Taktísk skilyrðing umræðunnar Magnús Davíð Norðdahl skrifar 2. júní 2024 13:00 Í aðdraganda kosninganna og ekki síður nú eftir úrslitin er sumum tamt að búa til og útfæra skilgreiningu á þeim sem kusu með „hjartanu“ og hinna sem gerðu það ekki og kusu það sem þeir hinir sömu kalla „taktískt“. Hugmyndin er þá sú að sumir kjósendur séu á einhvern hátt heiðarlegri, einlægari og betri en aðrir, í raun sannkallaðar tilfinningaverur, sem hlusta á hjartað, andstætt hinum sem eru þá kaldlyndari og reiða sig á skynsemina eina saman. Þessi nálgun er í grunninn ankannaleg og beinlínis röng. Í fyrsta lagi erum við öll manneskjur og fylgjum tilfinningum okkar og skynsemi í öllum okkar athöfnum dags daglega. Að draga fólk í dilka út frá þeim, sem eru betri og þeim sem eru verri í þessu samhengi, byggir á ákaflega einfaldri sýn á manneskjur og lítur framhjá því hversu lík við erum í raun og veru þegar kemur að uppbyggingu sálarlífs, hugsana og tilfinninga. Staðreyndin er sú að forsetakosningarnar 2024 kveiktu ákaflega sterkar tilfinningar í brjóstum flestra kjósenda. Þetta endurspeglast meðal annars í góðri kjörsókn enda eru tilfinningar það sem fyrst og síðast knýr fólk áfram þegar kemur að kosningum. Fólk flykkist á kjörstað bæði til þess að tryggja einhverjum, sem verður bara að fá kosningu því viðkomandi er svo frábær, og eins og þá yfirleitt á sama tíma til þess að koma í veg fyrir með öllum ráðum að einhver annar fái kosningu. Hér kallast á þrá eftir tilteknum frambjóðanda og ótti hvað annan varðar. Báðar þessar tilfinningar búa í hjartanu og geta verið mjög sterkar. Stór hópur fólks bar þá einlægu og heiðarlegu tilfinningu í brjósti að Katrín Jakobsdóttir ætti ekki erindi í embætti forseta Íslands á þessu tímamarki. Að baki þeirri tilfinningu voru alls konar rök og skynsemi. Sumir upplifðu það að hún hefði ekki nægjanlega fjarlægð sem öryggisventill gagnvart ríkisstjórn og þingi, aðrir að hún hefði ekki staðið með gildum vinstri hreyfingarinnar græns framboðs eins og þau voru í upphafi og hefði þannig brugðist öllum vonum og væntingum sem eitt sinn voru gerðar til hennar. Hversu margir fyrrum kjósendur Katrínar ætli að hafi kosið hana í gær? Ekki er ólíklegt að bylting hafi orðið á samsetningu kjósendahóps hennar enda naut Katrín í nýliðnum forsetakosningum stuðnings ráðandi afla, Morgunblaðsins og forystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta eitt og sér er til þess gert að kveikja heitan eld undir þeim sem eitt sinn kusu Katrínu og þar get ég sannarlega talið sjálfan mig. Samhliða þessu þá komu fram afskaplega frambærilegir frambjóðendur aðrir. Tel að okkur flestum hafi litist vel á Baldur, Höllu Hrund, Jón Gnarr og Höllu Tómasdóttur. Sú síðastnefnda skaraði að mínum dómi fram úr í kappræðum í aðdraganda kosninganna og kom fólki fyrir sjónir sem einstaklega vel gerð manneskja sem gæti sameinað þjóðina. Kjarni málsins er sá að stærstur hópur kjósenda gat valið einhvern, sem ágætis sátt myndi verða um, á sama tíma og komið var í veg fyrir að frambjóðandi, sem var ákaflega umdeildur, yrði forseti. Allt á grundvelli heitra tilfinninga og skynsemi enda erum við mannfólkið fyrst og síðast hugsandi tilfinningaverur. Hin taktíska skilyrðing umræðunnar, sem eftir atvikum var til þess gerð og sett fram til þess að þjóna tilteknum frambjóðanda frekar en öðrum, náði ekki fram að ganga sem betur fer. Hefðu kjósendur ekki sameinast um að fylkja liði að baki Höllu Tómasdóttur eins og aðstæður voru á kjördag þá hefði Katrín Jakobsdóttir unnið kosningarnar. En fólk fylgdi einmitt hjartanu og skynseminni og eftirlét ekki ráðandi öflum að telja sér trú um að það væri verri tegund af kjósanda sem væri í eðli sínu kaldlyndur og taktískur. Hjarta kjósenda og skynsemi leiddi þannig til góðrar niðurstöðu í kosningunum í gær. Höfundur er borgarfulltrúi og lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Magnús D. Norðdahl Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninganna og ekki síður nú eftir úrslitin er sumum tamt að búa til og útfæra skilgreiningu á þeim sem kusu með „hjartanu“ og hinna sem gerðu það ekki og kusu það sem þeir hinir sömu kalla „taktískt“. Hugmyndin er þá sú að sumir kjósendur séu á einhvern hátt heiðarlegri, einlægari og betri en aðrir, í raun sannkallaðar tilfinningaverur, sem hlusta á hjartað, andstætt hinum sem eru þá kaldlyndari og reiða sig á skynsemina eina saman. Þessi nálgun er í grunninn ankannaleg og beinlínis röng. Í fyrsta lagi erum við öll manneskjur og fylgjum tilfinningum okkar og skynsemi í öllum okkar athöfnum dags daglega. Að draga fólk í dilka út frá þeim, sem eru betri og þeim sem eru verri í þessu samhengi, byggir á ákaflega einfaldri sýn á manneskjur og lítur framhjá því hversu lík við erum í raun og veru þegar kemur að uppbyggingu sálarlífs, hugsana og tilfinninga. Staðreyndin er sú að forsetakosningarnar 2024 kveiktu ákaflega sterkar tilfinningar í brjóstum flestra kjósenda. Þetta endurspeglast meðal annars í góðri kjörsókn enda eru tilfinningar það sem fyrst og síðast knýr fólk áfram þegar kemur að kosningum. Fólk flykkist á kjörstað bæði til þess að tryggja einhverjum, sem verður bara að fá kosningu því viðkomandi er svo frábær, og eins og þá yfirleitt á sama tíma til þess að koma í veg fyrir með öllum ráðum að einhver annar fái kosningu. Hér kallast á þrá eftir tilteknum frambjóðanda og ótti hvað annan varðar. Báðar þessar tilfinningar búa í hjartanu og geta verið mjög sterkar. Stór hópur fólks bar þá einlægu og heiðarlegu tilfinningu í brjósti að Katrín Jakobsdóttir ætti ekki erindi í embætti forseta Íslands á þessu tímamarki. Að baki þeirri tilfinningu voru alls konar rök og skynsemi. Sumir upplifðu það að hún hefði ekki nægjanlega fjarlægð sem öryggisventill gagnvart ríkisstjórn og þingi, aðrir að hún hefði ekki staðið með gildum vinstri hreyfingarinnar græns framboðs eins og þau voru í upphafi og hefði þannig brugðist öllum vonum og væntingum sem eitt sinn voru gerðar til hennar. Hversu margir fyrrum kjósendur Katrínar ætli að hafi kosið hana í gær? Ekki er ólíklegt að bylting hafi orðið á samsetningu kjósendahóps hennar enda naut Katrín í nýliðnum forsetakosningum stuðnings ráðandi afla, Morgunblaðsins og forystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta eitt og sér er til þess gert að kveikja heitan eld undir þeim sem eitt sinn kusu Katrínu og þar get ég sannarlega talið sjálfan mig. Samhliða þessu þá komu fram afskaplega frambærilegir frambjóðendur aðrir. Tel að okkur flestum hafi litist vel á Baldur, Höllu Hrund, Jón Gnarr og Höllu Tómasdóttur. Sú síðastnefnda skaraði að mínum dómi fram úr í kappræðum í aðdraganda kosninganna og kom fólki fyrir sjónir sem einstaklega vel gerð manneskja sem gæti sameinað þjóðina. Kjarni málsins er sá að stærstur hópur kjósenda gat valið einhvern, sem ágætis sátt myndi verða um, á sama tíma og komið var í veg fyrir að frambjóðandi, sem var ákaflega umdeildur, yrði forseti. Allt á grundvelli heitra tilfinninga og skynsemi enda erum við mannfólkið fyrst og síðast hugsandi tilfinningaverur. Hin taktíska skilyrðing umræðunnar, sem eftir atvikum var til þess gerð og sett fram til þess að þjóna tilteknum frambjóðanda frekar en öðrum, náði ekki fram að ganga sem betur fer. Hefðu kjósendur ekki sameinast um að fylkja liði að baki Höllu Tómasdóttur eins og aðstæður voru á kjördag þá hefði Katrín Jakobsdóttir unnið kosningarnar. En fólk fylgdi einmitt hjartanu og skynseminni og eftirlét ekki ráðandi öflum að telja sér trú um að það væri verri tegund af kjósanda sem væri í eðli sínu kaldlyndur og taktískur. Hjarta kjósenda og skynsemi leiddi þannig til góðrar niðurstöðu í kosningunum í gær. Höfundur er borgarfulltrúi og lögmaður.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun