Segir of snemmt að kalla sig drottningu leirsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 20:02 Vill ekki vera kölluð drottning leirsins strax. EPA-EFE/TERESA SUAREZ Hin pólska Iga Świątek byrjaði Opna franska meistaramótið í tennis af miklum krafti þegar hún gekk frá Leolia Jeanjean í fyrstu umferð. Świątek trónir á toppi heimslistans um þessar mundir og stefnir á að vera fyrsta konan síðan 2007 til að vinna Opna franska þrjú ár í röð. Świątek er aðeins 22 ára gömul en virðist hreinlega vera komin til að vera. Hún hefur nú þegar unnið Opna franska þrívegis og Opna bandaríska einu sinni. Takist henni að sigra Opna franska í ár þá verður það þriðji sigurinn í röð en hún vann mótið fyrst árið 2020. The defending champion returns 😎Catch up on the best moments from @iga_swiatek's emphatic 6-1, 6-2 win against Jeanjean on Day 2. #RolandGarros pic.twitter.com/38sl4yyFhr— Roland-Garros (@rolandgarros) May 27, 2024 Justine Henin vann Opna franska í þriðja sinn í röð árið 2007 og stefnir Świątek á að feta í fótspor hennar. Henni virðist líða ofboðslega vel á völlum úr leir og var grínast með það í viðtali að hún gæti verið drottning leirsins. Er þar verið að vitna í gælunafn hins 37 ára gamla Rafael Nadal en sá hefur unnið Opna franska 14 sinnum. „Mér líður eins og heima hjá mér. Vonandi verð ég hérna eins lengi og hægt er. Ég er mjög stolt af afrekum mínum og þetta hefur alltaf verið mitt uppáhalds yfirborð til að keppa á,“ sagði Świątek eftir sigurinn í fyrstu umferð. „Mér finnst það of snemmt,“ sagði Świątek svo er hún var aðspurð hvort hún væri orðin drottning leirsins líkt og Nadal er kóngur leirsins. From on court to in the stands at Philippe-Chatrier 😎@iga_swiatek capturing her own Rafa memories 🤳#RolandGarros pic.twitter.com/88K8o7OG9l— wta (@WTA) May 27, 2024 Hinn 37 ára gamli Nadal mun hins vegar ekki vinna Opna franska í 15. sinn í ár þar sem hann féll úr leik gegn Alexander Zverev í 1. umferð fyrr í dag. Świątek getur hins vegar unnið mótið í fjórða sinn og ljóst er að hún ætlar að gera allt sem hún getur til að feta í fótspor Nadal. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Świątek er aðeins 22 ára gömul en virðist hreinlega vera komin til að vera. Hún hefur nú þegar unnið Opna franska þrívegis og Opna bandaríska einu sinni. Takist henni að sigra Opna franska í ár þá verður það þriðji sigurinn í röð en hún vann mótið fyrst árið 2020. The defending champion returns 😎Catch up on the best moments from @iga_swiatek's emphatic 6-1, 6-2 win against Jeanjean on Day 2. #RolandGarros pic.twitter.com/38sl4yyFhr— Roland-Garros (@rolandgarros) May 27, 2024 Justine Henin vann Opna franska í þriðja sinn í röð árið 2007 og stefnir Świątek á að feta í fótspor hennar. Henni virðist líða ofboðslega vel á völlum úr leir og var grínast með það í viðtali að hún gæti verið drottning leirsins. Er þar verið að vitna í gælunafn hins 37 ára gamla Rafael Nadal en sá hefur unnið Opna franska 14 sinnum. „Mér líður eins og heima hjá mér. Vonandi verð ég hérna eins lengi og hægt er. Ég er mjög stolt af afrekum mínum og þetta hefur alltaf verið mitt uppáhalds yfirborð til að keppa á,“ sagði Świątek eftir sigurinn í fyrstu umferð. „Mér finnst það of snemmt,“ sagði Świątek svo er hún var aðspurð hvort hún væri orðin drottning leirsins líkt og Nadal er kóngur leirsins. From on court to in the stands at Philippe-Chatrier 😎@iga_swiatek capturing her own Rafa memories 🤳#RolandGarros pic.twitter.com/88K8o7OG9l— wta (@WTA) May 27, 2024 Hinn 37 ára gamli Nadal mun hins vegar ekki vinna Opna franska í 15. sinn í ár þar sem hann féll úr leik gegn Alexander Zverev í 1. umferð fyrr í dag. Świątek getur hins vegar unnið mótið í fjórða sinn og ljóst er að hún ætlar að gera allt sem hún getur til að feta í fótspor Nadal.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti