Segja tíma SÍS hafa verið „sóað í sýndarsamráð“ um gjaldfrjálsar skólamáltíðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2024 06:53 Gjaldfrjálsar skólamáltíðir voru ein af forsendum kjarasamninga í vor. Getty Tíma stjórnarmanna og starfsmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga var „sóað í sýndarsamráð“ þar sem ekkert tillit var tekið til athugasemda eða leiða til að sætta mismunandi sjónarmið varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þetta segir í umsögn sambandsins um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til að greiða fyrir langtímakjarasamningum. Mikil óánægja var með samkomulagið innan sambandsins, sem fékk það í gegn að settur yrði á fót starfshópur til að útfæra verkefnið. Í umsögninni segir að frumvarpið hafi hins vegar á endanum verið samið af aðila sem sat engan fund starfshópsins né tók tillit til vinnu hans. Sambandið lagði til að mynda til að kveðið yrði á um það í frumvarpinu að upphæðin til verkefnisins yrði endurskoðuðu árlega og að það yrði ekki gerð krafa um að sveitarfélögin sendu inn upplýsingar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur fengju öll greitt samkvæmt nemendafjölda. Ekkert hafi verið komið til móts við athugasemdir sambandsins. „Þvert á móti var gengið lengra og upphæðin sem ríkið ætlar að leggja til verkefninsins tekin út úr frumvarpinu, að kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, með þeim rökum að hún ætti að koma á fjárlögum hvers árs en ekki í bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir verulegum vonbrigðum með þá niðurstöðu,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggst þannig gegn samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd og óskar eftir samstarfi við þingnefndir um breytingar. „Verulegar áhyggjur eru af því koma eigi kostnaði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða smátt og smátt yfir á sveitarfélögin en gagnrýni sveitarfélaganna hefur að mestu einmitt snúist um það. Frumvarpið gefur heimild til ríkisins til að ákveða framlag ríkisins árlega í fjárlögum. Ef sú fjárhæð dugar ekki til að mæta 75% hlutanum þá eykst kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga án þess að þau hafi tækifæri til að bregðast við því,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar. Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Þetta segir í umsögn sambandsins um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til að greiða fyrir langtímakjarasamningum. Mikil óánægja var með samkomulagið innan sambandsins, sem fékk það í gegn að settur yrði á fót starfshópur til að útfæra verkefnið. Í umsögninni segir að frumvarpið hafi hins vegar á endanum verið samið af aðila sem sat engan fund starfshópsins né tók tillit til vinnu hans. Sambandið lagði til að mynda til að kveðið yrði á um það í frumvarpinu að upphæðin til verkefnisins yrði endurskoðuðu árlega og að það yrði ekki gerð krafa um að sveitarfélögin sendu inn upplýsingar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur fengju öll greitt samkvæmt nemendafjölda. Ekkert hafi verið komið til móts við athugasemdir sambandsins. „Þvert á móti var gengið lengra og upphæðin sem ríkið ætlar að leggja til verkefninsins tekin út úr frumvarpinu, að kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, með þeim rökum að hún ætti að koma á fjárlögum hvers árs en ekki í bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir verulegum vonbrigðum með þá niðurstöðu,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggst þannig gegn samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd og óskar eftir samstarfi við þingnefndir um breytingar. „Verulegar áhyggjur eru af því koma eigi kostnaði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða smátt og smátt yfir á sveitarfélögin en gagnrýni sveitarfélaganna hefur að mestu einmitt snúist um það. Frumvarpið gefur heimild til ríkisins til að ákveða framlag ríkisins árlega í fjárlögum. Ef sú fjárhæð dugar ekki til að mæta 75% hlutanum þá eykst kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga án þess að þau hafi tækifæri til að bregðast við því,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar.
Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira