Í miðbæ Reykjavíkur var svo tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað og karlmann sem tók myndir af fjölda fólks án leyfis á skemmtistað.
Þá var annar staðar í borginni tilkynnt um aðila sem beraði sig í Fossvogi og mann að stela hjóli í Laugardal. Í Breiðholti var svo tilkynnt um verulegar skemmdir á bifreið en búið var að brjóta allar rúður og fjarlægja framstuðara bifreiðarinnar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.