Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2024 10:45 Svona birtist forsíða vefsíðunnar Euromore þegar leitað er að henni á íslensku. Íslenska útgáfan virðist byggja á vélþýðingu. Euromoe er aðgengileg á flestum Evrópumálum. Skjáskot/Euromore Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. Danska ríkisútvarpið komst yfir skjöl frá erlendri leyniþjónustustofnun sem sýna hvernig sjóður á vegum rússneskra stjórnvalda hefur verið notaður til þess komast í kringum refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og há upplýsingastríð í Evrópu. Sjóðurinn nefnist Pravfond og er að nafninu til ætlað að aðstoða Rússa sem búa erlendis. Afhjúpun DR og hóps evrópskra fjölmiðla leiddi þó í ljós að Pravfond hefur varið milljónum evra í að fjármagna áróðursherferðir fyrir ríkisstjórn Vladímírs Pútín þrátt fyrir að sjóðurinn megi ekki starfa í Evrópu vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins. Á meðal þess sem Pravfond hefur fjármagnað er vefsíðan Euromore. Samkvæmt skjölunum sem DR komst yfir frá Pravfond var vefsíðan stofnuð gagngert til þess að fegra ímynd Rússlands eftir að Evrópusambandið bannaði rússnesku ríkismiðlunum RT og Spútnik að senda út í Evrópu mánuði eftir að innrásin í Úkraínu hófst árið 2022. Euromore birtir greinar þar sem talað er um „sérstaka hernaðaraðgerð í Úkraínu“, „Rússafælni í Evrópu“ og „vernd rússneskunnar“. Það eru allt hugðarefni og orðfæri stjórnvalda í Kreml. Vefsíðan er nú til á næstum öllum tungumálum í Evrópu, þar á meðal á íslensku. Vélþýðing af erlendu máli Íslenskan á Euromore fengi þó líklega Jónas Hallgrímsson til þess að snúa sér í gröfinni. „Fjölmiðlum gegn stríðinu er verið að kreista út úr Evrópu. Undirbúningur fyrir þriðju heimsstyrjöldina?“ básúnar vefurinn í stærstu fyrirsögninni á forsíðunni. Greinin fjallar um umfjöllun fjölmiðlahópsins sem stóð að afhjúpuninni á Pravfond um helgina og virðist hafa verið snúið úr rússnesku yfir á íslensku með vélþýðingu. Aðrar fyrirsagnir á síðunni segja meðal annars „Bandaríkin eru að undirbúa Evrópu sem lamb til slátrunar“ og „Bandarísk yfirvöld ritskoða gagnrýni á átökin í Úkraínu“. DR segir að skjölin frá Pravfond sýni að aðstandendur Euromore reyni vísvitandi að komast í kringum viðskiptaþvinganir ESB með því að láta líta út fyrir að vefsíðan hafi ritstjórnarskrifstofur í nágrenni Brussel. Síðunni sé þó raunverulega stýrt frá Moskvu. Belgíski fjölmiðilinn Knack sem DR átti í samstarfi við heimsótti meint heimilisfang Euromore í Brussel en fann hvorki tangur né tetur þar. Umsjónarmaður byggingarinnar hafði engar upplýsingar um að Euromore eða Pravfond hefðu nokkru sinni leigt skrifstofu þar. Lygar og hreinn þvættingur Sérfræðingar sem DR ræddi við um Euromore telja að vefsíðan sé hluti af tilraunum Rússa til þess að grafa undan stuðningi Evrópuríkja við Úkraínu, sýna Rússland í jákvæðu ljósi og gagnrýna vestræn ríki. „Þegar við lítum á hvernig Rússland notar fréttasíður þá er það langt út fyrir öll viðmið í blaðamennsku og stór hluti af þessu er gabb, blekkingar, lygar og hreinn þvættingur,“ segir Søren Liborius, sérfræðingur í rússneskum upplýsingahernaði hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins. Í áðurnefndri grein á Euromore sem birtist í dag er því haldið fram að tugir áhugamanna sem séu andsnúnir stríðinu standi að síðunni. „Við höfum okkar eigin ritstjórn og erum ekki í samstarfi við rússnesk samtök, stofnanir eða yfirvöld. Við birtum aðeins áreiðanlegar upplýsingar og styðjum ekki neitt pólitískt afl!“ Styrktu vörn vopnasala og leigumorðingja Netáróður er ekki það eina sem Pravfond hefur fyrir stafni. Sjóðurinn tók þátt í að greiða fyrir málsvörn Viktors Bout, alræmds vopnasala, sem var í fangelsi í Bandaríkjunum þar til honum var sleppt í skiptum fyrir körfuboltakonuna Brittney Griner árið 2022, og Vadims Krasikov, rússnesks leigumorðingja sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tjetjenskan uppreisnarmann í Dýragarðinum í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Yfirmenn Pravfond í Evrópu koma úr röðum fyrrverandi leyniþjónustumanna, að sögn The Guardian. Vladímír Pozdorovkin, fyrrverandi útsendari rússnesku leyniþjónustunnar SVR, er sagður stjórna starfsemi Pravfond á Norðurlöndum og i Eystrasaltsríkjunum. Pravfond var stofnað með forsetatilskipun árið 2012. Sjóðurinn heyrir undir rússneska utanríkisráðuneytið og ríkisstofnun sem dreifir aðstoð erlendis. Alexander Udaltsov, forstöðumaður Pravfond, er á refsilista Evrópusambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Danska ríkisútvarpið komst yfir skjöl frá erlendri leyniþjónustustofnun sem sýna hvernig sjóður á vegum rússneskra stjórnvalda hefur verið notaður til þess komast í kringum refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og há upplýsingastríð í Evrópu. Sjóðurinn nefnist Pravfond og er að nafninu til ætlað að aðstoða Rússa sem búa erlendis. Afhjúpun DR og hóps evrópskra fjölmiðla leiddi þó í ljós að Pravfond hefur varið milljónum evra í að fjármagna áróðursherferðir fyrir ríkisstjórn Vladímírs Pútín þrátt fyrir að sjóðurinn megi ekki starfa í Evrópu vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins. Á meðal þess sem Pravfond hefur fjármagnað er vefsíðan Euromore. Samkvæmt skjölunum sem DR komst yfir frá Pravfond var vefsíðan stofnuð gagngert til þess að fegra ímynd Rússlands eftir að Evrópusambandið bannaði rússnesku ríkismiðlunum RT og Spútnik að senda út í Evrópu mánuði eftir að innrásin í Úkraínu hófst árið 2022. Euromore birtir greinar þar sem talað er um „sérstaka hernaðaraðgerð í Úkraínu“, „Rússafælni í Evrópu“ og „vernd rússneskunnar“. Það eru allt hugðarefni og orðfæri stjórnvalda í Kreml. Vefsíðan er nú til á næstum öllum tungumálum í Evrópu, þar á meðal á íslensku. Vélþýðing af erlendu máli Íslenskan á Euromore fengi þó líklega Jónas Hallgrímsson til þess að snúa sér í gröfinni. „Fjölmiðlum gegn stríðinu er verið að kreista út úr Evrópu. Undirbúningur fyrir þriðju heimsstyrjöldina?“ básúnar vefurinn í stærstu fyrirsögninni á forsíðunni. Greinin fjallar um umfjöllun fjölmiðlahópsins sem stóð að afhjúpuninni á Pravfond um helgina og virðist hafa verið snúið úr rússnesku yfir á íslensku með vélþýðingu. Aðrar fyrirsagnir á síðunni segja meðal annars „Bandaríkin eru að undirbúa Evrópu sem lamb til slátrunar“ og „Bandarísk yfirvöld ritskoða gagnrýni á átökin í Úkraínu“. DR segir að skjölin frá Pravfond sýni að aðstandendur Euromore reyni vísvitandi að komast í kringum viðskiptaþvinganir ESB með því að láta líta út fyrir að vefsíðan hafi ritstjórnarskrifstofur í nágrenni Brussel. Síðunni sé þó raunverulega stýrt frá Moskvu. Belgíski fjölmiðilinn Knack sem DR átti í samstarfi við heimsótti meint heimilisfang Euromore í Brussel en fann hvorki tangur né tetur þar. Umsjónarmaður byggingarinnar hafði engar upplýsingar um að Euromore eða Pravfond hefðu nokkru sinni leigt skrifstofu þar. Lygar og hreinn þvættingur Sérfræðingar sem DR ræddi við um Euromore telja að vefsíðan sé hluti af tilraunum Rússa til þess að grafa undan stuðningi Evrópuríkja við Úkraínu, sýna Rússland í jákvæðu ljósi og gagnrýna vestræn ríki. „Þegar við lítum á hvernig Rússland notar fréttasíður þá er það langt út fyrir öll viðmið í blaðamennsku og stór hluti af þessu er gabb, blekkingar, lygar og hreinn þvættingur,“ segir Søren Liborius, sérfræðingur í rússneskum upplýsingahernaði hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins. Í áðurnefndri grein á Euromore sem birtist í dag er því haldið fram að tugir áhugamanna sem séu andsnúnir stríðinu standi að síðunni. „Við höfum okkar eigin ritstjórn og erum ekki í samstarfi við rússnesk samtök, stofnanir eða yfirvöld. Við birtum aðeins áreiðanlegar upplýsingar og styðjum ekki neitt pólitískt afl!“ Styrktu vörn vopnasala og leigumorðingja Netáróður er ekki það eina sem Pravfond hefur fyrir stafni. Sjóðurinn tók þátt í að greiða fyrir málsvörn Viktors Bout, alræmds vopnasala, sem var í fangelsi í Bandaríkjunum þar til honum var sleppt í skiptum fyrir körfuboltakonuna Brittney Griner árið 2022, og Vadims Krasikov, rússnesks leigumorðingja sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tjetjenskan uppreisnarmann í Dýragarðinum í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Yfirmenn Pravfond í Evrópu koma úr röðum fyrrverandi leyniþjónustumanna, að sögn The Guardian. Vladímír Pozdorovkin, fyrrverandi útsendari rússnesku leyniþjónustunnar SVR, er sagður stjórna starfsemi Pravfond á Norðurlöndum og i Eystrasaltsríkjunum. Pravfond var stofnað með forsetatilskipun árið 2012. Sjóðurinn heyrir undir rússneska utanríkisráðuneytið og ríkisstofnun sem dreifir aðstoð erlendis. Alexander Udaltsov, forstöðumaður Pravfond, er á refsilista Evrópusambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels