Stöð 2 Sport
Útsending frá leik KR og Vals hefst klukkan 19:00. Valur er með 18 stig í 3. sæti en KR í 8. sæti með 11 stig og þarf að fara að sækja fleiri stig.
Að leik loknum er Stúkan á dagskrá og verður í beinni útsendingu klukkan 21:20.
Stöð 2 Sport 2
Úrslitaeinvígið í NBA-deildinni er framundan og í Lögmálum leiksins mun Kjartan Atli Kjartansson ásamt sérfærðingum fara yfir einvígi Dallas Mavericks og Boston Celtics sem hefst aðfaranótt föstudags.
Stöð 2 Sport 3
Leikur Murcia og Unicaja í undanúrslitum ACB-deildarinnar í körfubolta fer í loftið klukkan 18:20 en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Murcia.
Vodafone Sport
Leikur Gíbraltar og Skotlands verður sýndur beint klukkan 15:50 en Skotar eru á fullu að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Þýskalandi. England tekur síðan á móti Bosníu í æfingaleik sem verður sýndur beint klukkan 18:35 en England mætir síðan Íslandi á Wembley á föstudagskvöld.
Klukkan 22:05 verður leikur Edmonton Oilers og Dallas Stars í úrslitum Vesturdeildar NHL-deildarinnar sýndur beint.