„Veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 31. maí 2024 22:51 Tilfinningarnar voru blendnar hjá Rúnari Kristinssyni eftir leikinn í Kaplakrika. vísir/anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í fótbolta, var að minnsta kosti sáttur með seinni hálfleik sinna manna þegar þeir mættu FH í kvöld. Fram lenti 3-0 undir en kom til baka og jafnaði í 3-3. „Ég veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur, þessi þrjú mörk í síðari hálfleik. En við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik og við vorum allir vondir í hálfleik, reiðir út í sjálfa okkur. Við börðumst ekki neitt og létum FH-inga valta yfir okkur á öllum sviðum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við höfðum engu að tapa í síðari hálfleik og ég sagði mönnum að við þyrftum að sýna úr hverju við erum gerðir og að berjast. Það var smá vindur og rigning og erfitt fyrir lið að fóta sig og spila fótbolta. Þetta var stór furðulegt en í seinni hálfleik gekk þetta miklu betur, við lögðum meiri vinnu í þetta og uppskárum mark. Þriðja markið þeirra kemur eftir skyndisókn, við komnir í dauðafæri hinum megin og þeir refsa okkur. Svo klórum við í bakkann, þeir missa mann útaf og við skorum í kjölfarið af brotinu.“ Framarar töpuðu illa á móti Breiðablik í síðasta leik en þeir sýndu karakter að koma til baka úr því sem komið var. „Við ræddum um það bæði í vikunni og fyrir leikinn að eftir síðasta leik að við getum ekki gefist upp, við getum ekki hætt. Við verðum að halda áfram sama hvað á dynur og þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik þá sagði ég við þá að við verðum að halda áfram annars endar þetta 5-6 núll fyrir FH,“ sagði Rúnar. „Ég hélt við myndum brotna alveg niður þegar þeir skoruðu þriðja markið en þá stigum við á bensíngjöfina og komum okkur í meiri sénsa. Þetta er ótrúlega flottur karakter og það var engin uppgjöf í okkar liði, við trúðum því ekki að við getum tapað.“ Rúnar Kristinsson ræddi vítaspyrnuna sem FH fékk í fyrri hálfleik og var sammála Pétri Guðmundssyni dómara. „Þetta var pjúra víti örugglega. Ég hefði viljað víti út á þetta í nákvæmlega sömu aðstæðum,“ sagði Rúnar sem tjáði sig einnig um rauða spjaldið á Böðvar Böðvarsson. „Ég held að hann fer með takkann á undan sér, ég sé þetta ekki nógu vel en ef hann fer með takkann á undan sér og í manninn fyrst þá er þetta gult spjald. Pétur var með ágætistök á þessu og leyfði smá hörku. Mér fannst kannski halla full mikið á okkur í þessum leik í mörgum atriðum en svo veit ég ekki hvort boltinn var inni þegar að þeir björguðu á línu en það skiptir ekki máli, við skoruðum hálfri mínútu seinna,“ sagði Rúnar. Nú er komið frí og leikmenn geta hlaðið batteríin. „Við erum þvílíkt fegnir að ná í stig hérna í Hafnarfirði, við vildum fá þrjú en eins og leikurinn þróaðist að þá erum við heppnir að ná í þetta stig og það gefur okkur trú áfram. Nú komumst við í fínt frí, strákarnir geta hlaðið batteríin,“ sagði Rúnar að endingu. Besta deild karla Fram FH Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
„Ég veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur, þessi þrjú mörk í síðari hálfleik. En við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik og við vorum allir vondir í hálfleik, reiðir út í sjálfa okkur. Við börðumst ekki neitt og létum FH-inga valta yfir okkur á öllum sviðum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við höfðum engu að tapa í síðari hálfleik og ég sagði mönnum að við þyrftum að sýna úr hverju við erum gerðir og að berjast. Það var smá vindur og rigning og erfitt fyrir lið að fóta sig og spila fótbolta. Þetta var stór furðulegt en í seinni hálfleik gekk þetta miklu betur, við lögðum meiri vinnu í þetta og uppskárum mark. Þriðja markið þeirra kemur eftir skyndisókn, við komnir í dauðafæri hinum megin og þeir refsa okkur. Svo klórum við í bakkann, þeir missa mann útaf og við skorum í kjölfarið af brotinu.“ Framarar töpuðu illa á móti Breiðablik í síðasta leik en þeir sýndu karakter að koma til baka úr því sem komið var. „Við ræddum um það bæði í vikunni og fyrir leikinn að eftir síðasta leik að við getum ekki gefist upp, við getum ekki hætt. Við verðum að halda áfram sama hvað á dynur og þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik þá sagði ég við þá að við verðum að halda áfram annars endar þetta 5-6 núll fyrir FH,“ sagði Rúnar. „Ég hélt við myndum brotna alveg niður þegar þeir skoruðu þriðja markið en þá stigum við á bensíngjöfina og komum okkur í meiri sénsa. Þetta er ótrúlega flottur karakter og það var engin uppgjöf í okkar liði, við trúðum því ekki að við getum tapað.“ Rúnar Kristinsson ræddi vítaspyrnuna sem FH fékk í fyrri hálfleik og var sammála Pétri Guðmundssyni dómara. „Þetta var pjúra víti örugglega. Ég hefði viljað víti út á þetta í nákvæmlega sömu aðstæðum,“ sagði Rúnar sem tjáði sig einnig um rauða spjaldið á Böðvar Böðvarsson. „Ég held að hann fer með takkann á undan sér, ég sé þetta ekki nógu vel en ef hann fer með takkann á undan sér og í manninn fyrst þá er þetta gult spjald. Pétur var með ágætistök á þessu og leyfði smá hörku. Mér fannst kannski halla full mikið á okkur í þessum leik í mörgum atriðum en svo veit ég ekki hvort boltinn var inni þegar að þeir björguðu á línu en það skiptir ekki máli, við skoruðum hálfri mínútu seinna,“ sagði Rúnar. Nú er komið frí og leikmenn geta hlaðið batteríin. „Við erum þvílíkt fegnir að ná í stig hérna í Hafnarfirði, við vildum fá þrjú en eins og leikurinn þróaðist að þá erum við heppnir að ná í þetta stig og það gefur okkur trú áfram. Nú komumst við í fínt frí, strákarnir geta hlaðið batteríin,“ sagði Rúnar að endingu.
Besta deild karla Fram FH Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira