Ákærður fyrir að fjármagna fjarhægri dagblað með peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2024 08:41 Peningaþvættið virkaði þannig að fjármálastjórinn keypti illa fengið reiðufé með afslætti fyrir rafmyntir. Ávinningnum var svo veitt inn í rekstur Epoch Times. Vísir/Getty Fjármálastjóri bandaríska fjarhægri dagblaðsins Epoch Times var handtekinn og ákærður fyrir aðild að stórfelldu peningaþvættismáli. Blaðið sjálft er sagt hafa verið fjármagnað að miklu leyti með ágóða af peningaþvættinu. Saksóknarar í Bandaríkjunum segja að Weidong „Bill“ Guan, fjármálastjóri Epoch Times, hafi tekið þátt í að þvætta að minnsta kosti 67 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 9,2 milljarða króna, af illa fengnu reiðufé. Það hafi Guan gert í gegnum teymi hjá blaðinu sem nefndist „Græddu pening á netinu“ sem notaði rafmyntir til þess að kaupa reiðufé með afslætti. Uppruni fjárins var meðal annars atvinnuleysisbætur sem höfðu verið sviknar út. Ágóðinn var svo færður inn á reikning félaga sem tengdust blaðinu eftir krókaleiðum með tugum þúsunda millifærslna. Þær fóru meðal annars fram í gegnum fyrirframgreidd debitkort og bankareikninga sem voru stofnaðir með stolnum skilríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Epoch Times er sagt hafa hagnast um tugi milljóna dollara á peningaþvættinu. Árið sem það hófst jukust árstekjur blaðsins um 410 prósent á milli ára. Guan hélt því fram að tekjuaukningin skýrðist af framlögum lesenda. Lýsti yfir sakleysi fyrir dómi Guan gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann lýsti yfir sakleysi þegar hann kom fyrir dómara í New York í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Epoch Times segir að honum hafi verið vikið frá störfum tímabundið og að blaðið taki fullan þátt í rannsókn málsins. Saksóknarar segja að málið tengist ekki fréttaöflun fjölmiðlafyrirtækisins. Epoch Times var stofnað af Bandaríkjamönnum af kínverskum uppruna sem tengdust trúarhópnum Falun Gong árið 2000. Það er nú eitt áhrifamesta dagblaðið á hægri væng bandarískra stjórnmála og er ekki feimið við að dreifa ýmis konar samsæriskenningum og upplýsingafalsi af fjarhægrivængnum. Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Kína Rafmyntir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Saksóknarar í Bandaríkjunum segja að Weidong „Bill“ Guan, fjármálastjóri Epoch Times, hafi tekið þátt í að þvætta að minnsta kosti 67 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 9,2 milljarða króna, af illa fengnu reiðufé. Það hafi Guan gert í gegnum teymi hjá blaðinu sem nefndist „Græddu pening á netinu“ sem notaði rafmyntir til þess að kaupa reiðufé með afslætti. Uppruni fjárins var meðal annars atvinnuleysisbætur sem höfðu verið sviknar út. Ágóðinn var svo færður inn á reikning félaga sem tengdust blaðinu eftir krókaleiðum með tugum þúsunda millifærslna. Þær fóru meðal annars fram í gegnum fyrirframgreidd debitkort og bankareikninga sem voru stofnaðir með stolnum skilríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Epoch Times er sagt hafa hagnast um tugi milljóna dollara á peningaþvættinu. Árið sem það hófst jukust árstekjur blaðsins um 410 prósent á milli ára. Guan hélt því fram að tekjuaukningin skýrðist af framlögum lesenda. Lýsti yfir sakleysi fyrir dómi Guan gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann lýsti yfir sakleysi þegar hann kom fyrir dómara í New York í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Epoch Times segir að honum hafi verið vikið frá störfum tímabundið og að blaðið taki fullan þátt í rannsókn málsins. Saksóknarar segja að málið tengist ekki fréttaöflun fjölmiðlafyrirtækisins. Epoch Times var stofnað af Bandaríkjamönnum af kínverskum uppruna sem tengdust trúarhópnum Falun Gong árið 2000. Það er nú eitt áhrifamesta dagblaðið á hægri væng bandarískra stjórnmála og er ekki feimið við að dreifa ýmis konar samsæriskenningum og upplýsingafalsi af fjarhægrivængnum.
Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Kína Rafmyntir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira