Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 07:50 Lögreglumenn hylja lík manns sem lést þegar sprengja lenti á byggingarvöruverslun í Karkív í gær. Vísir/AP Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Tveimur sprengjum var beint að markaðnum sem er í íbúðabyggð. Árásin átti sér stað seinni partinn í gær. Í kjölfar sprenginganna leystist út mikill eldur og svartur reykur lá í kjölfar yfir allt hverfið og hátt upp í loft. Alls eru 43 særð og í yfirlýsingu saksóknara í morgun kom fram að ekki væri enn búið að bera kennsla á tíu af þeim tólf sem eru látin. Alls tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn sem náði yfir um 13 þúsund fermetra. Það tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn. Vísir/EPA „Ég var í vinnunni. Ég heyrði fyrsta skotið og… ég féll til jarðar með samstarfsmanni mínum. Það var svo önnur árás og brakið lenti ofan á okkur. Við byrjuðum þá að skríða upp,“ er haft eftir starfsmanni verslunarinnar Dmytro Syrotenko í frétt Reuters. Öðru flugskeyti var svo skotið á íbúðarhúsnæði seint í gær í borginni. Um 25 eru sögð særð eftir árásina. Flugskeytið skildi eftir sig sjö metra djúpa holu við bygginguna. Fram kemur í frétt Reuters að viðbragðsaðilar hafi reglulega þurft að hörfa frá vettvangi beggja árása vegna ótta við fleiri slíkar. Borgarstjóri Karkív, Ihor Terekhov, sagði í gær að um 120 manns hefðu verið inni í byggingavöruversluninni þegar sprengjan lenti á henni. „Árásinni var beint að verslunarmiðstöðinni, sem var mjög fjölmenn. Þetta eru greinilega hryðjuverk,“ sagði hann í gær. 16 enn saknað Innanríkisráðherra Úkraínu, Ihor Klymenko, sagði svo í tilkynningu á Telegram í morgun að enn væri 16 saknað. Í umfjöllun um árásina á vef Reuters segir að síðustu vikuna hafi Rússar aukið við loftárásir sínar í Karkív. Rússneskir hermenn hafi ráðist yfir landamærin og þannig opnað nýja leið inn í borgina. Sprengjuárásum hefur þó ekki linnt á Karkív allt frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Borgin er í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Forseti Úkraínu biðlaði til leiðtoga vestrænna ríkja að styðja betur við loftvarnir Úkraínu. View this post on Instagram A post shared by Володимир Зеленський (@zelenskyy_official) Hann sagði árásina „enn eitt dæmið um geðveiki Rússa.“ Það sé engin önnur leið til að lýsa því. „Þegar við segjum leiðtogum heimsins að Úkraínu þurfi fullnægjandi loftvarnir, þegar við segjumst þurfa fullnægjandi aðferðir til að geta varið fólkið okkar, svo að rússneskir hryðjuverkamenn geti ekki nálgast landamærin okkar, þá erum við ekki að tala um að leyfa loftárásum eins og þessum að gerast,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gær. Svartan reyk lagði upp frá versluninni þegar kviknaði í eftir að sprengjan lenti á henni. Vísir/EPA Hann greindi svo frá því síðar um kvöldið að kveikt hefði verið á loftvarnaflautum og þær hafðar í gangi í tólf tíma. Að aðgerðum við verslunina hefðu komið allt að 200 viðbragðsaðilar og 400 lögreglumenn. Forseti Frakklands sagði árásina „óásættanlega“ á samfélagsmiðlinum X. Russian strikes on a shopping mall in Kharkiv have resulted in many victims, including children, women, men. Families. This is unacceptable.France shares the grief of the Ukrainians and remains fully mobilized by their side.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 25, 2024 Hinum megin við landamærin var svo greint frá því að fjórir rússneskir borgarar hefðu látið lífið í árásum Úkraínumann. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Úkraína Tengdar fréttir Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Tveimur sprengjum var beint að markaðnum sem er í íbúðabyggð. Árásin átti sér stað seinni partinn í gær. Í kjölfar sprenginganna leystist út mikill eldur og svartur reykur lá í kjölfar yfir allt hverfið og hátt upp í loft. Alls eru 43 særð og í yfirlýsingu saksóknara í morgun kom fram að ekki væri enn búið að bera kennsla á tíu af þeim tólf sem eru látin. Alls tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn sem náði yfir um 13 þúsund fermetra. Það tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn. Vísir/EPA „Ég var í vinnunni. Ég heyrði fyrsta skotið og… ég féll til jarðar með samstarfsmanni mínum. Það var svo önnur árás og brakið lenti ofan á okkur. Við byrjuðum þá að skríða upp,“ er haft eftir starfsmanni verslunarinnar Dmytro Syrotenko í frétt Reuters. Öðru flugskeyti var svo skotið á íbúðarhúsnæði seint í gær í borginni. Um 25 eru sögð særð eftir árásina. Flugskeytið skildi eftir sig sjö metra djúpa holu við bygginguna. Fram kemur í frétt Reuters að viðbragðsaðilar hafi reglulega þurft að hörfa frá vettvangi beggja árása vegna ótta við fleiri slíkar. Borgarstjóri Karkív, Ihor Terekhov, sagði í gær að um 120 manns hefðu verið inni í byggingavöruversluninni þegar sprengjan lenti á henni. „Árásinni var beint að verslunarmiðstöðinni, sem var mjög fjölmenn. Þetta eru greinilega hryðjuverk,“ sagði hann í gær. 16 enn saknað Innanríkisráðherra Úkraínu, Ihor Klymenko, sagði svo í tilkynningu á Telegram í morgun að enn væri 16 saknað. Í umfjöllun um árásina á vef Reuters segir að síðustu vikuna hafi Rússar aukið við loftárásir sínar í Karkív. Rússneskir hermenn hafi ráðist yfir landamærin og þannig opnað nýja leið inn í borgina. Sprengjuárásum hefur þó ekki linnt á Karkív allt frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Borgin er í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Forseti Úkraínu biðlaði til leiðtoga vestrænna ríkja að styðja betur við loftvarnir Úkraínu. View this post on Instagram A post shared by Володимир Зеленський (@zelenskyy_official) Hann sagði árásina „enn eitt dæmið um geðveiki Rússa.“ Það sé engin önnur leið til að lýsa því. „Þegar við segjum leiðtogum heimsins að Úkraínu þurfi fullnægjandi loftvarnir, þegar við segjumst þurfa fullnægjandi aðferðir til að geta varið fólkið okkar, svo að rússneskir hryðjuverkamenn geti ekki nálgast landamærin okkar, þá erum við ekki að tala um að leyfa loftárásum eins og þessum að gerast,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gær. Svartan reyk lagði upp frá versluninni þegar kviknaði í eftir að sprengjan lenti á henni. Vísir/EPA Hann greindi svo frá því síðar um kvöldið að kveikt hefði verið á loftvarnaflautum og þær hafðar í gangi í tólf tíma. Að aðgerðum við verslunina hefðu komið allt að 200 viðbragðsaðilar og 400 lögreglumenn. Forseti Frakklands sagði árásina „óásættanlega“ á samfélagsmiðlinum X. Russian strikes on a shopping mall in Kharkiv have resulted in many victims, including children, women, men. Families. This is unacceptable.France shares the grief of the Ukrainians and remains fully mobilized by their side.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 25, 2024 Hinum megin við landamærin var svo greint frá því að fjórir rússneskir borgarar hefðu látið lífið í árásum Úkraínumann.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Úkraína Tengdar fréttir Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54
Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent