Vilja koma fleirum en Kynnisferðum inn í BSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2024 13:42 Ferðalangar bíða eftir rútu í Umferðarmiðstöðinni, BSÍ. Vísir/vilhelm Félag atvinnurekenda hefur sent Einari Þorsteinssyni borgarstjóra erindi og farið fram á fund til að ræða hvernig keppinautar fólksflutningafyrirtækisins Kynnisferða geti fengið aðstöðu í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg (BSÍ), sem er í eigu Reykjavíkurborgar. FA telur samning borgarinnar við Kynnisferðir um leigu á Umferðarmiðstöðinni samkeppnishamlandi og sendir Samkeppniseftirlitinu og innviðaráðuneytinu afrit af erindinu. Í bréfi FA til borgarstjóra er vitnað til áforma borgarinnar, sem birt voru þegar Reykjavíkurborg eignaðist Umferðarmiðstöðina árið 2012, en þá stóð til að bjóða öðrum þjónustaðilum en Kynnisferðum aðstöðu í húsinu svo það gæti orðið „öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur.“ „Borgin hefur áfram miðað við að Umferðarmiðstöðin verði mistöð almenningssamgangna í miðbænum og stefnt að þróun alhliða samgöngumiðstöðvar á U-reitnum svokallaða, þar sem miðstöðin stendur. Núverandi meirihlutaflokkar í borgarstjórn hafa bókað í borgarráði að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvarinnar sé „framúrskarandi“ og feli í sér mikil tækifæri fyrir almenningssamgöngur,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Eitt fyrirtæki af mörgum sitji að aðstöðu á framúrskarandi stað Þessi áform borgarinnar eru enn ekki orðin að veruleika. „Á meðan er staðan hins vegar sú að eitt fyrirtæki af mörgum í fólkflutningum situr eitt að aðstöðu í eigu borgarinnar á framúrskarandi stað,“ segir í bréfi FA. „Kynnisferðir eru annað tveggja rútufyrirtækja sem sinna akstri frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar samkvæmt útboði Isavia. Í síðasta útboði var gerð krafa um að bjóðendur skyldu hafa yfir að ráða miðstöð í skilningi 3. gr. laga nr. 28/2017, þ.e. miðstöð, mannaðri starfsfólki, með t.d. innritunarborði, biðsal eða miðasölu. Keppinautur Kynnisferða rekur slíka aðstöðu við Skógarhlíð sem er alls ekki heppileg staðsetning, meðal annars vegna nálægðar við íbúðahverfi og aðra atvinnustarfsemi, eins og borgaryfirvöldum er vel kunnugt. Aðgangur að Umferðarmiðstöðinni er hins vegar ekki í boði, þar sem hún er í raun, fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar, höfuðstöðvar og athafnasvæði Kynnisferða.“ Kynnisferðir reki Umferðarmiðstöðina sem sitt einkaathafnasvæði FA vísar einnig til umfjöllunar Samkeppniseftirlitsins (SE) um fyrri samninga Vegagerðarinnar, sem var áður eigandi Umferðarmiðstöðvarinnar, við Kynnisferðir. SE taldi að þeir samningar gætu leitt til þess að fyrirtækið væri „í afar hagstæðri stöðu gagnvart keppinautum sínum.“ Að mati FA eiga nákvæmlega sömu sjónarmið við um stöðuna eins og hún er í dag. „Það eina sem virðist í grundvallaratriðum hafa breytzt er að nú er það Reykjavíkurborg, sem hefur með samningi við Kynnisferðir komið fyrirtækinu í stöðu gagnvart keppinautum sínum, sem hamlar klárlega virkri samkeppni í fólksflutningum, bæði almennt og sérstaklega hvað varðar akstur flugrútu á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar,“ segir í bréfi félagsins til borgarstjóra. Auk þess að óska eftir fundi með borgaryfirvöldum er farið fram á að borgin veiti upplýsingar um leigusamning borgarinnar við Kynnisferðir ehf., m.a. skilmála hans, gildistíma og uppsagnarákvæði, og eftir atvikum aðra samninga borgarinnar um Umferðarmiðstöðina. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
FA telur samning borgarinnar við Kynnisferðir um leigu á Umferðarmiðstöðinni samkeppnishamlandi og sendir Samkeppniseftirlitinu og innviðaráðuneytinu afrit af erindinu. Í bréfi FA til borgarstjóra er vitnað til áforma borgarinnar, sem birt voru þegar Reykjavíkurborg eignaðist Umferðarmiðstöðina árið 2012, en þá stóð til að bjóða öðrum þjónustaðilum en Kynnisferðum aðstöðu í húsinu svo það gæti orðið „öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur.“ „Borgin hefur áfram miðað við að Umferðarmiðstöðin verði mistöð almenningssamgangna í miðbænum og stefnt að þróun alhliða samgöngumiðstöðvar á U-reitnum svokallaða, þar sem miðstöðin stendur. Núverandi meirihlutaflokkar í borgarstjórn hafa bókað í borgarráði að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvarinnar sé „framúrskarandi“ og feli í sér mikil tækifæri fyrir almenningssamgöngur,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Eitt fyrirtæki af mörgum sitji að aðstöðu á framúrskarandi stað Þessi áform borgarinnar eru enn ekki orðin að veruleika. „Á meðan er staðan hins vegar sú að eitt fyrirtæki af mörgum í fólkflutningum situr eitt að aðstöðu í eigu borgarinnar á framúrskarandi stað,“ segir í bréfi FA. „Kynnisferðir eru annað tveggja rútufyrirtækja sem sinna akstri frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar samkvæmt útboði Isavia. Í síðasta útboði var gerð krafa um að bjóðendur skyldu hafa yfir að ráða miðstöð í skilningi 3. gr. laga nr. 28/2017, þ.e. miðstöð, mannaðri starfsfólki, með t.d. innritunarborði, biðsal eða miðasölu. Keppinautur Kynnisferða rekur slíka aðstöðu við Skógarhlíð sem er alls ekki heppileg staðsetning, meðal annars vegna nálægðar við íbúðahverfi og aðra atvinnustarfsemi, eins og borgaryfirvöldum er vel kunnugt. Aðgangur að Umferðarmiðstöðinni er hins vegar ekki í boði, þar sem hún er í raun, fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar, höfuðstöðvar og athafnasvæði Kynnisferða.“ Kynnisferðir reki Umferðarmiðstöðina sem sitt einkaathafnasvæði FA vísar einnig til umfjöllunar Samkeppniseftirlitsins (SE) um fyrri samninga Vegagerðarinnar, sem var áður eigandi Umferðarmiðstöðvarinnar, við Kynnisferðir. SE taldi að þeir samningar gætu leitt til þess að fyrirtækið væri „í afar hagstæðri stöðu gagnvart keppinautum sínum.“ Að mati FA eiga nákvæmlega sömu sjónarmið við um stöðuna eins og hún er í dag. „Það eina sem virðist í grundvallaratriðum hafa breytzt er að nú er það Reykjavíkurborg, sem hefur með samningi við Kynnisferðir komið fyrirtækinu í stöðu gagnvart keppinautum sínum, sem hamlar klárlega virkri samkeppni í fólksflutningum, bæði almennt og sérstaklega hvað varðar akstur flugrútu á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar,“ segir í bréfi félagsins til borgarstjóra. Auk þess að óska eftir fundi með borgaryfirvöldum er farið fram á að borgin veiti upplýsingar um leigusamning borgarinnar við Kynnisferðir ehf., m.a. skilmála hans, gildistíma og uppsagnarákvæði, og eftir atvikum aðra samninga borgarinnar um Umferðarmiðstöðina.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira