Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 14:16 Lögreglan rannsakar nú andlát sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst í heimahúsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. Lögreglumenn fundu lík karls og konu á sjötugsaldri þegar þeir fóru inn í einbýlishús við Hlíðarveg í Bolungarvík í gærkvöldi. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við rannsóknina. Í yfirlýsingu sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér í morgun kom fram að ekkert benti til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað „eins og staðan er“. Helgi Jensson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir Vísi að enginn hafi stöðu grunaðs við rannsóknina. „Krufningin mun kannski leiða eitthvað annað í ljós, við vitum það ekki. Það er bara það sem gæti hugsanlega breytt þessu,“ segir hann. Líkin hafa þegar verið send suður til Reykjavíkur og segist Helgi vonast til þess að þau verið krufin strax í þessari viku. Helgi segist hvorki geta tjáð sig um hvort að áverkar hafi verið á líkum fólksins þegar þau fundust né hvort að vopn hafi fundist í húsinu á þessu stigi málsins. Hann getur þó staðfest að fólkið hafi líklega verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fóru inn í húsið. Krufning skýri mögulega frekar hvenær fólkið lést nákvæmlega. Skrýtin tilviljun þegar tvennt finnst látið Spurður að því hvers vegna tæknideildin var kölluð til aðstoðar með slíkum hraða segir Helgi ástæðuna fyrst og fremst þá að tvær manneskjur hafi fundist látnar á sama tíma. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.Stjórnarráðið „Bara af því að það finnast tvö lík. Það er náttúrulega alvanalegt að það finnist eitt lík af öldruðu fólki í heimahúsi. Það kemur fyrir af og til og það er auðvitað rannsakað en við erum kannski alltaf að biðja um tæknideild þá ef það eru ekki neinar vísbendingar um neitt. En þegar það eru tveir þá er það dálítið skrýtin tilviljun. Þess vegna var það bara ástæða fyrir okkur að fara í alvöru rannsókn strax,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Lögreglumenn fundu lík karls og konu á sjötugsaldri þegar þeir fóru inn í einbýlishús við Hlíðarveg í Bolungarvík í gærkvöldi. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við rannsóknina. Í yfirlýsingu sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér í morgun kom fram að ekkert benti til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað „eins og staðan er“. Helgi Jensson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir Vísi að enginn hafi stöðu grunaðs við rannsóknina. „Krufningin mun kannski leiða eitthvað annað í ljós, við vitum það ekki. Það er bara það sem gæti hugsanlega breytt þessu,“ segir hann. Líkin hafa þegar verið send suður til Reykjavíkur og segist Helgi vonast til þess að þau verið krufin strax í þessari viku. Helgi segist hvorki geta tjáð sig um hvort að áverkar hafi verið á líkum fólksins þegar þau fundust né hvort að vopn hafi fundist í húsinu á þessu stigi málsins. Hann getur þó staðfest að fólkið hafi líklega verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fóru inn í húsið. Krufning skýri mögulega frekar hvenær fólkið lést nákvæmlega. Skrýtin tilviljun þegar tvennt finnst látið Spurður að því hvers vegna tæknideildin var kölluð til aðstoðar með slíkum hraða segir Helgi ástæðuna fyrst og fremst þá að tvær manneskjur hafi fundist látnar á sama tíma. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.Stjórnarráðið „Bara af því að það finnast tvö lík. Það er náttúrulega alvanalegt að það finnist eitt lík af öldruðu fólki í heimahúsi. Það kemur fyrir af og til og það er auðvitað rannsakað en við erum kannski alltaf að biðja um tæknideild þá ef það eru ekki neinar vísbendingar um neitt. En þegar það eru tveir þá er það dálítið skrýtin tilviljun. Þess vegna var það bara ástæða fyrir okkur að fara í alvöru rannsókn strax,“ segir lögreglustjórinn.
Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37
„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47