Enginn málefnalegur ágreiningur skýri brotthvarf bæjarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 08:00 Bragi Bjarnason tekur við sem bæjarstjóri Árborgar eins og til stóð 1. júní. Það verður hins vegar sem oddviti tveggja flokka meirihluta í stað eins áður. Vísir/Egill Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og verðandi bæjarstjóri segir engan málefnalegan ágreining hafa verið innan flokksins í bæjarstjórn sem skýri brotthvarf Fjólu Kristinsdóttur úr meirihlutanum. Fjóla vill ekki tjá sig um ákvörðun sína. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins varð Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrri tvö árin. Bragi Bjarnason, oddviti flokksins, átti að taka við sem bæjarstjóri 1. júní. Tilkynnt var að Fjóla hefði ákveðið að falla frá samkomulaginu og að hún myndi yfirgefa meirihlutann í yfirlýsingu frá Braga og Álfheiði Eymarsdóttur, oddvita Áfram Árborgar, í gær. Samtímis var greint frá því að Áfram Árborg kæmi inn í meirihlutann. Fjóla vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt þegar eftir því var leitað í gær en boðaði að hún gæfi út yfirlýsingu síðar. Ákvörðunin kom á óvart Bragi, verðandi bæjarstjóri og núverandi formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vísi að ákvörðun Fjólu hafi komið á óvart. Hann geti ekki geta svarað fyrir hönd hennar um ástæður brotthvarfs hennar. „Það er bara ömurlegt og leiðinlegt að missa góðan félaga. Þetta er búið að ganga vel og sést á árangrinum í starfi sveitarfélagsins,“ segir hann. Þá segist hann ekki geta sagt til um hvort að Fjóla sitji áfram í bæjarstjórn, hvort sem er fyrir hönd annars flokks eða sem óháður bæjarfulltrúi. „Nei, alls ekki. Það er enginn málefnalegur ágreiningur. Allir eru að stefna í sömu átt,“ segir Bragi spurður að því hvort að samstarfserfiðleikar hafi komið upp. Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Gerðist allt í vikunni Bæjarstjórnarfundur verður næst haldinn á mánudag en Bragi tekur við embætti bæjarstjóra eins og áformað var 1. júní. Hann segir mikilvægt að náðst hafi strax að mynda starfhæfan meirihluta. Spurður að því hvenær var byrjað að ræða meirihlutasamstarf við Áfram Árborg segir Bragi að það hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta gerist allt í þessari viku,“ segir hann. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu en Bragi segir að samstarf í bæjarstjórn hafi verið gott á þessum erfiðu tímum í endurskipulagningu sveitarfélagsins. Sérstaklega hafi samstarfið við Áfram Árborg verið gott. „Þegar þessi staða kemur upp lá bara beinast við að eiga samtal við þau. Við erum með mikinn samhljóm í þessu verkefni. Það er engin meginstefna sem breytist. Við erum áfram í þessu stóra verkefni. Það eru náttúrulega hagsmunir íbúar og sveitarfélagsins sem eru efst á baugi. Það er verkefni sem við ætlum að halda áfram,“ segir Bragi. Árborg Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins varð Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrri tvö árin. Bragi Bjarnason, oddviti flokksins, átti að taka við sem bæjarstjóri 1. júní. Tilkynnt var að Fjóla hefði ákveðið að falla frá samkomulaginu og að hún myndi yfirgefa meirihlutann í yfirlýsingu frá Braga og Álfheiði Eymarsdóttur, oddvita Áfram Árborgar, í gær. Samtímis var greint frá því að Áfram Árborg kæmi inn í meirihlutann. Fjóla vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt þegar eftir því var leitað í gær en boðaði að hún gæfi út yfirlýsingu síðar. Ákvörðunin kom á óvart Bragi, verðandi bæjarstjóri og núverandi formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vísi að ákvörðun Fjólu hafi komið á óvart. Hann geti ekki geta svarað fyrir hönd hennar um ástæður brotthvarfs hennar. „Það er bara ömurlegt og leiðinlegt að missa góðan félaga. Þetta er búið að ganga vel og sést á árangrinum í starfi sveitarfélagsins,“ segir hann. Þá segist hann ekki geta sagt til um hvort að Fjóla sitji áfram í bæjarstjórn, hvort sem er fyrir hönd annars flokks eða sem óháður bæjarfulltrúi. „Nei, alls ekki. Það er enginn málefnalegur ágreiningur. Allir eru að stefna í sömu átt,“ segir Bragi spurður að því hvort að samstarfserfiðleikar hafi komið upp. Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Gerðist allt í vikunni Bæjarstjórnarfundur verður næst haldinn á mánudag en Bragi tekur við embætti bæjarstjóra eins og áformað var 1. júní. Hann segir mikilvægt að náðst hafi strax að mynda starfhæfan meirihluta. Spurður að því hvenær var byrjað að ræða meirihlutasamstarf við Áfram Árborg segir Bragi að það hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta gerist allt í þessari viku,“ segir hann. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu en Bragi segir að samstarf í bæjarstjórn hafi verið gott á þessum erfiðu tímum í endurskipulagningu sveitarfélagsins. Sérstaklega hafi samstarfið við Áfram Árborg verið gott. „Þegar þessi staða kemur upp lá bara beinast við að eiga samtal við þau. Við erum með mikinn samhljóm í þessu verkefni. Það er engin meginstefna sem breytist. Við erum áfram í þessu stóra verkefni. Það eru náttúrulega hagsmunir íbúar og sveitarfélagsins sem eru efst á baugi. Það er verkefni sem við ætlum að halda áfram,“ segir Bragi.
Árborg Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30