Afi skenkti leikmönnum Dortmund bjór Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júní 2024 14:16 Tómas Meyer er spenntur og nokkuð bjartsýnn fyrir kvöldinu. Vísir/Getty Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Dortmund í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Sá á afa sem færði leikmönnum liðsins bjór á knæpu í Dortmund og passar enn í treyju sína frá árinu 1997. Dortmund spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í þriðja sinn og í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar félagið tapaði fyrir löndum sínum í Bayern Munchen. Eini sigur liðsins í keppninni var árið 1997 þegar Dortmund vann Juventus 3-1 í úrslitum þökk sé mörkum Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Tómas Meyer, fótboltadómari með meiru er harður stuðningsmaður Dortmund, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Tómas að halda með Dortmund? „Þegar ég uppgötvaði það sem ungur maður að fjölskyldan mín hafði búið í Dortmund. Amma mín og afi eru Þjóðverjar, og þar af leiðandi mamma. Afi rak bar þar sem leikmenn liðsins komu og fengu sér sopa eftir æfingar,“ segir Tómas. „Mér finnst ég vera hluti af þessu félagi.“ Tómas Meyer er mikill stuðningsmaður Dortmund.Vísir/Stöð 2 Sport Tóku PSG tvisvar Hann bjóst ekki við þeim góða árangri sem Dortmund náði í keppninni í vetur. Dortmund dróst í afar erfiðan riðil með Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle United. En endaði þar efst. „Nei. Þegar haustið byrjaði og riðillinn kom, þá hugsaði ég með mér: „Reynum að ná í fimm til sjö stig, förum í Evrópudeildina og reynum að vinna þýska titilinn.“ En þeir unnu riðilinn og voru eiginlega bara langbesta liðið,“ segir Tómas. Dortmund mætti PSG aftur í undanúrslitum og vann tvo 1-0 sigra. „Það er leikurinn á móti Paris Saint Germain. Fyrst við tókum sigur heima var ég viss um að liðið væri að fara á Wembley. Og vildi fá Bayern með,“ segir Tómas en Real hafði að endingu betur gegn Bayern svo ekki verður endurtekning frá leiknum 2013 í kvöld. Klippa: Afi færði leikmönnum Dortmund bjór Passar enn í treyjuna frá 1997, takk fyrir Tómasi líst vel á kvöldið og segir tilfinninguna betri en 2013. Hún sé líkari árinu 1997 þegar Dortmund lagði Juventus. „Mér líst mjög vel á þetta. Búinn að kjósa forseta. Það er búin að vera önnur ára yfir liðinu í Meistaradeildinni. Tímabilið í deildinni var ekkert sérstakt, 5. Sæti, Meistaradeildarsæti samt sem áður. Þeim að þakka, út af árangrinum,“ „Ég er ofboðslega jákvæður fyrir þessu. Ég var ekki svona jákvæður fyrir ellefu árum þegar við vorum að spila við Bayern,“ „Mér líður svolítið eins og 1997, þegar enginn vissi hvað Borussia Dortmund var, af vinum mínum. Ég átti peysu og var í henni, menn spurðu hvað er þetta? Ég á þessa peysu ennþá og passa ennþá í hana, takk fyrir það,“ „Við spiluðum við Juventus sem var þá besta lið í Evrópu myndi ég segja. Við tókum þá 3-1, og það er nákvæmlega þannig sem þetta fer á laugardaginn,“ segir Tómas. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
Dortmund spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í þriðja sinn og í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar félagið tapaði fyrir löndum sínum í Bayern Munchen. Eini sigur liðsins í keppninni var árið 1997 þegar Dortmund vann Juventus 3-1 í úrslitum þökk sé mörkum Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Tómas Meyer, fótboltadómari með meiru er harður stuðningsmaður Dortmund, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Tómas að halda með Dortmund? „Þegar ég uppgötvaði það sem ungur maður að fjölskyldan mín hafði búið í Dortmund. Amma mín og afi eru Þjóðverjar, og þar af leiðandi mamma. Afi rak bar þar sem leikmenn liðsins komu og fengu sér sopa eftir æfingar,“ segir Tómas. „Mér finnst ég vera hluti af þessu félagi.“ Tómas Meyer er mikill stuðningsmaður Dortmund.Vísir/Stöð 2 Sport Tóku PSG tvisvar Hann bjóst ekki við þeim góða árangri sem Dortmund náði í keppninni í vetur. Dortmund dróst í afar erfiðan riðil með Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle United. En endaði þar efst. „Nei. Þegar haustið byrjaði og riðillinn kom, þá hugsaði ég með mér: „Reynum að ná í fimm til sjö stig, förum í Evrópudeildina og reynum að vinna þýska titilinn.“ En þeir unnu riðilinn og voru eiginlega bara langbesta liðið,“ segir Tómas. Dortmund mætti PSG aftur í undanúrslitum og vann tvo 1-0 sigra. „Það er leikurinn á móti Paris Saint Germain. Fyrst við tókum sigur heima var ég viss um að liðið væri að fara á Wembley. Og vildi fá Bayern með,“ segir Tómas en Real hafði að endingu betur gegn Bayern svo ekki verður endurtekning frá leiknum 2013 í kvöld. Klippa: Afi færði leikmönnum Dortmund bjór Passar enn í treyjuna frá 1997, takk fyrir Tómasi líst vel á kvöldið og segir tilfinninguna betri en 2013. Hún sé líkari árinu 1997 þegar Dortmund lagði Juventus. „Mér líst mjög vel á þetta. Búinn að kjósa forseta. Það er búin að vera önnur ára yfir liðinu í Meistaradeildinni. Tímabilið í deildinni var ekkert sérstakt, 5. Sæti, Meistaradeildarsæti samt sem áður. Þeim að þakka, út af árangrinum,“ „Ég er ofboðslega jákvæður fyrir þessu. Ég var ekki svona jákvæður fyrir ellefu árum þegar við vorum að spila við Bayern,“ „Mér líður svolítið eins og 1997, þegar enginn vissi hvað Borussia Dortmund var, af vinum mínum. Ég átti peysu og var í henni, menn spurðu hvað er þetta? Ég á þessa peysu ennþá og passa ennþá í hana, takk fyrir það,“ „Við spiluðum við Juventus sem var þá besta lið í Evrópu myndi ég segja. Við tókum þá 3-1, og það er nákvæmlega þannig sem þetta fer á laugardaginn,“ segir Tómas. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira