Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 20:26 Inga Heiða Lunddal segir starfsfólk kjördeildar í Lækjarskóla hafa með einstakri kurteisi og vingjarnlegheitum hafa komið í veg fyrir að hún yrði pirruð þegar hún beið í klukkutíma í röð eftir kjörklefa. Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjarskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. „Þetta var bara galið,“ segir Inga Heiða Lunddal Gestsdóttir. Hún leggur áherslu á hve almennilegt og kurteist starfsfólk í Lækjarskóla hafi verið en biðin hafi þó reynt á þolinmæðina. Hún telur biðina líklega mega rekja til þess að í fyrstu kjördeild mæti þeir sem búi í ákveðnum götum en einnig fólk sem tilheyrir hópunum „Erlend búseta“ og „ótilgreint“. Auk þess séu húsin flest blokkir og því margir íbúar á einum fleti. Eina röðin „Það var ekki röð neins staðar nema í okkar kjördeild,“ segir Inga Heiða. Hún áætlar að um áttatíu manns hafi verið í röðinni þegar mest var sem mjakaðist áfram. Sumir höfðu alls ekki þolinmæði eða hreinlega tíma í biðina. „Það var ein sem sagðist ekki ætla að kjósa,“ segir Inga Heiða. Starfsfólk hafi brugðist skynsamlega við, hleypt henni fram fyrir og leyft að kjósa. Aðrir hafi yfirgefið svæðið og sagst ætla að koma aftur síðar. Hvort sú verði raunin þurfi að koma í ljós. Þótt Inga Heiða fái klukkutímann í röðinni fyrsta laugardaginn í júní aldrei aftur hrósar hún starfsfólki kjörnefndar í hástert. Þau hafi gengið um, leiðbeint fólki úr öðrum kjördeildum sem villtist í röðina löngu og svo leitað uppi eldra fólk og boðið því stóla. Nýtti atkvæðið vel „Þetta er allavega búið,“ segir Inga greinilega í góðum gír fyrir kvöldið. Hún hafi nýtt atkvæðið vel og kosið rétt. „Svo vil ég þakka stelpunni sem tók á móti okkur virkilega vel fyrir. Hún var svo brosmild og kurteis,“ segir Inga. Það hafi komið í veg fyrir að hægt væri að verða pirraður. Ekki náðist í Gest Svavarsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Forsetakosningar 2024 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31 „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57 Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Þetta var bara galið,“ segir Inga Heiða Lunddal Gestsdóttir. Hún leggur áherslu á hve almennilegt og kurteist starfsfólk í Lækjarskóla hafi verið en biðin hafi þó reynt á þolinmæðina. Hún telur biðina líklega mega rekja til þess að í fyrstu kjördeild mæti þeir sem búi í ákveðnum götum en einnig fólk sem tilheyrir hópunum „Erlend búseta“ og „ótilgreint“. Auk þess séu húsin flest blokkir og því margir íbúar á einum fleti. Eina röðin „Það var ekki röð neins staðar nema í okkar kjördeild,“ segir Inga Heiða. Hún áætlar að um áttatíu manns hafi verið í röðinni þegar mest var sem mjakaðist áfram. Sumir höfðu alls ekki þolinmæði eða hreinlega tíma í biðina. „Það var ein sem sagðist ekki ætla að kjósa,“ segir Inga Heiða. Starfsfólk hafi brugðist skynsamlega við, hleypt henni fram fyrir og leyft að kjósa. Aðrir hafi yfirgefið svæðið og sagst ætla að koma aftur síðar. Hvort sú verði raunin þurfi að koma í ljós. Þótt Inga Heiða fái klukkutímann í röðinni fyrsta laugardaginn í júní aldrei aftur hrósar hún starfsfólki kjörnefndar í hástert. Þau hafi gengið um, leiðbeint fólki úr öðrum kjördeildum sem villtist í röðina löngu og svo leitað uppi eldra fólk og boðið því stóla. Nýtti atkvæðið vel „Þetta er allavega búið,“ segir Inga greinilega í góðum gír fyrir kvöldið. Hún hafi nýtt atkvæðið vel og kosið rétt. „Svo vil ég þakka stelpunni sem tók á móti okkur virkilega vel fyrir. Hún var svo brosmild og kurteis,“ segir Inga. Það hafi komið í veg fyrir að hægt væri að verða pirraður. Ekki náðist í Gest Svavarsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar.
Forsetakosningar 2024 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31 „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57 Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31
„Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57
Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29