Guðmundur orðlaus Aron Guðmundsson skrifar 30. maí 2024 11:30 Guðmundur Guðmundsson hefur afrekað frábæra hluti með lið Fredericia á tímabilinu. Liðið jafnaði úrslitaeinvígið gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni og knúði fram hreinan úrslitaleik um danska meistaratitilinn Mynd: Fredericia Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica, var að vonum gífurlega stoltur af leikmönnum sínum sem þvinguðu fram hreinan úrslitaleik gegn Álaborg í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær með eins marks sigri á heimavelli. Guðmundur var nær orðlaus í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir leik. Eitthvað sem er til marks um stolt hans af því hvernig lið Frederica tókst á við þessa prófraun. „Stuðningurinn og andrúmsloftið hér. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ sagði nær orðlaus Guðmundur Guðmundsson í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir kyngi magnaðan sigur í öðrum leik liðsins gegn Álaborg í gær. Sigur sem þvingar fram hreinan oddaleik um danska meistaratitilinn í handbolta. „Ég hef nú upplifað margt á mínum ferli. Til að mynda leiki í stóru höllunum í Þýskalandi en ekkert kemst í líkingu við þetta. Það er svo mikið hjarta og sál í þessu félagi. Stuðningsmennirnir frábærir.“ Hann segir liðið hafa haft fulla trú á sigri þrátt fyrir tap í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Álaborg. „Það voru margir jákvæðir punktar sem við gátum tekið út úr fyrsta leiknum og tilfinningin fyrir leik tvö í þessu einvígi var því góð. Við ætluðum okkur að ná í úrslit og vorum vel skipulagðir, bæði varnar- og sóknarlega. Trúin þarf bara að vera til staðar. Það er lykillinn að þessu öllu.“ Á síðasta tímabili var þannig komist að orði að Guðmundur hefði vakið upp björn sem hafði verið sofandi í 43 ár. Það tímabil vann Frederica til bronsverðlauna í dönsku deildinni, fyrsta medalía liðsins í þessi 43 ár. Getur liðið sótt gullið í ár? „Það er allt mögulegt. Ég ætla ekki að láta draga okkur upp í skýjaborgir núna,“ svaraði Guðmundur. „Liðið er undir pressu og við verðum að sjá hvernig okkur líður á morgun.“ Úrslitaleikurinn sjálfur í einvíginu mun fara fram á Sparekassen Danmark Arena, heimavelli Álaborgar á laugardaginn kemur. Sigurliðið þar verður Danmerkurmeistari. Danski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
„Stuðningurinn og andrúmsloftið hér. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ sagði nær orðlaus Guðmundur Guðmundsson í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir kyngi magnaðan sigur í öðrum leik liðsins gegn Álaborg í gær. Sigur sem þvingar fram hreinan oddaleik um danska meistaratitilinn í handbolta. „Ég hef nú upplifað margt á mínum ferli. Til að mynda leiki í stóru höllunum í Þýskalandi en ekkert kemst í líkingu við þetta. Það er svo mikið hjarta og sál í þessu félagi. Stuðningsmennirnir frábærir.“ Hann segir liðið hafa haft fulla trú á sigri þrátt fyrir tap í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Álaborg. „Það voru margir jákvæðir punktar sem við gátum tekið út úr fyrsta leiknum og tilfinningin fyrir leik tvö í þessu einvígi var því góð. Við ætluðum okkur að ná í úrslit og vorum vel skipulagðir, bæði varnar- og sóknarlega. Trúin þarf bara að vera til staðar. Það er lykillinn að þessu öllu.“ Á síðasta tímabili var þannig komist að orði að Guðmundur hefði vakið upp björn sem hafði verið sofandi í 43 ár. Það tímabil vann Frederica til bronsverðlauna í dönsku deildinni, fyrsta medalía liðsins í þessi 43 ár. Getur liðið sótt gullið í ár? „Það er allt mögulegt. Ég ætla ekki að láta draga okkur upp í skýjaborgir núna,“ svaraði Guðmundur. „Liðið er undir pressu og við verðum að sjá hvernig okkur líður á morgun.“ Úrslitaleikurinn sjálfur í einvíginu mun fara fram á Sparekassen Danmark Arena, heimavelli Álaborgar á laugardaginn kemur. Sigurliðið þar verður Danmerkurmeistari.
Danski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni