„Tek bara þátt til að vinna“ - Marthe sigraði uppskriftakeppni Bylgjunnar og Gott í matinn Gott í matinn og MS 31. maí 2024 12:01 Marthe Sördal bræddi bragðlauka dómnefndarinnar með Hindberjadraumi Marthe Sördal sigraði uppskriftakeppni Gott í matinn og Bylgjunnar. Hátt í fimmtíu uppskriftir bárust dómnefnd sem átti úr vöndu að velja. Senda mátti inn hverskonar uppskrift, kökur, brauð, eða mataruppskriftir, eina skilyrðið var að uppskriftin innihéldi hráefni frá MS. Sumarlegur hindberjadraumur Marthe með marsípani og súkkulaðitvisti bræddi bragðlauka dómnefndar og hlaut Marthe gjafakörfu frá Gott í matinn og glæsilegan pizzaofn og í verðlaun, sem hún segir eiga eftir að koma sér vel, fjölskyldan baki pítsu alla föstudaga. Marthe er virkilega lunkin í eldhúsinu en segist betri í að baka en elda. „Mér finnst gaman að baka þegar ég hef tímann til að gera það. Ég vil meina að ég sé betri í að baka en að elda og það er gaman að baka þegar afraksturinn er borðaður. Ef ég á að velja uppáhalds þá finnst mér mjög gaman að baka pavlovu,“ segir Marthe. Hún hikar ekki við tilraunir í bakstrinum og Hindberjadraumurinn er einmitt afrakstur tilrauna. „Ég sauð saman nokkrar uppskriftir og betrumbætti með því að aðsníða hana að keppninni. Ég hef bakað þessa köku tvisvar sinnum áður.“ En átti hún von á að vinna keppnina? „Ég tek bara þátt til að vinna!“ Hér er uppskriftin að Hindberjadraum Marthe. Hindberjadraumur með marsípan og súkkulaði tvisti Marsípan botn 150 g mjúkt smjör 150 g sykur 75 g rifið marsípan 2 msk. sýrður rjómi 18% eða grísk jógúrt frá Gott í matinn 3 stk. egg 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Aðferð: Hitið ofninn í 175°C. Þeytið smjör og sykur saman, þar til blandan verður létt og ljós. Bætið við marsípaninu. Því næst koma eggin, setja eitt egg í einu og bæta líka við sýrða rjómanum. 4. Að lokum er hveiti og lyftiduft sett út í. Þeyta þar til allt hefur blandast saman. Smyrjið form sem er ca. 24 cm að þvermáli með smjöri. Bakið í 20-25 mínútur, miðjan á að vera smá mjúk þegar þið takið kökuna út. Láta hana kólna og byrja að gera súkkulaðimúsina á meðan. Súkkulaðimús 2 stk. matarlímsblöð 150 g dökkt súkkulaði 4 stk. eggjarauður 50 g sykur 150 ml rjómi frá Gott í matinn 100 ml súkkulaðimjólk frá MS 2 stk. eggjahvítur Aðferð: Setjið matarlímið í skál með köldu vatni. Látið þau liggja þar í nokkrar mínútur (eða þar til þau verða mjúk viðkomu). Bræðið súkkulaði og látið það kólna. Þeytið eggjarauðurnar þar til létt og loftkennt. Bætið við súkkulaðinu þegar það hefur kólnað. Setjið 3 msk. af köldu vatni í glas og hitið í örbylgju þar til hitinn er rétt undir suðumarki. Setjið matarlímið í glasið svo það bráðnar. Takið 2-3 skeiðar úr súkklaði -og eggjarauðu skálinni og setjið í glasið með matarlíminu. Hrærið því vel saman og þegar það er vel blandað þá helli ég öllu sem er í glasinu við súkkulaði- og eggjarauðu blönduna. Þeytið eggjahvítur og sykur þar til þær eru alveg stífar og blandið við súkkulaðiblönduna. Hrærið svo saman rjómanum og súkkulaðimjólkinni og blandið saman við hina blönduna. Hellið yfir marsípan botninn og fyrstið í minnst 3 tíma. Hindberjamús 3 stk. matarlímsblöð 200 g frosin hindber 50 g sykur 1 tsk. vanillusykur safi úr hálfri sítrónu 3 tsk. sýrður rjómi 18% eða grísk jógúrt frá Gott í matinn 250 ml rjómi frá Gott í matinn, þeyttur Aðferð: Loka hnykkurinn er svo hindberjamúsin. Setjið 3 matarblöð í kalt vatn. Hitið í potti hindber, sykur, vanillusykur og sítrónusafa. Fáið suðuna upp og bætið þá matarlíminu við. Leyfið blöndunni að kólna. Þegar blandan er orðin köld bætið þá við sýrðum rjóma og þeyttum rjóma. Hellið yfir súkkulaðimúsina og frystið í lágmarki 3 klst. Best að hafa þetta yfir nótt. Skreytið með ferskum hindberjum og súkkulaði og borðið með bestu lyst. Fleiri uppskriftir úr keppninni væntanlegar á vefinn Fimm aðrar uppskriftir hlutu aukaverðlaun, gómsæta gjafakörfur frá Gott í matinn. Þær uppskriftir munu birtast inni á vef Gott í matinn á næstu dögum og um að gera að fylgjast vel með þar inni: Beikon brauðréttur eftir Hrafnhildur Einarsdóttir, Brauðterta Múlans eftir Kjartan Þór Kjartansson, Lasagna eftir Berglindi Robertson Grétarsdóttur, Salsa fiskur með nachos flögum og melónusalati eftir Elísabetu Ósk Sigurðardóttur og Tagliatelle kjúklingaréttur Laugu eftir Sigurlaugu Gísladóttur. Uppskriftir Matur Kökur og tertur Bylgjan Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Sjá meira
Sumarlegur hindberjadraumur Marthe með marsípani og súkkulaðitvisti bræddi bragðlauka dómnefndar og hlaut Marthe gjafakörfu frá Gott í matinn og glæsilegan pizzaofn og í verðlaun, sem hún segir eiga eftir að koma sér vel, fjölskyldan baki pítsu alla föstudaga. Marthe er virkilega lunkin í eldhúsinu en segist betri í að baka en elda. „Mér finnst gaman að baka þegar ég hef tímann til að gera það. Ég vil meina að ég sé betri í að baka en að elda og það er gaman að baka þegar afraksturinn er borðaður. Ef ég á að velja uppáhalds þá finnst mér mjög gaman að baka pavlovu,“ segir Marthe. Hún hikar ekki við tilraunir í bakstrinum og Hindberjadraumurinn er einmitt afrakstur tilrauna. „Ég sauð saman nokkrar uppskriftir og betrumbætti með því að aðsníða hana að keppninni. Ég hef bakað þessa köku tvisvar sinnum áður.“ En átti hún von á að vinna keppnina? „Ég tek bara þátt til að vinna!“ Hér er uppskriftin að Hindberjadraum Marthe. Hindberjadraumur með marsípan og súkkulaði tvisti Marsípan botn 150 g mjúkt smjör 150 g sykur 75 g rifið marsípan 2 msk. sýrður rjómi 18% eða grísk jógúrt frá Gott í matinn 3 stk. egg 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Aðferð: Hitið ofninn í 175°C. Þeytið smjör og sykur saman, þar til blandan verður létt og ljós. Bætið við marsípaninu. Því næst koma eggin, setja eitt egg í einu og bæta líka við sýrða rjómanum. 4. Að lokum er hveiti og lyftiduft sett út í. Þeyta þar til allt hefur blandast saman. Smyrjið form sem er ca. 24 cm að þvermáli með smjöri. Bakið í 20-25 mínútur, miðjan á að vera smá mjúk þegar þið takið kökuna út. Láta hana kólna og byrja að gera súkkulaðimúsina á meðan. Súkkulaðimús 2 stk. matarlímsblöð 150 g dökkt súkkulaði 4 stk. eggjarauður 50 g sykur 150 ml rjómi frá Gott í matinn 100 ml súkkulaðimjólk frá MS 2 stk. eggjahvítur Aðferð: Setjið matarlímið í skál með köldu vatni. Látið þau liggja þar í nokkrar mínútur (eða þar til þau verða mjúk viðkomu). Bræðið súkkulaði og látið það kólna. Þeytið eggjarauðurnar þar til létt og loftkennt. Bætið við súkkulaðinu þegar það hefur kólnað. Setjið 3 msk. af köldu vatni í glas og hitið í örbylgju þar til hitinn er rétt undir suðumarki. Setjið matarlímið í glasið svo það bráðnar. Takið 2-3 skeiðar úr súkklaði -og eggjarauðu skálinni og setjið í glasið með matarlíminu. Hrærið því vel saman og þegar það er vel blandað þá helli ég öllu sem er í glasinu við súkkulaði- og eggjarauðu blönduna. Þeytið eggjahvítur og sykur þar til þær eru alveg stífar og blandið við súkkulaðiblönduna. Hrærið svo saman rjómanum og súkkulaðimjólkinni og blandið saman við hina blönduna. Hellið yfir marsípan botninn og fyrstið í minnst 3 tíma. Hindberjamús 3 stk. matarlímsblöð 200 g frosin hindber 50 g sykur 1 tsk. vanillusykur safi úr hálfri sítrónu 3 tsk. sýrður rjómi 18% eða grísk jógúrt frá Gott í matinn 250 ml rjómi frá Gott í matinn, þeyttur Aðferð: Loka hnykkurinn er svo hindberjamúsin. Setjið 3 matarblöð í kalt vatn. Hitið í potti hindber, sykur, vanillusykur og sítrónusafa. Fáið suðuna upp og bætið þá matarlíminu við. Leyfið blöndunni að kólna. Þegar blandan er orðin köld bætið þá við sýrðum rjóma og þeyttum rjóma. Hellið yfir súkkulaðimúsina og frystið í lágmarki 3 klst. Best að hafa þetta yfir nótt. Skreytið með ferskum hindberjum og súkkulaði og borðið með bestu lyst. Fleiri uppskriftir úr keppninni væntanlegar á vefinn Fimm aðrar uppskriftir hlutu aukaverðlaun, gómsæta gjafakörfur frá Gott í matinn. Þær uppskriftir munu birtast inni á vef Gott í matinn á næstu dögum og um að gera að fylgjast vel með þar inni: Beikon brauðréttur eftir Hrafnhildur Einarsdóttir, Brauðterta Múlans eftir Kjartan Þór Kjartansson, Lasagna eftir Berglindi Robertson Grétarsdóttur, Salsa fiskur með nachos flögum og melónusalati eftir Elísabetu Ósk Sigurðardóttur og Tagliatelle kjúklingaréttur Laugu eftir Sigurlaugu Gísladóttur.
Uppskriftir Matur Kökur og tertur Bylgjan Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Sjá meira