Það var þó ekki fyrr en eftir nokkurra tíma dvöl í hollenskum fangaklefa sem olli því að henni tókst ekki að komast til Manchester í tæka tíð til að halda tónleikana. Tónleikarnir áttu samkvæmt áætlun að hefjast klukkan hálftíu í gærkvöldi að staðartíma í tónleikahöllinni Co-op Live.
Um tuttugu þúsund aðdáendur voru staddir í höllinni, sem er jafnframt sú stærsta á Bretlandi, þegar tilkynnt var um aflýsingu tónleikanna. Tónleikagestir létu óánægju sína í ljós með miklu púi, að sögn Guardian.
Hún biður aðdáendur sína innilega og hjartanlega afsökunar í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum X.
Thank you to everyone who prayed for me today. May God cover you & all that is connected to you. May you be blessed beyond your imagination.
— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) May 26, 2024
Barbz, I’m @ the stock exchange hotel in #Manchester I arrived a little over an hour ago.
After sitting in a jail cell for 5-6 hours, my…
„Þeim lukkaðist áætlun sín að leyfa mér ekki að koma fram í kvöld,“ skrifar stjarnan án þess að taka fram hvern hún er að ásaka um gjörninginn beinum orðum.
„Ég bið ykkur innilega og hjartanlega afsökunar. Þeir vissu nákvæmlega hvernig þeir gætu meitt mig í dag en þetta líður hjá, eins og allt annað,“ skrifar hún þá.
Hún segir að tónleikunum sem áttu að fara fram í gær verði fundin ný dagsetning og lofaði miðahöfum „aukabónus“ vegna atviksins.