Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2024 13:01 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að þvingun og nauðung verði gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra óbreytt fram að ganga. vísir/vilhelm/egill Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp um breytingar á lögræðislögum, sem varðar nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og fleira, er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þeirra sem sent hafa inn umsögn um frumvarpið að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi eru landssamtökin Geðhjálp. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars að bregðast við gagnrýni sem gildandi löggjöf hefur sætt, meðal annars í framhaldi af tilmælum frá Umboðsmanni Alþingis. „Það kemur fram að það er verið að gera ýmislegt sem var verið að gera inni á þessum deildum sem að skorti lagaheimildir fyrir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Líka hafi komið fram í skýrslu umboðsmanns að aðbúnaði og mönnun á deildunum væri ábótavant. „Það sem að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa verið að vinna að, það er í rauninni bara það að lögleiða það sem að umboðsmaður sagði að væri ólöglegt í sínu áliti eða sinni skýrslu, sem var þvingun og nauðung gagnvart þeim sem væru þarna inniliggjandi. Það var ekkert farið í að bæta aðbúnað,“ segir Grímur. „Bútasaumur á löggjöf“ sem stangist á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks Geðhjálp hafi þvert á móti um árabil barist fyrir því að það yrði dregið úr nauðung og þvingunum. „Það verður ekki gert með því að færa það í lög. Síðan í öðru lagi þá er ekkert eftirlit með deildum og stofnunum eða mjög lítið eftirlit með deildum og stofnunum þar sem að fólk er vistað eða dvelur löngum eða í stuttan tíma vegna til dæmis geðrænna áskoranna. Vegna þess að það er ekkert eftirlit, þá er ekkert hægt að hafa eftirlit með því hvernig í rauninni þessum þvingunum og þessari nauðung, sem nú á að færa í lög, er framfylgt,“ bætir Grímur við. Hann telur að ekki hafi verið nægilega vel hlustað á sjónarmið samtakanna, þótt það sé tekið fram að hlustað hafi verið á sjónarmið hagsmunaaðila. Hann telur að hlustað sé rækilega á sjónarmið þeirra sem veiti þjónustuna, til að mynda Landspítala og geðlækna þar, en ekki þeirra sem þjónustuna þiggja. „Það virðist vera bara lenskan, því miður.“ Þá segir Grímur breytingarnar sem boðaðar eru með frumvarpinu ekki samræmist markmiðum um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þetta er bara enn einn bútasaumurinn á lögum og gerður í litlu samráði við fólk sem í rauninni hefur vit á þessu, og þeir sem hafa mest vit á þessu eru að sjálfsögðu notendurnir. Þeir sem eru hagaðilar í málinu,“ segir Grímur. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Frumvarp um breytingar á lögræðislögum, sem varðar nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og fleira, er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þeirra sem sent hafa inn umsögn um frumvarpið að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi eru landssamtökin Geðhjálp. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars að bregðast við gagnrýni sem gildandi löggjöf hefur sætt, meðal annars í framhaldi af tilmælum frá Umboðsmanni Alþingis. „Það kemur fram að það er verið að gera ýmislegt sem var verið að gera inni á þessum deildum sem að skorti lagaheimildir fyrir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Líka hafi komið fram í skýrslu umboðsmanns að aðbúnaði og mönnun á deildunum væri ábótavant. „Það sem að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa verið að vinna að, það er í rauninni bara það að lögleiða það sem að umboðsmaður sagði að væri ólöglegt í sínu áliti eða sinni skýrslu, sem var þvingun og nauðung gagnvart þeim sem væru þarna inniliggjandi. Það var ekkert farið í að bæta aðbúnað,“ segir Grímur. „Bútasaumur á löggjöf“ sem stangist á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks Geðhjálp hafi þvert á móti um árabil barist fyrir því að það yrði dregið úr nauðung og þvingunum. „Það verður ekki gert með því að færa það í lög. Síðan í öðru lagi þá er ekkert eftirlit með deildum og stofnunum eða mjög lítið eftirlit með deildum og stofnunum þar sem að fólk er vistað eða dvelur löngum eða í stuttan tíma vegna til dæmis geðrænna áskoranna. Vegna þess að það er ekkert eftirlit, þá er ekkert hægt að hafa eftirlit með því hvernig í rauninni þessum þvingunum og þessari nauðung, sem nú á að færa í lög, er framfylgt,“ bætir Grímur við. Hann telur að ekki hafi verið nægilega vel hlustað á sjónarmið samtakanna, þótt það sé tekið fram að hlustað hafi verið á sjónarmið hagsmunaaðila. Hann telur að hlustað sé rækilega á sjónarmið þeirra sem veiti þjónustuna, til að mynda Landspítala og geðlækna þar, en ekki þeirra sem þjónustuna þiggja. „Það virðist vera bara lenskan, því miður.“ Þá segir Grímur breytingarnar sem boðaðar eru með frumvarpinu ekki samræmist markmiðum um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þetta er bara enn einn bútasaumurinn á lögum og gerður í litlu samráði við fólk sem í rauninni hefur vit á þessu, og þeir sem hafa mest vit á þessu eru að sjálfsögðu notendurnir. Þeir sem eru hagaðilar í málinu,“ segir Grímur.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira