Tólf verk eru tilnefnd til verðlaunanna í ár fyrir listrænt gildi sitt. Á meðal tilnefninganna eru djass- og þjóðlagaplötur ásamt kvikmyndatónlist, sinfóníum og konsertum eftir norrænt tónlistarfólk.

„Tilnefningar ársins gefa okkur kost á að kafa ofan í fjölbreytt svið norrænnar tónlistar þar sem meðal annars má finna 20 mínútna langt hljómsveitarverk sem varpar ljósi á fjölbreytni og útdauða tegunda undanfarin 600 milljón ár, Grammy-verðlaunaplötu frá mest spiluðu tónlistarkonu Íslands ásamt verki sem er síkvikt listrænt kerfi auk fjölda annarra tilnefninga,“ segir á vef Norðurlandaráðs.
Tilnefningarnar eru eftirfarandi:
Danmörk
Jonas Struck: Tónlist við kvikmyndina Apalonia Apalonia
Finnland
Færeyjar
Tróndur Bogason: Symfoni nr. 1 & 2 Sólárið
Ísland
Hugi Guðmundsson: Guðspjall Maríu
Noregur
Svíþjóð
Sara Parkman og Hampus Norén: Eros agape philia
Álandseyjar
Það voru fulltrúar dómnefndar tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sem tilnefndu verkin tólf. Tilkynnt verður um sigurvegara tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sjónvarpsþætti hinn 22. október sem sýndur verður í öllum norrænu löndunum. Handhafa verðlaunanna verður afhent styttan Norðurljós á verðlaunahátíð í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík í 44. viku ársins. Verðlaunin nema 300 þúsundum danskra króna.
Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda. Í ár renna verðlaunin til tónskálds.
Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál.