England gekk frá Bosníu-Hersegóvínu í lok leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 20:47 Harry Kane kom inn af bekknum og skoraði sitt 63. A-landsliðsmark. Stu Forster/Getty Images England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 í vináttulandsleik á St. James' Park í Newcastle. Mörkin komu öll í síðari hálfleik. England er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þann 7. júní næstkomandi tekur England á móti Íslandi og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrst var hins vegar leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu á dagskrá. Má segja að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi stillt upp B-liðinu í kvöld þar sem það vantaði flesta af sterkustu póstum liðsins. Let's go, #ThreeLions! 🦁 pic.twitter.com/NZreb4Xuor— England (@England) June 3, 2024 Í byrjunarliðið vantaði til að mynda Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Declan Rice, Jude Bellingham, Jack Grealish, Phil Foden, Bukayo Saka og Harry Kane. Sást það ef til vill á spilamennskunni en staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir slétta klukkustund komust heimamenn yfir þökk sé marki Cole Palmer af vítapunktinum. Vítaspyrna hafði verið dæmd eftir að brotið var á Ezri Konsa innan vítateigs. Bæðu Kane og Grealish komu inn af bekknum skömmu etir markið og áttu stóran þátt í að gulltryggja sigur Englands undir lok leiks. 🥶 pic.twitter.com/6VuSLzrDmf— England (@England) June 3, 2024 Þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Grealish þessa líka fínu sendingu á Trent Alexander-Arnold sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Trent lék á miðjunni í kvöld en hann er skráður sem miðjumaður í leikmannahópi Englands fyrir EM. Kane gekk svo endanlega frá leiknum ekki löngu síðar þegar boltinn féll til hans eftir að skot Jarrod Bowen fór í varnarmann. Kane réttur maður á réttum stað, eitthvað sem England vonast til að hann verði út sumarið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á St. James´ Park í Newcastle 3-0 Englandi í vil. Þá gerðu Þýskaland og Úkraínu markalaust jafntefli í Þýskalandi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
England er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þann 7. júní næstkomandi tekur England á móti Íslandi og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrst var hins vegar leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu á dagskrá. Má segja að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi stillt upp B-liðinu í kvöld þar sem það vantaði flesta af sterkustu póstum liðsins. Let's go, #ThreeLions! 🦁 pic.twitter.com/NZreb4Xuor— England (@England) June 3, 2024 Í byrjunarliðið vantaði til að mynda Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Declan Rice, Jude Bellingham, Jack Grealish, Phil Foden, Bukayo Saka og Harry Kane. Sást það ef til vill á spilamennskunni en staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir slétta klukkustund komust heimamenn yfir þökk sé marki Cole Palmer af vítapunktinum. Vítaspyrna hafði verið dæmd eftir að brotið var á Ezri Konsa innan vítateigs. Bæðu Kane og Grealish komu inn af bekknum skömmu etir markið og áttu stóran þátt í að gulltryggja sigur Englands undir lok leiks. 🥶 pic.twitter.com/6VuSLzrDmf— England (@England) June 3, 2024 Þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Grealish þessa líka fínu sendingu á Trent Alexander-Arnold sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Trent lék á miðjunni í kvöld en hann er skráður sem miðjumaður í leikmannahópi Englands fyrir EM. Kane gekk svo endanlega frá leiknum ekki löngu síðar þegar boltinn féll til hans eftir að skot Jarrod Bowen fór í varnarmann. Kane réttur maður á réttum stað, eitthvað sem England vonast til að hann verði út sumarið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á St. James´ Park í Newcastle 3-0 Englandi í vil. Þá gerðu Þýskaland og Úkraínu markalaust jafntefli í Þýskalandi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira