Uppgjör og viðtöl: Vestri-Stjarnan 4-2 | Vestramenn með stjörnuleik Dagur Lárusson skrifar 2. júní 2024 15:55 Vestramenn spila heimaleiki sína í Laugardalnum í upphafi móts. Vísir/Diego Vestramenn hoppuðu upp fyrir HK og upp í níunda sæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 heimasigur á Stjörnunni en leikurinn var spilaður í Laugardalnum. Stjörnuliðið hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum. Fyrri hálfleikurinn var hreinasta skemmtun frá A-Ö en fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins þrjá mínútur. Þá tók Toby King hornspyrnu sem endaði með því að Jeppe Gertsen náði að koma boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-0. Hún var þó ekki lengi þannig því aðeins fimm mínútum síðar slapp Johannes Selvén einn í gegn og skoraði framhjá Árna Snæ og tvöfaldaði því forystu Vestra. Leikmenn Stjörnunnar voru algjörlega andlausir fyrstu mínútur leiksins og var lítið sem benti til þess að liðið myndi ná að minnka muninn. En það gerðist þó á 18. mínútu þegar Haukur Örn fékk boltann til sín fyrir utan teig og hann skaut boltanum, viðstöðulaust í hægra hornið og staðan orðin 2-1. Þá tók við kafli þar sem leikurinn var í miklu jafnvægi og var Stjarnan eflaust líklegri að skora næsta mark en það gerðist hins vegar ekki. Vestri fékk skyndisókn á 40. mínútu sem endaði með því að Silas Songani fékk boltann til sín á fjarstönginni, lék á varnarmann áður en hann kom boltanum í netið. Staðan orðin 3-1 fyrir Vestra. Stuðningsmenn voru þó nánast ekki hættir að fagna markinu þegar Stjarnan minnkaði muninn aftur og aftur var það Haukur Örn sem gerði það en hann fékk boltann óvænt til sín inn á teig og þakkaði pent fyrir sig og skoraði sitt annað mark. Staðan orðin 3-2 og þannig var hún í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki alveg jafn fjörugur en það var lítið um færi fyrstu tuttugu mínúturnar en á 70. mínútu kom næsta mark. Þá fékk Toby King boltann inn á teig, lék á varnarmenn áður en hann þrumaði boltanum upp í samskeytin. Algjörlega óverjandi og staðan orðin 4-2. Þetta reyndist síðasta mark leiksins og lokatölur því 4-2. Atvik leiksins Atvik leiksins segi ég að hafi verið fyrsta mark Vestra en það setti tóninn fyrir leikinn. Í því marki mátti bersýnilega sjá hvort liðið var tilbúið til þess að berjast fyrir boltanum og það lið var Vestri. Stjörnurnar og skúrkarnir Ég ætla að velja Toby King sem mann leiksins hjá mér. Tók horspyrnuna í fyrsta markinu og skoraði síðan þetta stórglæsilega fjórða mark Vestra. Hvað skúrka varðar er erfitt að velja bara einn leikmenn Stjörnunnar fyrir þessar upphafsmínútur í leiknum. Dómararnir Ég myndi segja að dómararnir hafi átt góðan leik. Það var stundum baulað á þá eftir einhverjar ákvarðanir en það er það sem gengur og gerist í þessu. Stemningin og umgjörð Stemningin var ágæt þrátt fyrir leiðinlegt veður og mikið um kosningapartý langt fram á nótt. Umgjörðin var síðan til fyrirmyndar. Ósáttur með mörk sem við gefum þeim Jökull á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink ,,Ég er bara óánægður með mörk sem við gefum þeim,” byrjaði hundfúll Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. Fyrstu mínútur leiksins voru virkilega slæmar að hálfu Stjörnunnar en Jökull talaði aðeins um þær. „Já þær sættiu eflaust tóninn fyrir restina af leiknum, ég átta mig ekki almennilega á því. En stóra málið er auðvitað þessu fjögur mörk sem við fáum á okkur sem er bara alltof mikið af mörkum. Mikið af augnablikum sem við getum við ósáttir við okkur sjálfa og við þurfum bara að gera betur,“ hélt Jökull áfram að segja. Jökull vildi meina að þrátt fyrir tapið hafi hans leikmenn þó verið ákveðnir í baráttunni. „Mér fannst menn alveg vera agressívir en samt svona þegar á heildina er litið þá eru þetta of mörg skipti þar sem við erum ekki í lagi.“ „Það er ómögulegt að segja nákvæmlega hvað er að hjá okkur. Það er nú langt í næsta leik hjá okkur og við sökkvum okkur vel ofan í þetta og endurstillum okkur aðeins,“ endaði Jökull á að segja. Besta frammistaða síðan ég kom hingað Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.Vísir/Pawel Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var að vonum kampakátur eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni í dag. „Ég er auðvitað bara ofboðslega sáttur, virkilega góð frammistaða hjá mínu liði,“ byrjaði Davíð að segja. „Það er erfitt að tjá sig og nefna eitthvað eitt þegar hlutirnir ganga svona ótrúlega vel en ég virkilega sáttur við þetta,“ hélt Davíð áfram að segja. Davíð Smári var í banni í þessum leik og þurfti því að horfa á leikinn upp í stúku sem hann segir að hafi verið erfitt. „Þetta var auðvitað mjög erfitt en frammistaða liðsins gerði það auðveldara fyrir mig. Hlutirnir gengu mjög vel í dag og eins og ég nefndi fyrir leik þá ætluðum við að þora að spila í gegnum pressuna hjá þeim settum inn í liðið leikmann sem er ekki hræddur við það. Síðan ætluðum við að nýta okkur það að vinna boltann hátt uppi og skapa færi þannig og það virkaði vel. Davíð Smári vildi meina að þetta væri besta frammistaða liðsins síðan hann tók við liðinu. „Þetta er besta frammistaða Vestra síðan ég kom til Vestra þannig ég get ekki verið sáttari,“ endaði Davíð á að segja. Vestri Stjarnan Besta deild karla
Vestramenn hoppuðu upp fyrir HK og upp í níunda sæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 heimasigur á Stjörnunni en leikurinn var spilaður í Laugardalnum. Stjörnuliðið hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum. Fyrri hálfleikurinn var hreinasta skemmtun frá A-Ö en fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins þrjá mínútur. Þá tók Toby King hornspyrnu sem endaði með því að Jeppe Gertsen náði að koma boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-0. Hún var þó ekki lengi þannig því aðeins fimm mínútum síðar slapp Johannes Selvén einn í gegn og skoraði framhjá Árna Snæ og tvöfaldaði því forystu Vestra. Leikmenn Stjörnunnar voru algjörlega andlausir fyrstu mínútur leiksins og var lítið sem benti til þess að liðið myndi ná að minnka muninn. En það gerðist þó á 18. mínútu þegar Haukur Örn fékk boltann til sín fyrir utan teig og hann skaut boltanum, viðstöðulaust í hægra hornið og staðan orðin 2-1. Þá tók við kafli þar sem leikurinn var í miklu jafnvægi og var Stjarnan eflaust líklegri að skora næsta mark en það gerðist hins vegar ekki. Vestri fékk skyndisókn á 40. mínútu sem endaði með því að Silas Songani fékk boltann til sín á fjarstönginni, lék á varnarmann áður en hann kom boltanum í netið. Staðan orðin 3-1 fyrir Vestra. Stuðningsmenn voru þó nánast ekki hættir að fagna markinu þegar Stjarnan minnkaði muninn aftur og aftur var það Haukur Örn sem gerði það en hann fékk boltann óvænt til sín inn á teig og þakkaði pent fyrir sig og skoraði sitt annað mark. Staðan orðin 3-2 og þannig var hún í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki alveg jafn fjörugur en það var lítið um færi fyrstu tuttugu mínúturnar en á 70. mínútu kom næsta mark. Þá fékk Toby King boltann inn á teig, lék á varnarmenn áður en hann þrumaði boltanum upp í samskeytin. Algjörlega óverjandi og staðan orðin 4-2. Þetta reyndist síðasta mark leiksins og lokatölur því 4-2. Atvik leiksins Atvik leiksins segi ég að hafi verið fyrsta mark Vestra en það setti tóninn fyrir leikinn. Í því marki mátti bersýnilega sjá hvort liðið var tilbúið til þess að berjast fyrir boltanum og það lið var Vestri. Stjörnurnar og skúrkarnir Ég ætla að velja Toby King sem mann leiksins hjá mér. Tók horspyrnuna í fyrsta markinu og skoraði síðan þetta stórglæsilega fjórða mark Vestra. Hvað skúrka varðar er erfitt að velja bara einn leikmenn Stjörnunnar fyrir þessar upphafsmínútur í leiknum. Dómararnir Ég myndi segja að dómararnir hafi átt góðan leik. Það var stundum baulað á þá eftir einhverjar ákvarðanir en það er það sem gengur og gerist í þessu. Stemningin og umgjörð Stemningin var ágæt þrátt fyrir leiðinlegt veður og mikið um kosningapartý langt fram á nótt. Umgjörðin var síðan til fyrirmyndar. Ósáttur með mörk sem við gefum þeim Jökull á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink ,,Ég er bara óánægður með mörk sem við gefum þeim,” byrjaði hundfúll Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. Fyrstu mínútur leiksins voru virkilega slæmar að hálfu Stjörnunnar en Jökull talaði aðeins um þær. „Já þær sættiu eflaust tóninn fyrir restina af leiknum, ég átta mig ekki almennilega á því. En stóra málið er auðvitað þessu fjögur mörk sem við fáum á okkur sem er bara alltof mikið af mörkum. Mikið af augnablikum sem við getum við ósáttir við okkur sjálfa og við þurfum bara að gera betur,“ hélt Jökull áfram að segja. Jökull vildi meina að þrátt fyrir tapið hafi hans leikmenn þó verið ákveðnir í baráttunni. „Mér fannst menn alveg vera agressívir en samt svona þegar á heildina er litið þá eru þetta of mörg skipti þar sem við erum ekki í lagi.“ „Það er ómögulegt að segja nákvæmlega hvað er að hjá okkur. Það er nú langt í næsta leik hjá okkur og við sökkvum okkur vel ofan í þetta og endurstillum okkur aðeins,“ endaði Jökull á að segja. Besta frammistaða síðan ég kom hingað Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.Vísir/Pawel Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var að vonum kampakátur eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni í dag. „Ég er auðvitað bara ofboðslega sáttur, virkilega góð frammistaða hjá mínu liði,“ byrjaði Davíð að segja. „Það er erfitt að tjá sig og nefna eitthvað eitt þegar hlutirnir ganga svona ótrúlega vel en ég virkilega sáttur við þetta,“ hélt Davíð áfram að segja. Davíð Smári var í banni í þessum leik og þurfti því að horfa á leikinn upp í stúku sem hann segir að hafi verið erfitt. „Þetta var auðvitað mjög erfitt en frammistaða liðsins gerði það auðveldara fyrir mig. Hlutirnir gengu mjög vel í dag og eins og ég nefndi fyrir leik þá ætluðum við að þora að spila í gegnum pressuna hjá þeim settum inn í liðið leikmann sem er ekki hræddur við það. Síðan ætluðum við að nýta okkur það að vinna boltann hátt uppi og skapa færi þannig og það virkaði vel. Davíð Smári vildi meina að þetta væri besta frammistaða liðsins síðan hann tók við liðinu. „Þetta er besta frammistaða Vestra síðan ég kom til Vestra þannig ég get ekki verið sáttari,“ endaði Davíð á að segja.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti