Hæfasti einstaklingurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. júní 2024 09:00 Forsetakosningarnar sem fram fara í dag snúast fyrst og fremst um hæfasta einstaklinginn til þess að gegna embætti forseta Íslands að mati hvers og eins. Kosningarnar eru persónukjör. Þær eru í raun atvinnuviðtal eins og ýmsir hafa nefnt réttilega. Við kjósendur erum sameiginlega að ráða í starfið. Hver og einn greiðir atkvæði með þeim sem hann vill sjá sem forseta lýðveldisins og síðan liggur niðurstaðan fyrir. Við Katrín Jakobsdóttir höfum þekkst í hátt í tvo áratugi og höfum við ýmis tækifæri rætt saman um pólitík. Gagnkvæmt traust hefur ríkt á milli okkar þrátt fyrir að við höfum verið staðsett á ólíkum stöðum í stjórnmálunum. Sem er ekki sízt ástæða þess að ég hyggst kjósa hana í forsetakosningunum. Ég tel hana einfaldlega hæfasta einstaklinginn af þeim sem sækjast eftir því að gegna embættinu. Mér hefur alltaf þótt virðingarvert hversu reiðubúin Katrín hefur augljóslega verið að hlusta á og íhuga mín sjónarmið. Jafnvel þó gjarnan væri um að ræða nálgun sem ekki samrýmdist hennar persónulegu sýn á lífið og tilveruna. Enda er ég hægrimaður og hún til vinstri. Þetta hafa fjölmargir aðrir nefnt, bæði í umræðunni í aðdraganda kosningabaráttunnar og á liðnum árum. Þetta á því miður ekki við um alla. Talað hefur verið um það að Katrín sé umdeild. Vitanlega. Forystumenn verða alltaf umdeildir enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að standa í stafni og þurfa að geta tekið umdeildar og erfiðar ákvarðanir. Það þarf forseti lýðveldisins líka að geta gert. Á sama tíma hefur Katrín sýnt einstaka hæfileika til þess að vinna með og virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að finna lausnir á sameiginlegum verkefnum. Ég ætla að kjósa Katrínu sem næsta forseta Íslands. Þann einstakling sem ég tel hæfastan af þeim sem í boði eru til þess að gegna embættinu. Ég vona að aðrir kjósendur kjósi að sama skapi þann einstakling sem þeir telja hæfastan. Ég hygg að flestir ættu að geta tekið undir þá nálgun og ekki sízt þeir sem eru líkt og ég hægramegin í stjórnmálunum. Lýðræðið sker svo úr um það hver verður næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar sem fram fara í dag snúast fyrst og fremst um hæfasta einstaklinginn til þess að gegna embætti forseta Íslands að mati hvers og eins. Kosningarnar eru persónukjör. Þær eru í raun atvinnuviðtal eins og ýmsir hafa nefnt réttilega. Við kjósendur erum sameiginlega að ráða í starfið. Hver og einn greiðir atkvæði með þeim sem hann vill sjá sem forseta lýðveldisins og síðan liggur niðurstaðan fyrir. Við Katrín Jakobsdóttir höfum þekkst í hátt í tvo áratugi og höfum við ýmis tækifæri rætt saman um pólitík. Gagnkvæmt traust hefur ríkt á milli okkar þrátt fyrir að við höfum verið staðsett á ólíkum stöðum í stjórnmálunum. Sem er ekki sízt ástæða þess að ég hyggst kjósa hana í forsetakosningunum. Ég tel hana einfaldlega hæfasta einstaklinginn af þeim sem sækjast eftir því að gegna embættinu. Mér hefur alltaf þótt virðingarvert hversu reiðubúin Katrín hefur augljóslega verið að hlusta á og íhuga mín sjónarmið. Jafnvel þó gjarnan væri um að ræða nálgun sem ekki samrýmdist hennar persónulegu sýn á lífið og tilveruna. Enda er ég hægrimaður og hún til vinstri. Þetta hafa fjölmargir aðrir nefnt, bæði í umræðunni í aðdraganda kosningabaráttunnar og á liðnum árum. Þetta á því miður ekki við um alla. Talað hefur verið um það að Katrín sé umdeild. Vitanlega. Forystumenn verða alltaf umdeildir enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að standa í stafni og þurfa að geta tekið umdeildar og erfiðar ákvarðanir. Það þarf forseti lýðveldisins líka að geta gert. Á sama tíma hefur Katrín sýnt einstaka hæfileika til þess að vinna með og virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að finna lausnir á sameiginlegum verkefnum. Ég ætla að kjósa Katrínu sem næsta forseta Íslands. Þann einstakling sem ég tel hæfastan af þeim sem í boði eru til þess að gegna embættinu. Ég vona að aðrir kjósendur kjósi að sama skapi þann einstakling sem þeir telja hæfastan. Ég hygg að flestir ættu að geta tekið undir þá nálgun og ekki sízt þeir sem eru líkt og ég hægramegin í stjórnmálunum. Lýðræðið sker svo úr um það hver verður næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun