Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2024 10:00 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármálaráðherra. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Í formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar kemur fram að neftóbakssala haldi áfram að dragast saman og varar hann við að ef svo fer sem horfir sé það tímaspursmál hvenær framleiðslu þess verður hætt. Neftóbakið á sér sterkar rætur í íslenskri menningu. Eldri kynslóðirnar taka það í nefið á meðan þær yngri troða því upp í efri vörina á sér. Það er þó að draga úr vinsældum þess og nikótínpúðarnir að koma sterkir inn enda töluvert ódýrari en íslenska baggið. Eins og forstjóri ÁTVR orðar það, nikótínpúðarnir eru að taka yfir markaðinn. Klippa: Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða ÁTVR er undir fjármálaráðuneytinu og segir ráðherra það gleðiefni að sala neftóbaks sé að dragast saman. „Ég hef líka áhyggjur af því að þessi nikótínpúðanotkun hafi aukist svona stórkostlega. Ég hef verið að skoða það hvort það sé ekki eðlilegt að það sé skattlagt eða lögð einhver gjöld á þá á sama tíma og við erum sannarlega búin að hækka verulega gjöld á íslenska neftóbakið,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi hefur í gegnum árin sjálfur tekið í nefið og vakti það mikla athygli árið 2021 þegar það sást til hans að fá sér í nefið í fréttum Ríkisútvarpsins. Sigurður Ingi var gripinn glóðvolgur við að fá sér í nefið í fréttatíma RÚV árið 2021.RÚV Þú persónulega, myndir þú syrgja neftóbakið? „Nei, þetta er svona eilífðarbarátta að hætta því. Nú er ég til dæmis á tímabilinu þar sem ég er ekki að taka í nefið, þannig að ég gleðst nú yfir því,“ segir Sigurður Ingi. Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Heilsa Fíkn Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Í formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar kemur fram að neftóbakssala haldi áfram að dragast saman og varar hann við að ef svo fer sem horfir sé það tímaspursmál hvenær framleiðslu þess verður hætt. Neftóbakið á sér sterkar rætur í íslenskri menningu. Eldri kynslóðirnar taka það í nefið á meðan þær yngri troða því upp í efri vörina á sér. Það er þó að draga úr vinsældum þess og nikótínpúðarnir að koma sterkir inn enda töluvert ódýrari en íslenska baggið. Eins og forstjóri ÁTVR orðar það, nikótínpúðarnir eru að taka yfir markaðinn. Klippa: Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða ÁTVR er undir fjármálaráðuneytinu og segir ráðherra það gleðiefni að sala neftóbaks sé að dragast saman. „Ég hef líka áhyggjur af því að þessi nikótínpúðanotkun hafi aukist svona stórkostlega. Ég hef verið að skoða það hvort það sé ekki eðlilegt að það sé skattlagt eða lögð einhver gjöld á þá á sama tíma og við erum sannarlega búin að hækka verulega gjöld á íslenska neftóbakið,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi hefur í gegnum árin sjálfur tekið í nefið og vakti það mikla athygli árið 2021 þegar það sást til hans að fá sér í nefið í fréttum Ríkisútvarpsins. Sigurður Ingi var gripinn glóðvolgur við að fá sér í nefið í fréttatíma RÚV árið 2021.RÚV Þú persónulega, myndir þú syrgja neftóbakið? „Nei, þetta er svona eilífðarbarátta að hætta því. Nú er ég til dæmis á tímabilinu þar sem ég er ekki að taka í nefið, þannig að ég gleðst nú yfir því,“ segir Sigurður Ingi.
Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Heilsa Fíkn Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira