Slakur árangur og samskiptaleysi ástæðan fyrir brottvikningu Brynjars Björns Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2024 22:30 Brynjar Björn er ekki lengur þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna brottvikningar þjálfarans Brynjars Björns Gunnarssonar. Grindvíkingar segja að slakur árangur og samskiptaleysi sé ástæðan fyrir brottvikningunni. Í morgun bárust þær fréttir að knattspyrnudeild Grindavíkur hefði ákveðið að segja þjálfaranum Brynjari Birni Gunnarssyni upp störfum. Í viðtali við 433.is sagði Brynjar Björn að ástæða brottvikningarinnar væri samskipti við annan flokk félagsins. Þá hafi einnig komið upp atvik í tengslum við leik liðsins gegn Aftureldingu þar sem ungur leikmaður félagsins var ekki í hóp en leikmaðurinn er sonur háttsetts manns innan félagsins. „Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta nítjánda manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér,“ sagði Brynjar meðal annars í viðtalinu. Í frétt Fótbolti.net kom síðan fram að umræddur leikmaður væri sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er í stjórn knattspyrnudeildar, en Ólafur Már er bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Vals. Slakur árangur og samskiptaleysi Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að gengi meistaraflokks karla í upphafi móts hafi verið undir væntingum. Þá er sagt að samskiptaleysi þjálfara liðsins við leikmenn í meistaraflokki sem og 2. flokki karla sé ástæða brottvikningarinnar. „Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.“ Ekki er ljóst hver mun taka við stjórn liðs Grindavíkur sem er í 11. sæti Lengjudeilarinnar eftir fimm umferðir. Yfirlýsing stjórar knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni: Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk. Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins. Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins. Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans. Stjórn knattspyrnudeildar Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira
Í morgun bárust þær fréttir að knattspyrnudeild Grindavíkur hefði ákveðið að segja þjálfaranum Brynjari Birni Gunnarssyni upp störfum. Í viðtali við 433.is sagði Brynjar Björn að ástæða brottvikningarinnar væri samskipti við annan flokk félagsins. Þá hafi einnig komið upp atvik í tengslum við leik liðsins gegn Aftureldingu þar sem ungur leikmaður félagsins var ekki í hóp en leikmaðurinn er sonur háttsetts manns innan félagsins. „Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta nítjánda manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér,“ sagði Brynjar meðal annars í viðtalinu. Í frétt Fótbolti.net kom síðan fram að umræddur leikmaður væri sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er í stjórn knattspyrnudeildar, en Ólafur Már er bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Vals. Slakur árangur og samskiptaleysi Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að gengi meistaraflokks karla í upphafi móts hafi verið undir væntingum. Þá er sagt að samskiptaleysi þjálfara liðsins við leikmenn í meistaraflokki sem og 2. flokki karla sé ástæða brottvikningarinnar. „Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.“ Ekki er ljóst hver mun taka við stjórn liðs Grindavíkur sem er í 11. sæti Lengjudeilarinnar eftir fimm umferðir. Yfirlýsing stjórar knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni: Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk. Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins. Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins. Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans. Stjórn knattspyrnudeildar
Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira