið í landsliðið í rúm tvö ár. Norðmaðurinn Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins í apríl í fyrra. Jón Daði hefur ekki enn heyrt frá honum „Ég ber fulla virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og þeir leikmenn sem eru þarna núna í landsliðinu eiga það skilið að vera í hópnum,“ segir Jón Daði. „Eina sem ég hefði viljað eru smá samskipti. Það er ekki mikið sem ég bið um. Bara til að sjá hvar maður stendur í þessu öllu saman. Maður er að lesa fréttir og annað þar sem að maður er að heyra hann segja frá því að hann hafi heyrt í leikmönnum reglulega. Þar spyr hann þá hvernig gangi hjá þeim og annað. Ég hef ekki heyrt múkk. Það er bara eins og það er. Jón Daði hefur verið á mála hjá enska C-deildar liðinu Bolton Wanderers undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann út eftir nýafstaðið tímabil. Jón er því núna að ákveða næsta skref á sínum atvinnumannaferli. @OfficialBWFC Ekki það að það þurfi að gera eitthvað svoleiðis. En að mínu mati er þetta bara ákveðinn hlutur tengdur virðingu. Fyrir leikmenn sem hafa til að mynda verið lengi í þessu. Það hefði verið fínt að fá smá spjall eða eitthvað. Ég er ekki að segja að ég eigi þetta eitthvað meira skilið en aðrir.“ Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar fyrir sig. „Ég er alltaf með augun opin varðandi það hvaða leikmenn eru valdir í landsliðið hverju sinni. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að jú landsliðsferillinn minn er langur en ef þú horfir á tölfræðina markalega séð þá er hún kannski ekki frábær. Maður var í ákveðnu hlutverki, kannski öðruvísi hlutverki hjá landsliðinu heldur en félagsliðinu. Maður var öðruvísi leikmaður á þeim tíma. Kannski vegna þess að við vorum svo mikið teymi á þeim tíma í landsliðinu. Ég gegndi bara mínu hlutverki. Var bassaleikarinn í teyminu. Lét lítið fyrir mér fara. Var bara í ákveðnu hlutverki og naut mín alveg í botn í þennan landsliðstíma. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og allt það. Þetta snýst hins vegar ekki um mig. Heldur þá leikmenn sem eru þar nú þegar. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru þarna í KSÍ. Leikmönnum, þjálfurum og þeim ákvörðunum sem eru þar teknar.“
Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira