Til þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu Jakobsdóttur Guðlaugur Bragason skrifar 31. maí 2024 10:46 Þegar kemur að því að ræða fólk sem býður sig fram til opinberra embætta finnst mér mikilvægt að aðgát sé höfð í nærveru sálar. Þrátt fyrir að eiginhagsmunir og vinahylling geti verið kveikjan að slíku framboði hugsa ég að flestir bjóði sig fram af heilum hug með trú á eigin getu og því ber að fagna. Mér finnst því vert að taka fram að þessi grein fjallar ekki um persónuna Katrínu Jakobsdóttur, heldur miðast skrifin að störfum hennar sem fráfarandi forsætisráðherra og nokkur atriði tengd því starfi sem ég tel geta grafið undan embætti forseta Íslands nái hún kjöri. Nú eru skiptar skoðanir á því hvað raunverulega felst í embætti forseta Íslands og má t.d. heyra fullyrðingar þess efnis að embættið eigi að vera upp á punt, eða um sé að ræða einhvers konar sameiningartákn sem hafi það hlutverk að koma vel fyrir í orði og mynd. Ég tel hins vegar að þessi atriði fölni í samanburði við mikilvægi þess valds sem forseti hefur til að vísa lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég set þ.a.l. málskotsréttinn ofar öðru mikilvægi sem eina öryggisventil þjóðarinnar ef Alþingi bregst okkur. Sem dæmi þá var líklega ekki efst í huga Íslendinga að forseti kæmi vel fyrir eða hefði eitthvað sameiningargildi þegar Alþingi samþykkti að borga Icesave á sínum tíma. Mér finnst að sama skapi mikilvægt að forseti Íslands sé boðberi friðar og passi sig að taka enga afstöðu fyrir hönd Íslands í átökum erlendis, nema þá afstöðu til friðar. Út frá þessum atriðum og mati á störfum Katrínar sem forsætisráðherra langaði mig að nefna nokkur dæmi sem ég tel grafa undan hæfni hennar til að gegna embættis forseta Íslands. - Mikil ólga var í íslensku samfélagi í byrjun árs árið 2005 þegar þáverandi forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson ásamt Davíð Oddssyni studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Hlutleysi Íslands á vígvellinum var fokið út í veður og vind vegna geðþóttaákvörðunar tveggja einstaklinga. Ég hef ávallt harmað þessa ákvörðun og þá ekki síður í því ljósi að innrásin var réttlætt með upplognum fullyrðingum um gereyðingarvopn Saddam Hussein. Núna 19 árum síðar er ekki nóg að Ísland taki afstöðu í stríði heldur eru íslenskir skattpeningar notaðir til þess að kaupa vopn til að nota gegn hermönnum stærsta kjarnorkuveldis sögunnar. Rök Katrínar Jakobsdóttur í kappræðum um þessi vopnakaup voru á þann veg að Ísland væri í NATO og sé þ.a.l. ekki hlutlaus þjóð. Gott og vel, en er Katrín þá ekki búin að útiloka sig sem talsmann friðar hafandi verið kyndilberi ríkisstjórnar í vopnakaupum? Myndi Katrín svo beita sér gegn herskáum ákvörðunum Alþingis ef það kæmi sterkur friðarvilji frá þjóðinni? Ef lesanda finnst friðarboðskapur mikilvægt hlutverk forseta vona ég að þetta vekji einhverja umhugsun. - Nú eru skiptar skoðanir á fóstureyðingum og hvar siðferðilegur tímarammi liggur hvað þær varðar. Viljum við forseta sem hefur þá skoðun að það eigi að leyfa fóstureyðingu fram að fæðingu?[1] Verandi mikill áhugamaður um siðferðislegar vangaveltur þá veit ég að þetta er flókið mál með engri augljósri lausn. Viljum við samt forseta sem er tilbúinn að skrifa undir lög sem setja lækna í þá stöðu að þurfa eyða lífi sem getur lifað sjálfstætt utan móðurkviðs? Ég vill síður fullyrða eitthvað um siðferði fyrrverandi forsætisráðherra, en finnst eðlilegt að kjósendur með aðrar skoðanir á þessu máli velti fyrir sér hvort hún sé þeirra málsvari. - Munu stjórnvöld aftur elta önnur ríki gagnrýnislaust í sóttvarnaraðgerðum í öðrum heimsfaraldri? Gagnrýni á Covid-tíma er ekki viðfangsefni þessarar greinar, en ég spyr þá lesendur sem eru farnir að sjá sóttvarnaraðgerðir í öðru ljósi í dag hvort við viljum forseta sem leiddi slíkar aðgerðir hér á landi en braut síðan sjálf þessar reglur þegar hentaði?[2] Er ekki mikilvægt að það sé maður eða kona í brúnni sem hlustar á aðrar hliðar þegar einhliða fréttir berast að utan um faraldur eða önnur mál sem geta varðað frelsi okkar? - Við ritun þessarar greinar kom í ljós að allir forsetaframbjóðendur nema einn settu kröfu á RUV um að sama fyrirkomulag yrði á kappræðum daginn fyrir kosningar og í þeim fyrri, eða að allir frambjóðendur sitji við sama borð. Eini frambjóðandinn sem gerði ekki slíka kröfu var Katrín Jakobsdóttir sem er að mínu mati að styðja við ólýðræðislegar ákvarðanir ríkismiðilsins sem byggir sína ákvörðun á niðurstöðum skoðanakannana einkafyrirtækja út í bæ. Ég veit ekki hvað lesendum finnst um þetta atriði, en mér finnst þetta sýna mikinn dómgreindarbrest og í leiðinni grafa undan trausti mínu á að fyrrverandi forsætisráðherra átti sig á mikilvægi lýðræðis og hlutleysis ríkismiðilsins. - Vilja kjósendur forseta sem er nýbúin að svíkja kjósendur sína með að klára ekki kjörtímabil forsætisráðherra, og hefur í kjölfarið gert líklega umdeildasta stjórnmálamann Íslandssögunnar að forsætisráðherra? Ég hefði haldið að það væri lágmarkseiginleiki verðmæts starfskrafts að klára hafin verk, en gildir það ekki líka þegar um er að ræða valdamikil embætti? Við kjósendur verðum að átta okkur á því að heimurinn sem við lifum í er allt annar í dag en hann var fyrir 8 árum síðan, og því ekki ólíklegt að einhverjar áskoranir sem að þjóðinni steðja muni enda á skrifborði forseta á næstu árum. Ég tel handhafa málskotsréttsins vera í einni mikilvægustu stöðu þjóðarinnar. Ég set því stórt spurningarmerki við forseta sem hefur verið hinum megin við borðið og átt þátt í að mynda þá ríkisstjórn sem viðkomandi myndi verða öryggisventill fyrir. M.ö.o. þá tel ég að óháð ferilsskrá Katrínar í stjórnmálum, þá geti framboð hennar til forseta á þessum tímapunkti valdið of miklum hagsmunaárekstrum og líklegt í því ljósi að hún myndi ekki standa með þjóðinni ef til hennar kæmu umdeild lög frá þeirri ríkisstjórn sem hún sjálf leiddi. Að því sögðu óska ég hverjum þeirra tólf sem hreppir hnossið á laugardaginn til hamingju með embættið og velfarnaðar í starfi. Höfundur er heimspekingur [1] https://heimildin.is/grein/8988/ [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/08/20/katrin_rugladist_a_grimuskyldu/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Guðlaugur Bragason Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kemur að því að ræða fólk sem býður sig fram til opinberra embætta finnst mér mikilvægt að aðgát sé höfð í nærveru sálar. Þrátt fyrir að eiginhagsmunir og vinahylling geti verið kveikjan að slíku framboði hugsa ég að flestir bjóði sig fram af heilum hug með trú á eigin getu og því ber að fagna. Mér finnst því vert að taka fram að þessi grein fjallar ekki um persónuna Katrínu Jakobsdóttur, heldur miðast skrifin að störfum hennar sem fráfarandi forsætisráðherra og nokkur atriði tengd því starfi sem ég tel geta grafið undan embætti forseta Íslands nái hún kjöri. Nú eru skiptar skoðanir á því hvað raunverulega felst í embætti forseta Íslands og má t.d. heyra fullyrðingar þess efnis að embættið eigi að vera upp á punt, eða um sé að ræða einhvers konar sameiningartákn sem hafi það hlutverk að koma vel fyrir í orði og mynd. Ég tel hins vegar að þessi atriði fölni í samanburði við mikilvægi þess valds sem forseti hefur til að vísa lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég set þ.a.l. málskotsréttinn ofar öðru mikilvægi sem eina öryggisventil þjóðarinnar ef Alþingi bregst okkur. Sem dæmi þá var líklega ekki efst í huga Íslendinga að forseti kæmi vel fyrir eða hefði eitthvað sameiningargildi þegar Alþingi samþykkti að borga Icesave á sínum tíma. Mér finnst að sama skapi mikilvægt að forseti Íslands sé boðberi friðar og passi sig að taka enga afstöðu fyrir hönd Íslands í átökum erlendis, nema þá afstöðu til friðar. Út frá þessum atriðum og mati á störfum Katrínar sem forsætisráðherra langaði mig að nefna nokkur dæmi sem ég tel grafa undan hæfni hennar til að gegna embættis forseta Íslands. - Mikil ólga var í íslensku samfélagi í byrjun árs árið 2005 þegar þáverandi forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson ásamt Davíð Oddssyni studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Hlutleysi Íslands á vígvellinum var fokið út í veður og vind vegna geðþóttaákvörðunar tveggja einstaklinga. Ég hef ávallt harmað þessa ákvörðun og þá ekki síður í því ljósi að innrásin var réttlætt með upplognum fullyrðingum um gereyðingarvopn Saddam Hussein. Núna 19 árum síðar er ekki nóg að Ísland taki afstöðu í stríði heldur eru íslenskir skattpeningar notaðir til þess að kaupa vopn til að nota gegn hermönnum stærsta kjarnorkuveldis sögunnar. Rök Katrínar Jakobsdóttur í kappræðum um þessi vopnakaup voru á þann veg að Ísland væri í NATO og sé þ.a.l. ekki hlutlaus þjóð. Gott og vel, en er Katrín þá ekki búin að útiloka sig sem talsmann friðar hafandi verið kyndilberi ríkisstjórnar í vopnakaupum? Myndi Katrín svo beita sér gegn herskáum ákvörðunum Alþingis ef það kæmi sterkur friðarvilji frá þjóðinni? Ef lesanda finnst friðarboðskapur mikilvægt hlutverk forseta vona ég að þetta vekji einhverja umhugsun. - Nú eru skiptar skoðanir á fóstureyðingum og hvar siðferðilegur tímarammi liggur hvað þær varðar. Viljum við forseta sem hefur þá skoðun að það eigi að leyfa fóstureyðingu fram að fæðingu?[1] Verandi mikill áhugamaður um siðferðislegar vangaveltur þá veit ég að þetta er flókið mál með engri augljósri lausn. Viljum við samt forseta sem er tilbúinn að skrifa undir lög sem setja lækna í þá stöðu að þurfa eyða lífi sem getur lifað sjálfstætt utan móðurkviðs? Ég vill síður fullyrða eitthvað um siðferði fyrrverandi forsætisráðherra, en finnst eðlilegt að kjósendur með aðrar skoðanir á þessu máli velti fyrir sér hvort hún sé þeirra málsvari. - Munu stjórnvöld aftur elta önnur ríki gagnrýnislaust í sóttvarnaraðgerðum í öðrum heimsfaraldri? Gagnrýni á Covid-tíma er ekki viðfangsefni þessarar greinar, en ég spyr þá lesendur sem eru farnir að sjá sóttvarnaraðgerðir í öðru ljósi í dag hvort við viljum forseta sem leiddi slíkar aðgerðir hér á landi en braut síðan sjálf þessar reglur þegar hentaði?[2] Er ekki mikilvægt að það sé maður eða kona í brúnni sem hlustar á aðrar hliðar þegar einhliða fréttir berast að utan um faraldur eða önnur mál sem geta varðað frelsi okkar? - Við ritun þessarar greinar kom í ljós að allir forsetaframbjóðendur nema einn settu kröfu á RUV um að sama fyrirkomulag yrði á kappræðum daginn fyrir kosningar og í þeim fyrri, eða að allir frambjóðendur sitji við sama borð. Eini frambjóðandinn sem gerði ekki slíka kröfu var Katrín Jakobsdóttir sem er að mínu mati að styðja við ólýðræðislegar ákvarðanir ríkismiðilsins sem byggir sína ákvörðun á niðurstöðum skoðanakannana einkafyrirtækja út í bæ. Ég veit ekki hvað lesendum finnst um þetta atriði, en mér finnst þetta sýna mikinn dómgreindarbrest og í leiðinni grafa undan trausti mínu á að fyrrverandi forsætisráðherra átti sig á mikilvægi lýðræðis og hlutleysis ríkismiðilsins. - Vilja kjósendur forseta sem er nýbúin að svíkja kjósendur sína með að klára ekki kjörtímabil forsætisráðherra, og hefur í kjölfarið gert líklega umdeildasta stjórnmálamann Íslandssögunnar að forsætisráðherra? Ég hefði haldið að það væri lágmarkseiginleiki verðmæts starfskrafts að klára hafin verk, en gildir það ekki líka þegar um er að ræða valdamikil embætti? Við kjósendur verðum að átta okkur á því að heimurinn sem við lifum í er allt annar í dag en hann var fyrir 8 árum síðan, og því ekki ólíklegt að einhverjar áskoranir sem að þjóðinni steðja muni enda á skrifborði forseta á næstu árum. Ég tel handhafa málskotsréttsins vera í einni mikilvægustu stöðu þjóðarinnar. Ég set því stórt spurningarmerki við forseta sem hefur verið hinum megin við borðið og átt þátt í að mynda þá ríkisstjórn sem viðkomandi myndi verða öryggisventill fyrir. M.ö.o. þá tel ég að óháð ferilsskrá Katrínar í stjórnmálum, þá geti framboð hennar til forseta á þessum tímapunkti valdið of miklum hagsmunaárekstrum og líklegt í því ljósi að hún myndi ekki standa með þjóðinni ef til hennar kæmu umdeild lög frá þeirri ríkisstjórn sem hún sjálf leiddi. Að því sögðu óska ég hverjum þeirra tólf sem hreppir hnossið á laugardaginn til hamingju með embættið og velfarnaðar í starfi. Höfundur er heimspekingur [1] https://heimildin.is/grein/8988/ [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/08/20/katrin_rugladist_a_grimuskyldu/
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar