Ísrael verður að hætta að drepa saklausa borgara á Gaza Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. maí 2024 19:00 Þann 7. maí birti ég grein hér á Vísi þar sem ég sagði að innrás Ísraela á Rafah stríddi gegn allri mannúð. Síðan þá hefur Ísrael staðið fyrir landhernaði í hlutum borgarinnar og haldið áfram grimmilegum loftárásum. Framferði Ísraela heldur því áfram að leiða af sér hörmungar fyrir almenning á Gaza. Á sunnudagskvöld kviknaði í tjaldbúðum í borginni vegna sprengjuárásar Ísraels en bruninn dró 45 manns til dauða. Fólkið, sem hafði leitað skjóls í tjaldbúðunum, mætti þess í stað dauða sínum. Þetta kallar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels „slys“. Og, nú eru skriðdrekarnir komnir inn í miðja Rafah-borg. Ég fordæmi þetta skeytingarleysi fyrir mannslífum og vanvirðingu fyrir alþjóðalögum með öllu. Á myndum og myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sést hvaða óviðjafnanlegi hryllingur á sér nú stað í Rafah. Auk mannfalls sem telur tugi þúsunda eru hundruð þúsunda á vergangi og lifa í stöðugum ótta við árásir úr lofti eða af landi. Stjórnvöld ýmissa landa hafa aukið þrýsting sinn á Ísrael um að binda endi á stríðið. Sterkt dæmi um það er að Írland, Spánn og Noregur hafa nú viðurkennt sjálfstæði Palestínu, en Ísland og Svíþjóð voru einu löndin í Vestur-Evrópu sem höfðu gert það áður, Ísland árið 2011. Ákvörðun þessara landa er því söguleg og vonandi munu fleiri ríki fylgja í kjölfarið. Þann 10. maí síðastliðinn greiddi Ísland atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í atkvæðaskýringu Íslands sagði meðal annars að Palestínu ætti að „vera fagnað sem 194. aðildarríki Sameinuðu þjóðanna“. Af því tilefni sagði utanríkisráðherra á Twitter/X að til séu dæmi um deilumál sem hafi virst algjörlega óyfirstíganleg en hafi verið leyst, og að það vilji Ísland að verði gert byggt á tveggja ríkja lausninni. Ísland hefur einnig aukið framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza í gegnum Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNWRA). Alþjóðastofnanir hafa einnig tekið að skerast í leikinn. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í síðustu viku að Ísrael ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum á Rafah. Aðalsaksóknari alþjóðasakamáladómstólsins hefur einnig gefið út beiðni um handtökuskipan bæði á hendur Netanyahu, fleiri ísraelskum ráðamönnum ásamt leiðtogum Hamas. Ísraelsk stjórnvöld hafa því einangrast á alþjóðavettvangi en Bandaríkin halda enn hlífiskildi yfir þeim. Sem dæmi viðurkenna Bandaríkin ekki lögsögu alþjóðasakamáladómstólsins og hafa gefið út að þau muni ekki virða ákvörðun hans. Þá er þekkt að Bandaríkin beita ítrekað neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar setja á aukinn þrýsting á Ísrael. Allt gerist þetta þrátt fyrir að Alþjóðadómstóllinn hafi í vetur komist að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða hópmorð á Gaza og málarekstur stendur enn yfir í því máli, sem Suður-Afríka höfðaði gegn Ísrael. Blóðbaðinu verður að linna Íslensk stjórnvöld hafa á alþjóðavettvangi kallað eftir því að Ísrael og Hamas samþykki langvarandi vopnahlé og vinni að tveggja ríkja lausn. Það má ekki dragast. Ástandið á svæðinu er skelfilegt. Algerlega ómannúðlegt. Ísrael verður að hætta strax að tefja flutning hjálpargagna til Gaza. Ísrael verður að hætta hernaðinum. Blóðbaðinu verður að linna. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Vinstri græn Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þann 7. maí birti ég grein hér á Vísi þar sem ég sagði að innrás Ísraela á Rafah stríddi gegn allri mannúð. Síðan þá hefur Ísrael staðið fyrir landhernaði í hlutum borgarinnar og haldið áfram grimmilegum loftárásum. Framferði Ísraela heldur því áfram að leiða af sér hörmungar fyrir almenning á Gaza. Á sunnudagskvöld kviknaði í tjaldbúðum í borginni vegna sprengjuárásar Ísraels en bruninn dró 45 manns til dauða. Fólkið, sem hafði leitað skjóls í tjaldbúðunum, mætti þess í stað dauða sínum. Þetta kallar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels „slys“. Og, nú eru skriðdrekarnir komnir inn í miðja Rafah-borg. Ég fordæmi þetta skeytingarleysi fyrir mannslífum og vanvirðingu fyrir alþjóðalögum með öllu. Á myndum og myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sést hvaða óviðjafnanlegi hryllingur á sér nú stað í Rafah. Auk mannfalls sem telur tugi þúsunda eru hundruð þúsunda á vergangi og lifa í stöðugum ótta við árásir úr lofti eða af landi. Stjórnvöld ýmissa landa hafa aukið þrýsting sinn á Ísrael um að binda endi á stríðið. Sterkt dæmi um það er að Írland, Spánn og Noregur hafa nú viðurkennt sjálfstæði Palestínu, en Ísland og Svíþjóð voru einu löndin í Vestur-Evrópu sem höfðu gert það áður, Ísland árið 2011. Ákvörðun þessara landa er því söguleg og vonandi munu fleiri ríki fylgja í kjölfarið. Þann 10. maí síðastliðinn greiddi Ísland atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í atkvæðaskýringu Íslands sagði meðal annars að Palestínu ætti að „vera fagnað sem 194. aðildarríki Sameinuðu þjóðanna“. Af því tilefni sagði utanríkisráðherra á Twitter/X að til séu dæmi um deilumál sem hafi virst algjörlega óyfirstíganleg en hafi verið leyst, og að það vilji Ísland að verði gert byggt á tveggja ríkja lausninni. Ísland hefur einnig aukið framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza í gegnum Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNWRA). Alþjóðastofnanir hafa einnig tekið að skerast í leikinn. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í síðustu viku að Ísrael ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum á Rafah. Aðalsaksóknari alþjóðasakamáladómstólsins hefur einnig gefið út beiðni um handtökuskipan bæði á hendur Netanyahu, fleiri ísraelskum ráðamönnum ásamt leiðtogum Hamas. Ísraelsk stjórnvöld hafa því einangrast á alþjóðavettvangi en Bandaríkin halda enn hlífiskildi yfir þeim. Sem dæmi viðurkenna Bandaríkin ekki lögsögu alþjóðasakamáladómstólsins og hafa gefið út að þau muni ekki virða ákvörðun hans. Þá er þekkt að Bandaríkin beita ítrekað neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar setja á aukinn þrýsting á Ísrael. Allt gerist þetta þrátt fyrir að Alþjóðadómstóllinn hafi í vetur komist að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða hópmorð á Gaza og málarekstur stendur enn yfir í því máli, sem Suður-Afríka höfðaði gegn Ísrael. Blóðbaðinu verður að linna Íslensk stjórnvöld hafa á alþjóðavettvangi kallað eftir því að Ísrael og Hamas samþykki langvarandi vopnahlé og vinni að tveggja ríkja lausn. Það má ekki dragast. Ástandið á svæðinu er skelfilegt. Algerlega ómannúðlegt. Ísrael verður að hætta strax að tefja flutning hjálpargagna til Gaza. Ísrael verður að hætta hernaðinum. Blóðbaðinu verður að linna. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun