Um 60 prósent af farartækjum Póstsins umhverfisvæn Ásdís Káradóttir skrifar 30. maí 2024 11:46 Loftslagsdagurinn 2024 fór fram í Hörpu í fyrradag. Fulltrúar á vegum Póstsins hlýddu á erindin enda loftslagsmál og orkuskipti eitt mikilvægasta viðfangsefnið okkar. Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs, flutti erindi sem nefndist Erum við hætt við orkuskiptin? Í máli hennar kom fram að aðeins 7% nýskráðra sendibíla á árinu gengju fyrir rafmagni og velti fyrir sér hvað ylli. Hún nefndi að mögulega væru lítið framboð, hagkvæmni, drægni og hleðsluinnviðir í veginum. Í framhaldinu gerði hún grein fyrir að þessir þættir ættu ekki að koma veg fyrir rafbílavæðingu í mörgum þessara tilfella. Samkvæmt Eyrúnu er nóg framboð af rafbílum og hún sýndi dæmi um að þótt stofnkostnaðurinn væri meiri gæti fjárfestingin borgað sig upp á þremur árum. Drægni og hleðsluinnviðir haldast í hendur og sýnir nýtt app, hleðslukortið, að þétt net hraðhleðslustöðva er hringinn í kringum landið. Pósturinn er svo sannarlega ekki hættur við orkuskiptin. Það er áhugavert að spegla aðgerðir Póstsins í loftlagsmálum í því sem fram kom í máli Eyrúnar. Þær hafa m.a. snúist um að endurnýja bílaflotann og nú eru tæp 60% farartækja Póstsins umhverfisvæn, ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Á þessu ári hefur Pósturinn fjárfest í átta nýjum dísilsendibílum. Sú ákvörðun að kaupa nýja dísilbíla er ekki léttvæg en þrátt fyrir brýningu Eyrúnar er ástæðan sú að sums staðar þurfa landpóstar að vera á fjórhjóladrifnum bílum, sem hafa ekki verið í boði rafknúnir, auk þess sem langar vegalengdir og skortur á hleðsluinnviðum setja okkur í vanda. Til allrar hamingju menga nýir dísilbílar töluvert minna en eldri bílar. Orkuskiptin eru eitt stærsta verkefnið okkar í sjálfbærnimálum. Þriðjungur bílaflotans eru hreinorkubílar. „Grænt Reykjanes“ er til marks um framfarir í umhverfismálum hjá Póstinum. Þá er öll bréfadreifing „græn“ á höfuðborgarsvæðinu og sama gildir að mestu í stærri þéttbýliskjörnum. Notkun jarðefnaeldsneytis hjá Póstinum dróst saman um 11% árið 2023. Meðal annars eignaðist Pósturinn tvo rafmagnsflutningabíla frá Volvo með 10 tonna flutningsgetu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Stærstu flutningabílarnir okkar fara mun lengri veg en sendibílar og hjól og valda mikilli losun. Horft er til þess hvort í framtíðinni verði hægt að nýta vetni til að knýja allra stærstu flutningabílana lengstu leiðirnar. Hleðslustöðvum Póstsins hefur verið fjölgað til muna á síðustu misserum. Meðal annars hefur verið sett upp 225 kW hleðslustöð við Póstmiðstöðina á Stórhöfða auk tíu nýrra hleðslustöðva. Á landsvísu eru hleðslustöðvar Póstsins orðnar 30 talsins. Í lokin benti Eyrún á það að þrátt fyrir allt væru hagkvæmustu orkuskiptin fólgin í minni notkun. Þess má geta að farartæki Póstsins óku 5,2 milljónir kílómetra árið 2022 en „aðeins“ 4,7 milljónir á síðasta ári. Það má helst rekja til þess að nú er net afgreiðslustaða orðið mun þéttara en áður, í formi póstboxa, sem styttir vegalengdir sem ekið er með sendingar. Höfundur er sjálfbærnistjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Pósturinn Umhverfismál Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Loftslagsdagurinn 2024 fór fram í Hörpu í fyrradag. Fulltrúar á vegum Póstsins hlýddu á erindin enda loftslagsmál og orkuskipti eitt mikilvægasta viðfangsefnið okkar. Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs, flutti erindi sem nefndist Erum við hætt við orkuskiptin? Í máli hennar kom fram að aðeins 7% nýskráðra sendibíla á árinu gengju fyrir rafmagni og velti fyrir sér hvað ylli. Hún nefndi að mögulega væru lítið framboð, hagkvæmni, drægni og hleðsluinnviðir í veginum. Í framhaldinu gerði hún grein fyrir að þessir þættir ættu ekki að koma veg fyrir rafbílavæðingu í mörgum þessara tilfella. Samkvæmt Eyrúnu er nóg framboð af rafbílum og hún sýndi dæmi um að þótt stofnkostnaðurinn væri meiri gæti fjárfestingin borgað sig upp á þremur árum. Drægni og hleðsluinnviðir haldast í hendur og sýnir nýtt app, hleðslukortið, að þétt net hraðhleðslustöðva er hringinn í kringum landið. Pósturinn er svo sannarlega ekki hættur við orkuskiptin. Það er áhugavert að spegla aðgerðir Póstsins í loftlagsmálum í því sem fram kom í máli Eyrúnar. Þær hafa m.a. snúist um að endurnýja bílaflotann og nú eru tæp 60% farartækja Póstsins umhverfisvæn, ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Á þessu ári hefur Pósturinn fjárfest í átta nýjum dísilsendibílum. Sú ákvörðun að kaupa nýja dísilbíla er ekki léttvæg en þrátt fyrir brýningu Eyrúnar er ástæðan sú að sums staðar þurfa landpóstar að vera á fjórhjóladrifnum bílum, sem hafa ekki verið í boði rafknúnir, auk þess sem langar vegalengdir og skortur á hleðsluinnviðum setja okkur í vanda. Til allrar hamingju menga nýir dísilbílar töluvert minna en eldri bílar. Orkuskiptin eru eitt stærsta verkefnið okkar í sjálfbærnimálum. Þriðjungur bílaflotans eru hreinorkubílar. „Grænt Reykjanes“ er til marks um framfarir í umhverfismálum hjá Póstinum. Þá er öll bréfadreifing „græn“ á höfuðborgarsvæðinu og sama gildir að mestu í stærri þéttbýliskjörnum. Notkun jarðefnaeldsneytis hjá Póstinum dróst saman um 11% árið 2023. Meðal annars eignaðist Pósturinn tvo rafmagnsflutningabíla frá Volvo með 10 tonna flutningsgetu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Stærstu flutningabílarnir okkar fara mun lengri veg en sendibílar og hjól og valda mikilli losun. Horft er til þess hvort í framtíðinni verði hægt að nýta vetni til að knýja allra stærstu flutningabílana lengstu leiðirnar. Hleðslustöðvum Póstsins hefur verið fjölgað til muna á síðustu misserum. Meðal annars hefur verið sett upp 225 kW hleðslustöð við Póstmiðstöðina á Stórhöfða auk tíu nýrra hleðslustöðva. Á landsvísu eru hleðslustöðvar Póstsins orðnar 30 talsins. Í lokin benti Eyrún á það að þrátt fyrir allt væru hagkvæmustu orkuskiptin fólgin í minni notkun. Þess má geta að farartæki Póstsins óku 5,2 milljónir kílómetra árið 2022 en „aðeins“ 4,7 milljónir á síðasta ári. Það má helst rekja til þess að nú er net afgreiðslustaða orðið mun þéttara en áður, í formi póstboxa, sem styttir vegalengdir sem ekið er með sendingar. Höfundur er sjálfbærnistjóri Póstsins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar